Fréttablaðið - 12.06.2017, Blaðsíða 14
Kvosin Downtown Hotel er lítið og fallegt hótel sem var opnað í lok árs 2014 og er
í miðborg Reykjavíkur. Staðsetn-
ingin er frábær fyrir gesti hótelsins
enda stutt í mörg af betri söfnum
borgarinnar, frábærir veitingastaðir
í næsta nágrenni og stutt í fjörugt
næturlífið. Þótt hótelið sé staðsett í
hjarta borgarinnar verða gestir fyrir
engum truflunum þar sem hótelið
stendur í skjóli Austurvallar og
Dómkirkjunnar segir Joe Compton,
forstjóri RAM ehf., sem rekur Kvos-
in Downtown Hotel og Klaustur
Downtown Bar. „Gestirnir okkar
gætu ekki beðið um betri nágranna
því dómkirkjan og Alþingi halda
aldrei fyrir þeim vöku.“
Kvosin Downtown Hotel er lúxus
„boutique“ hótel í eigu og rekstri
einkaaðila segir Joe. „Við erum ekki
hluti af stærri hótelkeðju og getum
því algjörlega einblínt á gesti okkar
hér og veitt þeim hámarksþjónustu
og upplifun.“
Á litlu hóteli skiptir máli að að
starfsfólkið sé fjölhæft segir Joe og
nefnir sem dæmi að hótelstjórinn
hafi lært til kokks og einn af starfs-
mönnum móttökunnar, sem er
kanadískur, tali fjögur tungumál.
„Sá sem sér um viðhaldið hér hefur
tekið upp og unnið myndbönd
fyrir Icelandair og ýmsar íslenskar
hljómsveitir auk þess hann hefur
gefið út ljósmyndabók. Sjálfur er ég
einnig vínþjónn og búinn að klára
tvö af þremur stigum frá Court of
Master Sommeliers. Við þurfum
öll að leggja eitthvað af mörkum og
gera okkar allra besta.“
Einstök herbergi
Hótelið býður upp á 24 afar rúm-
góð herbergi, þar af eru 23 þeirra
með eldunaraðstöðu. „Ég hugsa að
við séum með stærstu hótelher-
bergin í Reykjavík, mögulega að
undanskyldum íbúðahótelunum.
Stærð herbergjanna er frá 26 m²
upp í 60 m² sem setur þau í sama
flokk og svítur á alþjóðlegum mæli-
kvarða.“
Hönnun hótelsins er einstök og
flest herbergjanna hafa svalir með
útsýni yfir Alþingishúsið og dóm-
kirkjuna. „Ýmislegt í herbergjunum
er sérsmíðað, t.d. eldhúsinnrétt-
ingar og rúm. Verandi útlendingur
sjálfur og einn af fyrstu gestum
hótelsins sem ferðamaður tengi ég
vel við væntingar og kröfur ferða-
manna til hótels og upplifunar á
Íslandi. Við reynum eftir fremsta
megni að gefa gestum okkar ein-
staka íslenska upplifun og viljum að
gestirnir séu partur af sögu okkar.“
Herbergin hafa hvert sitt nafn
sem mörg eru tengd við íslenska
náttúru, listamenn eða sögur auk
þess sem hvert herbergi hefur
mismunandi ljósmynd af götulífi
Reykjavíkur teknar af listamann-
inum Gaui H photography. „Lista-
maðurinn Arngrímur Sigurðsson
málaði stóra veggmynd fyrir okkur
í garðinum en myndin túlkar öll
nöfn herbergjanna.“
Hann nefnir einnig að starfs-
menn móttökunnar kenni gestum
íslenskt orð dagsins. „Við erum
einnig með YouTube rás þar sem
gestir okkar geta séð gönguleiðir í
miðbænum ásamt landslagsmynd-
böndum. Við njótum þess að
hjálpa gestum okkar að ná fram
þeirri upplifun sem þeir vænta og
bjóðum þeim svo góða nótt með
smákökum, mjólk og handskrif-
uðum kveðjum.“
