Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 18

Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 18
Sumarsólstöður eru yndislegur árstími og ég kann vel við að sólin skíni dag og nótt. CONVERSE Á SECRET SOLSTICE Foo Fighters hefur tvisvar sinnum áður haldið tónleika hér á landi. The Prodigy mætti fyrst til landsins árið 1994. Tvö af stærstu nöfnum hátíðar­ innar í ár, Foo Fighters og The Prodigy hafa áður spilað hér á landi við góðar undirtektir. The Prodigy mætti fyrst til landsins árið 1994 þegar stór og mikil danshátíð var haldin í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar var sveitin að fylgja eftir útgáfu annarrar plötu sinnar, Music for the Jilted Generation, sem skaut henni rækilega upp á stjörnu­ himininn. Ári síðar komu þeir fram á Uxa, alþjóðlegri tón list­ ar há tíð sem haldin var á Kirkju­ bæj ar klaustri um versl un ar­ manna helg ina. Ári síðar spiluðu þeir fyrir fullri Laugardalshöll og aftur tveimur árum síðar, árið 1998. Árið 2004 voru þeir á tón­ leikaferð um heiminn til að fylgja Always Outnumbered, Never Outgunned og spiluðu í Laugar­ dalshöll sama ár. Tónleikarnir næstu helgi verða því þeir sjöttu sem þeir halda hér á landi og má búast við frábærri stemningu enda eitt besta tónleikaband samtímans. Síðasta plata þeirra, The Day Is My Enemy, kom út árið 2015 og fékk mjög góðar viðtökur. Foo Fighters hefur tvisvar sinnum áður haldið tónleika hér á landi. Þeir mættu fyrst hingað árið 2003, ári eftir útgáfu fjórðu plötu sinnar en á þeim tíma var sveitin ein vinsælasta rokksveit heims. Tveimur árum síðar mætti hún aftur til landsins og þá með rokkurum í Queens of the Stone Age. Saman héldu þær eftir­ minnilega tónleika í Egilshöll sem var hluti af Reykjavík Rock tónlistarhátíðinni. Sveitin sendi frá sér nýtt lag fyrir stuttu og ný plata kemur væntanlega út síðar á árinu eða því næsta. Kunnugleg andlit Ég ætla flytja tónlist til að dilla sér og dansa við; glænýjar lagasmíðar sem ég hef verið að semja í undirbúningi á sóló­ ferli mínum, sem og áður óútgefin lög sem hafa verið í farteskinu um tíma,“ segir Högni sem nýtur full­ tingis strengjasveitar á sviðinu. Hann segir nýju tónsmíðarnar samofnar áhrifum frá flestu því sem hann hefur fengist við um dagana sem tónlistarmaður. „Sumt er úr klassíska hljóðheim­ inum sem ég er vanur að vinna í, strengir og kórar, og annað undir áhrifum frá því þegar ég vann plötur með Gus Gus.“ Högni er fullur tilhlökkunar yfir því að koma fram fyrir gesti Secret Solstice. „Stemningin á Secret Solstice ein­ kennist af gleði yfir því að geta leyft sér að njóta lífs og lista með vinum og náunganum. Því fylgir sönn hamingja að upplifa frelsi til að njóta góðrar tónlistar, mega dansa óheft og sleppa tökum af hversdags­ lífinu. Allt þetta liggur í loftinu.“ Aðspurður segir Högni í engu öðruvísi að koma fram á tónlistar­ hátíð eins og Secret Solstice en á öðrum vettvangi. „Upplifunin fer alveg eftir fílingnum sem maður er sjálfur í. Tónlistarhátíð sem þessi er hins vegar frábær vettvangur til að sleppa fram af sér beislinu og halda á vit ævintýranna.“ Hann segir hátíðina vera fyrir fólk sem njóti góðrar tónlistar og hefur gaman af því að vera undir berum himni. „Secret Solstice er frábær viðbót við borgarlíf og menningu Reykja­ víkur og fagnar fjölbreytileikanum. Hátíðin er alls ekki bundin við aldur en við sjáum til hverjir koma og hverjum mun lítast vel á. Mín tón­ list er fyrir alla sem njóta góðra mel­ ódía og góðs fílings; dans og gleði en líka tregi og tilfinningar.“ Af erlendum listamönnum hlakkar Högni einna mest til að sjá Kerri Chandler og Anderson, Paak and the Free Nationals, og hann ætlar ekki að missa af hinum íslenska Auði og Casanova. „Sumarsólstöður eru yndislegur árstími og ég kann vel við að sólin skíni dag og nótt. Sólin er stjarnan okkar og gott fyrir okkur að sjá hana sem mest.“ Sumarið hjá Högna byrjar með stæl því hann er nú staddur á tón­ leikaferðalagi með hljómsveitinni Hjaltalín í Rússlandi. „Þangað förum við tvær ferðir í sumar en þess á milli ætla ég að njóta sumarsins og þess að vera til. Ég ætla að slappa vel af því fram undan eru annasamir tímar við útgáfu sólóplötu minnar sem kemur út í haust. Þegar ég sest við píanóið er ég alltaf eins og hvítt blað með konstant ritstíflu en á endanum er ég leiddur til þess sem kemur til mín og verð að hlusta vel og vandlega. Það er því jafn erfitt og það er auð­ velt fyrir mig að semja tónlist.“ Högni stígur á svið klukkan 18, föstudaginn 16. júní. Dans, gleði, tregi og tilfinningar Högni Egilsson er magnaður á sviði, með sólgyllt fax, sér- stæða rödd og heillandi tónsmíðar, en líka óhefta sviðs- framkomu. Hann mun trylla lýðinn á föstudagskvöld. Högni vinnur nú að sólóferli sínum. Hann segir jafn erfitt og það er auðvelt fyrir sig að semja tónlist. mynD/sTeFán Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is 4 KynnInGARBLAÐ 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 m á n U DAG U R 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 E -3 A 6 0 1 D 0 E -3 9 2 4 1 D 0 E -3 7 E 8 1 D 0 E -3 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.