Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 54

Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði DORMA KYNNIR Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. 90 x 200 cm 74.990 kr. 120 x 200 cm 89.990 kr. 140 x 200 cm 99.900 kr. 160 x 200 cm 114.990 kr. 180 x 200 cm 129.900 kr. Simba dýnurnar eru fáan­ legar í eftirtöldum stærðum Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simbasleep.is Ég er brotaþoli kynferðisof-beldis frá því í æsku. Svo var mér byrluð lyf í bekkjarpartíi í menntaskóla líka. Þannig að ég er ein af þeim mörgu sem hafa nýtt sér þjónustu Stígamóta,“ segir Sig- rún Bragadóttir sem ætlar að láta gott af sér leiða og styrkja Stígamót með því að fara 10 km í Reykjavíkur- maraþoninu, íklædd heimasaum- uðum Wonder Woman-búningi. Sigrún kveðst hafa grafið tilfinn- ingar sínar og minningar tengdar ofbeldinu djúpt niðri í langan tíma. „Ég leitaði mér seint hjálpar hjá Stígamótum. Í mínum huga gerðist ekki neitt áður en ég fór að vinna í mínum málum. Það er bara svona sjálfsbjargarmekanismi,“ útskýrir Sigrún sem leitaði til Stígamóta í kringum fertugsaldurinn. „Þetta er fyrir rúmum fjórum árum síðan. Og Stígamót hafa bara gjörbreytt mínu lífi. Það er eins og lífið sé komið í lit.“ Sigrún talar af mikilli ástríðu um Stígamót og starfið sem teymið þar vinnur. „Þessi samtök, það er alveg með ólíkindum að þau séu til! Þetta er allt ókeypis, það þarf enginn að borga fyrir þjónustuna og hún stendur öllum til boða, óháð kyni, kyngervi, kynhneigð, fyrri störfum og svo framvegis, svo lengi sem einstaklingur er orðinn 18 ára,“ útskýrir Sigrún sem fer í viðtöl hjá Stígamótum ýmist vikulega, hálfs- mánaðarlega eða mánaðarlega. „Svona ofbeldi verður að tala um, og afleiðingarnar, þær verður að tala um líka,“ segir Sigrún sem hefur glímt við áfallastreituröskun vegna ofbeldisins sem hún varð fyrir og er í veikindaleyfi frá vinnu þessa stundina. „Það er vegna þess að afleiðingarnar voru orðnar svo miklar og margslungnar“. Sigrún segir fólk í kringum sig hafa sýnt sér mikinn skilning. „Ég er búin að njóta mikil stuðnings, bæði vinnuveitenda og fjölskyldu. Þetta var bara eitthvað sem var búið að vera að byggjast upp í langan tíma og fólk sá það á mér.“ Ætlar ekkert að flýta sér „Ég ætla ekki að hlaupa þessa vega- lengd,“ segir Sigrún og hlær. „Ég ætla að ganga þetta og gefa mér mjög góðan tíma í þetta. Ég ætla að stoppa reglulega og fá mér kaffi og spjalla við fólk. Og aðeins að slaka á. Þetta er táknrænt fyrir batann, maður húrrar batanum ekkert af. Maður lýkur honum ekkert innan einhvers ákveðins tíma.“ Sigrún ætlar að fara 10 kílómetr- ana með húmorinn að vopni. „Ég ætla að klæðast Wonder Woman búningi, sem ég ætla að búa til sjálf,“ segir hún og skellir upp úr. „Þegar ég var lítil, þá var Wonder Woman hetjan mín. Hún var dökkhærð eins og ég, og ég var þá með dökkt sítt hár, og hún var sterk týpa,“ segir Sigrún sem kom á fund blaðamanns í Wonder Woman bol. „Ég var mjög mikill aðdáandi, og er enn í dag en auðvitað á allt annan hátt núna. Mér þykir vænt um hana í dag.“ Það er til lausn Spurð út í hvort hún hafi skilaboð til þeirra sem hafa lent í kynferðis- ofbeldi en hafa ekki byrjað einhvers konar bataferli segir Sigrún: „Sko, manni getur ekki liðið eitthvað rangt. Skömm og reiði eru heilbrigð viðbrögð við óheilbrigðum aðstæð- um. Og þið eruð ekki ein, við erum því miður allt of mörg sem höfum lent í þessu. Og það er til lausn!“ Sigrún tekur fram að úrræðið sem Stígamót er henti kannski ekkert öllum. „En þetta úrræði hentaði mér og bjargaði mér. En mikilvægast er bara að rjúfa þögnina. Hvernig sem það er gert.“ Sigrún leggur áherslu á að fólk geti verið alveg óhrætt við að gefa Stígamótum séns. „Snilldin við Stígamót er sú að valdið er aldrei tekið af fólki sem mætir í viðtöl. Við erum alltaf við stýrið, og við segjum alveg jafn mikið og við viljum segja eða alveg jafn lítið og við viljum segja. En auðvitað er alveg eðlilegt að fólk óttist, vegna þess að óttinn er ein af afleiðingunum við að verða fyrir kynferðisofbeldi.“ Áhugasömum er svo bent á að skoða myllumerkið #sigrúnstormar því með því ætlar Sigrún að gefa fólki innsýn inn í undirbúninginn á bak við 10 kílómetrana sem hún fer í sumar og ferlið allt. gudnyhronn@365.is Mun fara 10 kílómetra á táknrænan hátt Kennarinn Sigrún Bragadóttir ætlar að fara 10 kílómetra í Reykja- víkurmaraþoninu í sumar til styrktar Stígamótum. Sigrún ætlar að fara vegalengdina í Wonder Woman búningi og með gjörningnum vill hún þakka Stígamótum fyrir en samtökin hafa reynst henni vel. Sigrún Bragadóttir er Stígamótum afar þakklát. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er táknrænt fyrir Batann, maður húrrar Batanum ekkert af. 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U D A G U R22 l í f i ð ∙ f R É T T A B l A ð i ð 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 E -2 B 9 0 1 D 0 E -2 A 5 4 1 D 0 E -2 9 1 8 1 D 0 E -2 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.