Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Byggðasaga * Þorvaldsdalur og innanverð Arskógsströnd Elín Ósk Hreiðarsdóttir Undanfarin ár hefur staðið yfir forn- leifaskráning í Dalvíkurbyggð. Fornleifastofnun íslands hefur haft það með höndum og lauk því verki á síðasta ári og nú í vetur kom út fjórða og síðasta skýrsla skráningarinnar sem unnin er af Elínu Ósk Flreiðarsdóttur fornleifa- fræðingi. Þessi skýrsla tekur yfir innan- verða Árskógsströnd og Þorvaldsdal og er þar að finna skráningu og uppdrætti af öllum fornum hleðslum, görðum og tóft- um á svæðinu, auk staða sem einhverjar fornar sagnir eða þjóðsögur tengjast. Þá er í skýrslunni allítarlegur kafli um byggða- sögu á þessu svæði þar sem gerð er tilraun til að rekja þróun byggðar frá landnámi. Norðurslóð hefur áður birt kafla úr skýrsl- um Fornleifastofnunar og munum við í næstu blöðum birta útdrátt af þessurn lo- kakafla byggðasögu Dalvíkurbyggðar. Hér verður fjallað um byggðarþróun á því svæði sem skráð var sumarið 2003, í Þorvaldsdal og um sunnanverða Árskógs- strönd að hreppamörkum. Áður hefur verið fjallað um þróun byggðar í öðrum hlutum Dalvíkurbyggðar og verður hér að hluta stuðst við fyrri skrif, þó sér í lagi uni- fjöllun um byggðarþróun á ytri hluta Ár- skógsstrandar er birtist í skýrslu 2003. Árskógsströnd markast í norðri af Hámundarstaðahálsi, sem var á merkj- unr Árskógsstrandar og Svarfaðardals áður en sveitarfélögin voru sameinuð í Dalvíkurbyggð. Undirlendi suðvestan Hámundarstaðaháls er takmarkað yst en eykst þegar innar dregur þar til um miðja strönd, við mynni Þorvaldsdals. Þar er undirlendi allmikið á eyfirskan mælikvarða eða allt að 3-4 km á breidd. Innan við Þorvaldsdal mjókkar undirlendi aftur að hreppamörkum þar sem hartnær ekkert undirlendi er við ströndina. Mikil sjósókn hefur lengi verið á þessum slóðum og góðar lendingar víða. Hugsanlegt er að það, ásarnt því að skógur hafi ekki verið eins þéttur á þessu svæði eins og austan hálsins hafi ráðið mestu um val fyrsta landnámsmannsins. Hauksbók Landnámu greinir frá land- námi Hámundar, en hún er yngri gerð en Sturlubók og talin þiggja efni um landnám í Eyjafirði úr glataðri íslendingasögu, Kræklingasögu. Samkvæmt henni eign- aðist Hámundur alla Galmaströnd „ok“ svæðið á milli Svarfaðardals og Hörgárdals en gaf Erni frænda sínum land utan við Reistará og seldi Þorvaldi jarðir milli Reistarár og Hörgár. Því er svo bætt við að Þorvaldsdalur sé kenndur við Þorvald þennan og þar hafi hann búið þó dalurinn sé alls ekki í landnámi hans. Samkvæmt Sturlubók miðlaði Hámund- ur löndum við Örn frænda sinn sem bjó í Arnarnesi, sem þó er í miðju land- námi Galms samkvæmt næsta kafla sem er í báðum gerðunum. f þeim kafla er Þorvaldur sagður sonur Galms og þar er hann sagður hafa búið í Þorvaldsdal áður en hann þáði lönd milli Reistarár og Hörgár að gjöf frá Hámundi. Samkvæmt Slurlubók hefur Árskógsströndin að mestu haldist í eigu afkomenda Arnars því samkvæmt henni bjuggu þar sonarsyn- ir Narfa Arnarsonar og barnabarnabörn Arnars, nánar tiltekið Narfi Ásbrandason á Hellu, Þorvalduur menni Eyjólfsson í Haga og Grímur Helgason