Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 4
4 - NORDURSLÓÐ Sigurjón Antonsson Skíðagangan yfir Vatnajökul 1984 Þegar við lítum út um morguninn svífnr þokan grá allt um kring. En skyndilega leysist þokan upp og þá sér hvergi ský á lofti og ekki blaktir hár á höfði. Það er varla hægt að koma orð- um að því sem fyrir augu ber. Jök- ullinn allt um kring í glampandi sólskini, Öræfajökull með öllum sínum tindum, Skaftafellsfjöllin - Miðfell, Þumall og vestar Súlu- tindar, Grænafjall og Lómagnúp- ur. Háabunga í suðvestri og síð- an áfram, Svíahnjúkur vestari. Þá sést Hamarinn í vestri og svo gnæfir Bárðarbunga í norðvestri. Grímsvatnalægðin er drifhvít, en þar er mikið af sprungum og við afréðum að fara ekki þangað niður, því hollráð gamalreynds jöklafara eru okkur ofarlega í huga er hann sagði: Taktu aldrei upp á því að œða á jökulbungur. Þar eru veðrin þeygi hlý. Þraut að kúldrast vistum í og lenda íþeim ofan ídjúpar sprungur. Sæktu ei á Svíahnjúk, svoddan heimskir kjósa, þar er eilíft frost og fjúk. Fljótt þar skreppur sál úr búk efað tœkju Grímsvötnin að gjósa. Við skoðum jarðvarmaorku- verið á Svíahnjúk eystri og för- um að Hithól skammt suðvestan við hnjúkinn. Ein sólskríkja kom til okkar og var hún greinilega ánægð að fá nokkra brauðmola hjá okkur. Svo er enn lagt af stað, þótt vissulega hefði verið gaman að dvelja þarna lengur í svona dásamlegu veðri. Haldið er vestur að Svíahnjúk vestari og þá sveigt til suðurs og lá leiðin austanhallt í hæstu bungu Há- ubungu. Þar tók við feiki löng brekka en ekki mjög brött suður af Háubungu. í brekkunni kom- um við að feikna mikilli jökul- sprungu sem var skáhallt á stefnu okkar. Við renndum okkur æði spöl meðfram sprungunni þar til kom- ið var að snjólofti á henni. Þar lét- um við okkur gossa yfir á mikilli ferð. Það tókst með ágætum, en segja má að það hafi verið nokk- ur glannaskapur að fara þessa leið, því þarna er mikið sprungu- svæði, en það var allt á kafi í snjó svona snemma sumars, utan þessi eina sprunga. Stefnan var á vest- anvert Grænafjall og nefnist sá hluti jökulsins sem við fórum nú um Djúpárbotnar. Sólskinið var alveg brennandi og speglunin frá snjónum þannig að hvergi mátti sjást í beran blett á okkur. Þó fór það þannig að ég brann á báðum úlnliðum vegna endurspeglun- ar af snjónum þar sem ég hélt um skíðastafina og líningarnar á treyjunni höfðu dregist eilítið upp á göngunni. Það vakti fljótt athygli okkar að það var eins og rauðleitri slikju slægi á jökulinn þarna og þegar nær dró sást að snjórinn var allur í smádældum sem urðu til vegna varma frá þörungum, sem lifðu að því er virtist góðu lífi þarna í sólskininu. Snjórinn var blautur og gangfærið því fremur erfitt. I vestri blasti Þórðarhyma við okkur og þar austuraf Nybba og Borgir. Við renndum okkur heillanga leið niður vestasta hluta Græna- fjalls, en þegar komið var svo langt niður að megnið af Græna- lóni var í sjónmáli, jókst brattinn mjög og landið auðnaðist. Var þá numið staðar og skyggnst um. Sást þá að svo hátt var í Grænalóni að vatnið náði langleiðina upp að Grænalóns- jökli sem kemur niður í