Joe segir starfsfólkið gefa hótel-
inu sál. „Allt frá fyrstu spurningum
um bókanir þar til löngu eftir
brottför hafa gestir okkar stöðugt
aðgengi að starfsmanni í mót-
töku í gegnum tölvupóst, síma og
skilaboðakerfi. Það skiptir sköpum
fyrir gesti að hafa leiðsögn fyrir
og á meðan dvöl stendur og þeir
eru yfirleitt hissa og glaðir að hitta
manneskjuna augliti til auglitis sem
aðstoðar þá við bókanir og ferðir
áður en að dvölin hefst. Enda hefur
hótelið unnið Certificate of Excell-
ence frá TripAdvisor fyrir þjónustu
árin 2017 og 2016 en fyrir róman-
tískasta hótelið árið 2015. Þetta
er starfsfólkinu okkar að þakka
og mikill sigur fyrir 24 herbergja
hótel.“
Nýjar uppgötvanir
Klaustur Downtown Bar er stað-
settur í sama húsi og hótelið og er
með fallegri börum borgarinnar.
Á meðan áherslur hótelsins snúa
að erlendum ferðamönnum er
hlutverk barsins að kynna fyrir
Íslendingum gott vín af ýmsu tagi.
„Við flytjum inn vín á borð við gin
og viskí sem fást hvergi annars
staðar hér á landi og verðleggjum
þau þannig að sem flestir geti auð-
veldlega prófað nýja drykki.“
Hann segir klaustur almennt vera
staði þar sem munkar eða nunnur
geta komið saman og lært. „Það er
ástæðan fyrir því að ég valdi þetta
nafn á barinn. Við höfum aldrei
viljað vera heitasti nýi staðurinn,
fylla hann af eins mörgum gestum
og hægt er og selja drykki á hæsta
mögulega verði. Við viljum að
fólk uppgötvi okkur og reynum
að komum þeim skemmtilega á
óvart. Ef gestir okkar prófa nýtt vín
eða gin hjá okkur, og það breytir
skoðunum þeirra eða kemur þeim
á óvart, þá tel ég okkur hafa náð
markmiði okkar. Vín eru ástríða
mín og ég prófa hverja einustu
vöru, skrifa bragðskýringar og
býð einungis upp á vín í hámarks-
gæðum.“
Í dag eru 140 léttvín á seðli bars-
ins, þar af kosta yfir 50 flöskur undir
8.000 kr. „Hér má finna amerísk og
áströlsk vín sem við flytjum inn og
yfir 40 gintegundir og 30 viskíteg-
undir. Einnig höfum við sérstakan
gin & tonic seðil sem hefur verið
mjög vinsæll. Hann inniheldur sjö
drykki sem allir innihalda íslensk
hráefni.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.kvosinhotel.is og www.
klaustur.bar.
Guðný Kemp,
hótelstýra
Kvosin Down-
town Hotel, og
Joe Compton,
forstjóri RAM
ehf., sem rekur
Kvosin Down-
town Hotel og
Klaustur Down-
town Bar.
MYNDIR/GAUI H
PHOTOGRAPHY
Klaustur Downtown Bar býður m.a. upp á gin & tonic seðil. Allir drykkir inni-
halda íslenskt hráefni.
Mörg falleg herbergin hafa útsýni yfir Alþingi.
Garður hótelsins er opinn yfir sumarið og hýsir reglulega tónleika og ýmsa
viðburði.
Við flytjum inn vín
á borð við gin og
viskí sem fást hvergi
annars staðar hér á landi
og verðleggjum þau
þannig að sem flestir geti
auðveldlega prófað nýja
drykki.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . j ú N í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
E
-2
B
9
0
1
D
0
E
-2
A
5
4
1
D
0
E
-2
9
1
8
1
D
0
E
-2
7
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K