í Kálfskinni. Það sem má ráða af þessum heimildum er að á 12. og 13. öld hal'i menn talið að elsta byggða ból austan Hámundarstaðaháls hafi verið Hámundarstaðir en fljótlega á eftir hafi byggst upp bær í Þorvaldsdal sem og Hella, Hagi og Kálfskinn. Athygli vekur að Landnáma minnist ekki á Árskóg en Þorvaldsdalsá sem Minni- og Stærri-Árskógur eru beggja vegna við, er nefnd sem landnámsmörk þó hún hafi hvorki skipl hreppum né sóknum á seinni öldum. Enginn bær á sunnanverðri Árskógs- strönd er nefndur sem mögulegt land- námsbýli. Að sögn Landnámabókar voru mörk landnáms Hámundar við Galm að sunnan um Þorvaldsdalsá og var því Árskógsströndin sunnanverð öll í land- námi Galms. Um landnám í Þorvaldsdal er erfitt að fullyrða og eru frásagnir af upphafi byggð- ar í dalnum í Landnámu brotakenndar. Hægt væri að setja fram þá kenningu að nijög snernma hafi verið tímabund- in byggð á dalnum sem hafi skilið eftir sig rústir og að í Landnámu sé reynt að skýra hverju þær sæta, þ.e. að Þorvaldur, sem reyndar nam land milli Reistarár og Hörgár hai'i upphaflega numið dalinn en síðar, af óskýrðum orsökum fært sig um set þegar annað land bauðst. ✓ Anokkra af þeirn bæjum sem skráðir voru sumarið 2003 er minnst í ís- lendingasögum og verður það að teljast vísbending um að þeir hafi snemma ver- ið byggðir. í Svarfdæla sögu er minnst á Birnunes og þar er sagður búa Hrani nokkur, bróðir Birnu, er nesið ber nafn af. Birna og Hrani voru samkvæmt sögunni börn Þorkötlu hinnar gömlu er Kötlufjall er við kennt en ekki eru þau systkin föð- urkennd og er fjölskyldunnar ekki getið í öðrum sögum en Svarfdælu. í Svarfdælu er Hrana getið í sambandi við vígaferli en þar segir frá því að hann hafi níðst á Þórarni nokkrum á Hellu og beitt upp á engjar hans og akra. Endaði með því að Þórarinn og Klaufi vógu Hrana á akri Þór- arins og fékk staðurinn heitið Hranaríki eftir það. I Valla-Ljóts sögu er sagt frá Þorvaldi í Haga sem giftur var Helgu Þórðardóttur frá Stokkahlöðum. Þorvaldur átti í deilun við Klæng Narfason sem bjó ásamt Eyjólfi bróður sínum í Hrísey. Deilurnar snerust um lög um rekarétt sem Þorvaldur hafði brotið á Klængi. Urðu málalyktir þær að Klængur vóg Þorvald í Haga. í Reykdæla sögu er gelið um Þorbjörn í Árskógi á Galmaströnd og koma synir hans Helgi og Steinn nokkuð við sögu, sem og dóttir hans Ástríður sem gift var Steingrími Örnólfssyni á Kroppi, dótt- ursyni Hámundar heljarskinns. Helgi og Steinn féllu báðir í bardögunr um 970 eftir þvi sem dæmt verður af sögunni. í Hávarðar sögu Isfirðings er sagt frá frændunum Þórhalli og Hávarði hinum halta. Þegar Hávarður var aldraður maður og hafði um langa hríð átt í illdeilum fyrir vestan segir sagan að hann hafi selt eigur sínar og sest að í Uxnadal í námunda við Svarfaðardal. Ekki eru menn á eitt sáttir hvar þessi bær muni hafa verið enda örnefnið týnt. Nokkrunr vetrum síðar bregður Hávarður búi og fer ásamt Þórhalli til Noregs og lætur skíra sig til kristinnar trúar. Þegar hann snéri heirn mun hann hafa tekið með sér kirkjuvið. Þegar heim var komið settist Hávarður að í Þórhallsdal, sem talið er að hljóti að vera Þorvaldsdalur, en