Græna- lónslægðina norðvestan frá. Mjög var okkur og starsýnt á strandlín- urnar sunnan lónsins. Þær voru nefnilega tvær, við núverandi vatnsborð og síðan önnur miklu ofar, frá þeim tíma er vatnið úr Grænalóni féll til Núpsárdals, þar til eftir stóra hlaupið árið 1935 að vatnið hefur ekki náð eins hátt, áður en það hleypur undir Skeið- arárjökul í Súluhlaupum.Tvær ár runnu frá jöklinum út í lónið og vatnsflaumur á aurnum framan við jökulinn. Höfðum við ætlað að vaða árnar ef fært væri. Nú var það bersýnilega ekki hægt og varð að grípa til annarra ráða. Þetta þótti okkur Þórhalli meir en lítið bagalegt, því okkur fýsti að sjá ölkeldurnar sem eru neðst í vesturhlíðum Grænafjalls þarsemheitaTaumagil. Éghafði séð myndskreytta grein í tíma- ritinu Náttúrufrœðingurinn um ölkeldurnar og umhverfi þeirra og hélt sérstaklega upp á þetta eintak. Það var orðið áliðið dags og ákveðið að slá upp tjöldum þar sem komið var. Ekki var viðlit að f ara af fönn- um til þess arna, því alsstaðar var bara aur og leirdrulla þar sem snjólaust var. Var nú tjaldað á blautum snjónum og í ofanálag tók að rigna á okkur á meðan við vorum að koma okkur fyrir. Þetta var langversti gististaður okkar í ferðinni. Það voru nú áttatíu ár liðin frá því að Bretarnir Wigner og Muir gistu á Grænafjalli fyrstir manna svo vitað sé árið 1904. Líklegast höfum við verið númer tvö til að gista þar, því engar sögur hef ég af því að þeir sem komu þangað á árunum 1935,36 og 37 hafi gist þar. Þegar við skriðum úr pokunum á sjötta degi ferðarinnar var kom- ið ágætis veður. Sólin skein og vermdi og nú höfðum við orðið fullan skilning á því hvað það er þegar skiptast á skin og skúrir. Nú var snúið til baka upp fjallið aftur og hækk- uðum við okkur um það bil 200 metra og síðan var haldið í vest- ur yfir jökulruðninga norðvestan Grænafjalls og út á Grænalóns- jökul. Fjallið Geirvörtur blasti við og Hágöngur þar suðvestur af. t Ágætis skíðafæri var á Græna- lónsjökli og var brunað niður eft- ir jöklinum á mikilli ferð. Neðarlegaájöklinumvargríð- arlega stór steinn. Þar stoppuðum við, klifruðum upp á steininn og fengum okkur næringu. Steinn- inn var svo heitur af sólgeislun- inni að ekki var hægt að halda berum lófa á honum augnablik. Þarna hvíldumst við góða stund og nutum sólarinnar og ylsins frá steininum. Við tókum að gantast með það að gott væri að hafa svona stein til upphitunar á vetri komanda. Svo var enn haldið af stað og brátt fórum við suður af jöklinum skammt ofan við jökul- sporðinn og gengum þá á snjó í austur, efst upp á Núpsártanga, sem er sunnan Grænalóns. Þarna sást vel til Skeiðarárjök- uls og Skaftafellsfjalla. Þar voru Færinestindar næst og svo Þum- all og Miðfell. Til vinstri blöstu við suðurhlíðar Grænafjalls og gengur Grænafjallstagl austurúr fj allinu og innundir Skeiðarárjök- ul. Lítið var um gróður í Græna- fjalli og ekki lá í augum uppi af hverju fjallið heitir svo. Græna- lón var undir ís nema rétt vestast þar sem tvær jökulár féllu í það. Svo hallaði austuraf og kom- um við niður þar sem uppþorn- aður farvegurinn frá Grænalóni Sigurjón Antonsson er flestum \ Dalvíkingum sem komnir eru til | vits og ára vel kunnugur. Hann l w- 1 II ifife^ er fæddur og uppalinn á Dalvík | en hefur búið og starfað á Egils- i stöðum lengst af starfsævi sinn- 1 ar. Sigurjón sendi blaðinu þessa ferðasögu fyrir nokkru og hér L-.C /fe birtist annar hluti hennar. Á myndinni er greinarhöfundur, w " 1 Sigurjón Antonsson vígbúinnfyr- irjökulinn. Hvílst á steini suðaustan í Grœnalónsjökli. til Núpsár er. Þar var alveg snjó- laust og hægt að finna þurran blett til að tjalda á. Við tjölduðum á mel vestan farvegarins og tíndum steina úr melnum svo tjaldbotnarnir voru eins og á sléttu gólfi. Notuðum svo steinana á skarirnar. Nú brá nýrra við því ekki rigndi um kvöldið, en þoka lagð- ist á um nóttina. Næsta morgun var haldið áfram í austur og nú upp á fjallið Eggjar og síðan sveigt til suðurs í þoku. Eggjar eru vestan Skeiðarárjök- uls, sunnan Grænalóns og suður undir Súlutinda. Þverhnípi er niður að jöklinum, en vegna þok- unnar fórum við mjög á mis við þetta tröllaukna útsýni. Mjög var nú farið að sneyðast um snjó á leið okkar og urðum við að rekja okkur á milli auðra mela og þar kom þegar við fórum suður af Eggjum og niður úr þokunni að snjóinn þraut. Var þá farið af skíðunum og farangurinn lagður á hrygginn. Ég tók allt mitt hafurtask með, en hinir skildu lítilsháttar eftir, meðal annars þoturnar sem við höfðum dregið alla leið frá Kverkfjöllum. Var dótið urðað vandlega og merkt með vörðu því meiningin var að nálgast það síðar. Haldið var niður Súludal vestan Súlutinda og þá vestur yfir Bunkadal og niður á Vala- björg, sem eru austan suðurenda Núpsárdals. Nú var úr vöndu að ráða að komast niður björgin svona klyfjaðir. Þórhallur og Björn fóru niður snarbrattar gilskorur sem okkur Hrafnkeli leist ekkert á. Leituðum við fyrir okkur norður með brúnunum og fundum stórt og mikið gil sem var hin eina sanna upp eða niðurgönguleið. I gilinu voru stitrur úr sverum stálvír eftir einhverja ofurhuga sem komu bíl eftir þessu gili ára- tugum áður. Reyndar höfðum við séð hjólför eftir þá upp á björg- unum þar sem deiglent var. Slegið var upp tjöldum á sléttri gróinni flöt skammt sunnan gils- ins, steinsnar frá björgunum. Hellir var þar skammt frá. Dá- samlega er fallegt þarna og nú var stillt og bjart veður. Við strengdum heila siglínu upp í drang skammt frá tjald- stæðinu og hengdum þar á mik- ið af fatnaði til þerris. Einhver sagði að þetta myndi vera lengsta þvottasnúra á íslandi. Af því að svo mikið eldsneyti var ennþá eftir, þá var hitað vatn til að þvo svitastorkuna úr höf- uðhárum og andliti. Eftir að hafa nærst var kveiktur varðeldur og sungið og skálað í Henessy kon- íaki fyrir stórkostlegu ferðalagi yfirVatnajökul. Árla morguns 16. júní vöknuðum við í sól og blíðu. Við erum snemma á fótum og höldum nú léttklæddir inn Núpsárdal. Fljótlega verðum við varir við eftirför og hinkrum við. Þar voru komnir þeir Hannessynir pósts á Núpsstað og eru að svipast eft- ir tófuslóðum í moldarflögur og annarsstaðar þar sem spor kunna að sjást. Þeir spyrja hvaðan við séum að koma og segjumst við koma frá Egilsstöðum. Þá segjast