Fréttablaðið - 12.06.2017, Blaðsíða 48
Ástkær bróðir minn, mágur og frændi,
Níels Ómar Laursen
Hátúni 10,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 27. maí sl. útförin hefur
farið fram.
Óli Guðlaugur Laursen Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir
Kristian Valur Laursen Heiða Ingvadóttir
Birta Ósk Laursen
Hafþór Örn Laursen
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Auðunsdóttir
kaupmaður,
áður til heimilis að Ásbraut 19,
nú Fannborg 8, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 7. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Harðardóttir Pétur Björgvinsson
Ársæll Harðarson Ingibjörg Kristjánsdóttir
Gils Harðarson
Hörður Örn Harðarson
Guðni Pétur Harðarson Toy Harðarson
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Tómas Á. Tómasson
fv. sendiherra,
Espigerði 4, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 3. júní sl. Hann verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 15.00.
Hjördís Gunnarsdóttir
Jón Tómasson Evelyn Tómasson
Ingibjörg Tómasdóttir Hannes Þ. Bjarnason
Tómas Tómasson Jennifer Tómasson
Árni Tómasson Salvör Thorlacius
og barnabörn.
Merkisatburðir
1550 Gústav I Svíakon-
ungur stofnar borgina
Helsinki.
1665 Englend-
ingar taka stjórn
í Nýju-Jórvík en
borgin hét áður
Nýja-Amster-
dam og var hol-
lensk nýlenda.
1838 Einn
maður týnir
lífi þegar jörð
skelfur á Norður-
landi. Björg hrynja í
Grímsey og Málmey.
1898 Filippseyjar lýsa yfir
sjálfstæði frá Spáni.
1911 Hinn sögufrægi Melavöllur vígður.
1913 Áhöfn dansks varðskips fjarlægir bláhvítan fána af
báti í Reykjavíkurhöfn. Atburðurinn varð vatn á myllu þeirra
sem vildu séríslenskan fána.
1942 Anna Frank fær dagbók í afmælisgjöf.
1964 Nelson Mandela dæmdur í lífstíðarfangelsi í Suður-
Afríku.
Í dag er ár liðið síðan Omar Mateen,
29 ára öryggisvörður, myrti 49 og
særði 58 til viðbótar í skotárás á
skemmtistaðinn Pulse í Orlando,
Flórída. Mateen var síðar felldur af
lögreglu. Þetta er mannskæðasta
hryðjuverkaárásin á bandarískri
grund frá árásinni á Tvíburaturnana
11. september 2001.
Árás Mateens beindist að gestum
staðarins sem flestir voru LBGT-
fólk. Eftir að lögregla var kölluð til
vegna árásarinnar skapaðist um-
sátursástand. Í viðræðum milli hans
og sáttasérfræðinga lögreglunnar
kom fram að hann hefði svarið Abu
Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS, holl-
ustueið.
Kveikjan að árásinni var sú stað-
reynd að nokkrum vikum árum
hafði Bandaríkjaher fellt Abu
Waheeb, leiðtoga ISIS í Írak. Þá
hafði Mateen séð tvo karlmenn
kyssast á götu út og það, að sögn
föður hans, gert hann mjög reiðan.
Árásarmaðurinn var þekktur af FBI
og hafði verið yfirheyrður í tvígang
vegna mögulegra tengsla við sjálfs-
vígsárásarmenn og hryðjuverka-
hópa.
Þ etta g e r ð i st 1 2 . j ú n í 2 0 1 6
Skotárásin á Pulse-klúbbinn í Orlando
Vettvangur árásarinnar daginn eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningar-
skjaldar um gamla franska spítalann í
reykjavík. spítalinn, sem á sér ríka sögu,
hýsir nú tónmenntaskóla reykjavíkur.
„Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði
mikið fyrir hana,“ segir Pálmi jóhannes-
son, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði
Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32
sem er nokkuð gott miðað við að þetta
hófst klukkan níu um morguninn. Við
áttum allt eins von á því að það kæmu
ekki nema tíu eða fimmtán.“
Franskir sjómenn sóttu sjóinn við
ísland öldum saman en mest var um þá
frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs.
Áætlað er að þegar mest lét hafi komið
hingað um 200 frönsk skip á ári og með
þeim 4.000 skipverjar. skipakostur þá var
fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist
í dag og sjóskaði því mikill.
Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það
til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim
sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða
þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi.
sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur
við horn Lindargötu og Frakkastígs.
Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af
sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum.
Hina spítalana var að finna í Vestmanna-
eyjum og á Fáskrúðsfirði.
„Það eru til fjölmargar sögur frá þess-
um tíma af íslendingum sem björguðu
Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórn-
völd sýndu þakklæti sitt í verki með því
að leyfa íslendingum, sem lögðust inn
á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald
fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi.
Minningarskjöldurinn hefur að geyma
minningarorð um þá sem fórust auk
stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér
við strendur. Það voru guðni th. jóhann-
esson, sagnfræðingur og forseti íslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti íslands, og Philippe O‘Quin, sendi-
herra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöld-
inn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áður-
nefndra guðna og Philippe, þau albert
eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á
Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti
borgarstjórnar.
reykjavíkurborg, franska sendiráðið og
jCDexauc kostuðu gerð skjaldarins.
Minntust franskra sjóara
sem sóttu sjóinn á Íslandi
Sólin brosti sínu breiðasta í gærmorgunn þegar hópur fólks kom saman á horni Linda-
götu og Frakkastígs. Tilefnið var að afhjúpa skjöld við gamla franska spítalann til minn-
ingar um franska sjómenn sem sóttu sjóinn. Sjúkir Íslendingar nutu góðs af spítalanum.
Ég taldi held ég 32 sem
er nokkuð gott miðað
við að þetta hófst klukkan níu
um morguninn
Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi
sendiráðs Frakka á Íslandi
Forsetarnir Guðni og Vigdís afhjúpuðu skjöldinn ásamt sendiherra Frakka. Mynd/PáLMI JóhAnnEsson
1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U D A G U R16 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
E
-5
8
0
0
1
D
0
E
-5
6
C
4
1
D
0
E
-5
5
8
8
1
D
0
E
-5
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K