þeir ekki hafa séð neinn bíl suður á söndum eða hvernig höfum við komið. Við segjum sem var að við höfum komið gangandi. Þeir bræður, Eyjólfur og Nikulás héldu víst að við værum að spauga þar til þeir sáu skíðin seinna um daginn. Þeir bræður fóru svo að stússa eitthvað í gangnakofa sem er innarlega í dalnum, en við héld- um áfram inn að Kálfsklifi, þar sem handstika þurfti sig upp snarbrattan hamravegg á keðju, sem var komið þarna fyrir 1902. Þaðan var stutt að Tvílita hyln- um þar sem Núpsá og Hvítá falla í myndarlegum fossum í sama hylinn. Áin heldur svo Núpsár- nafninu þar fyrir neðan. Við sáum steinbogann í Núps- árfossi. í bakaleiðinni gerði á okkur hitaskúr, en þá hafði ein- hver verið svo óforsjáll að breiða úr svefnpokanum sínum til að viðra hann fyrr um daginn. Var nú sprett úr spori til að bjarga pok- anum. Seinna komu þeir Núps- staðabræður til okkar og fórum við Þórhallur og Hrafnkell með þeim yfir Súlujökul, fyrir upptök Súlu þar sem hún gýs upp undan jöklinum. Jökullinn var sérlega ósléttur og sandorpinn og bleytt- um við félagar okkur allir í hægri fót við að vaða afrennsli af jökl- inum með sandbleytum. Við vörðuðum leiðina til að auðvelda okkur förina daginn eftir. Það var kominn sautjándi júní og héldum við af stað úr Núps- árdal klukkan níu um morgun- inn í suðaustan rigningu. í fyrstu var skjól af Valabjörgum og Súlu- jökli. Erfitt var að skrönglast með farangurinn yfir Súlujökul, en við nutum þess að hafa farið með þeim bræðrum daginn áður. Enginn bleytti sig í fætur á jökl- inum, en við urðum allir gegn- drepa áður en við náðum suður á þjóðveg austan Núpsvatna. Við fórum í þurr föt og borðuð- um undir brúnni á Núpsvötnum og svo var beðið eftir rútunni til Hafnar. Við Þórhallur vorum að þvælast uppi á veginum austan við brúarsporðinn þegar fólksbíll kom að vestan yfir brúna. Hann snarhemlaði þegar hann nálgað- ist okkun og við forðuðum okkur frá, því brúargólfið var fljúgandi hált í bleytunni. En þá kom í ljós að annar bíll var rétt á eftir og lenti aftan á þeim fyrri svo að plastbrotunum rigndi yfir okkur. Þeir stoppuðu svo og öku- mennirnir komu fáklæddir út í suðaustan garrann og rifust góða stund en urðu að hætta þegar kuldaskjálfti fór að fara um þá, settust þá inn í bílana og óku á brott. Við vorum greinilega komnir aftur í menninguna og nú fyrst lentum við í verulegum íífs- háska. Svo kom rútan og tók okk- ur með í Skaftafell og síðan til Homafjarðar þar sem gist var. Síðasta dag ferðarinnar var farið með rútubíl til Egilsstaða með viðkomu á Breiðdalsvík og um Breiðdalsheiði. Frá Kverkfjöll- um höfðum við getað látið vita af ferðumokkarmeðtalstöðinni,frá Grímsfjalli bar Vestmannaeyja- togari skilaboð frá okkur og frá Grænafjalli tók togari frá Breið- dalsvík skilaboð frá okkum. Svo skemmtilega vildi til að bróðir Þórhalls, sem var á þessu skipi, svaraði honum í talstöð- ina. Öll ferðin tók tíu daga, en fimm daga höfðum við verið að komast yfir Vatnajökul og sjötti dagurinn fór í að koma sér niður á jafnsléttu. Niðurlag og eftirmáli í nœsta blaði.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.