býr þar stutt áður en hann tekur sótt og deyr. Hafði hann þá áður arfleitt Þórhall frænda sinn að eigum sínum og beðið hann að færa bústað sinn í ofanverðan Þórhallsdal, reisa þar kirkju og grafa sig við hana. Segir sagan að Þórhallur hafi brugðist skjótt við og reist bæ sinn á dalnum og nefnt hann „á Þórhallsstöðum". Ennfremur segir hún yEr ok svá sagt, at þá er kristni kom til Islands, at Þórhallr lét kirkju gera á bæ sínum af þeim við, er Hávarðr flutti hing- at. Varð þat it skrautligasta hús, ok var Hávarðr at þeirri kirkju grafin...“ Svarfdæla nefnir einnig til sögunnar Hávarð í Þorvaldsdal sem við fyrstu sýn mætti halda að væri hinn sami og getið er í Hávarðarsögu. Svarfdæla greinir hins vegar frá að Hávarður eigi tvo syni: Vigl'ús og Þorvald sem hvergi eru annarsstaðar nefndir. Samkvæmt Hávarðarsögu átti Hávarður einnig að hafa átt einn son sem hann missti snemma. Annað misræmi er það að Hávarður sá er í Svarfdælu er nefndur var uppi 70 árum fyrr en Stœrri Árskógur, Kötlufjall og mynni Þor- valdsdals. Hávarður Isfirðingur. Þetta misræmi veik- ir stoðir kenninga sem settar hafa verið fram um að sami höfundur hafi ritað bæði Svarfdælu og Hávarðarsögu ísfirðings. í Þorvaldsdal hafa varðveist bæjarheitin Hávarðarstaðir og Þórhallakot og gæti það tengst þessu sagnaminni þó athygli veki vissulega að Þórhallakot er utar á dalnum en Hávarðarstaðir, sem sam- kvæmt sögunni ætti að standa neðar. Á aðra bæi á svæðinu er ekki minnst í íslendingasögum og gefa þær því ekki góða vísbendingu um þróun landsnáms á svæðinu en segja lítið annað en að Þor- valdsdalur, Árskógur, Hagi og Birnunes hafi snemma verið komið í byggð. Reynd- ar má, eins og áður sagði, lesa það úr Landnámu og Islendingasögunum. Framhald í nœsta blaði. Fréttayfirlit mána Bakarísmótið í Brvis Stefán og Sigurbjörn sigruðu Stefán Steinsson og Sigurbjörn Hjörleifsson sigruðu á Bakrísmótinu í brús. í öðru sæti urðu Soffía Hreinsdóttir og Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir og þriðja sæti Jón Arnar Helgason og Jón Kristinn Árngrímsson. Spilað var á sex borðum og gaf veitingastað- urinn Bakaríið verðlaun á mótinu. niðurstöðu um að greidd skuli atkvæð um sameiningu neðangreindra sveitarfélaga Siglufjarðarkaupstaðar. Akureyrarkaupstaðar Ólafsfjarðarbæjar, Dalvíkurbyggðar,Arnarnes hrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgárbyggðar Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakka hrepps. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyri: að Grímsey sameinist hinum sveitarfélögunun í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um til lögur sameiningarnefndar fari víðast hvar fram laugardaginn 8. október 2005. Veðurklúbburinn á Dalbœ: Blíðviðri framundan I frétt frá Veðurklúbbnum á Dalbæ segir að félagar hafi spáð því í marslok að apríl yrði rysjóttur lengst af, sem hann hefur verið, þó nú sé komin blíða. Einn klúbbfélaga dreymdi að hann væri í heyskap í brakandi þurrki og taðan orðin hálf- þurr. Það túlkuðu klúbbfélagar svo að blíðuveð- ur yrði áfram miðað við árstíma með sunnan- og suðaustanáttum. Einn klúbbfélagi taldi að eitthvert smáhret kæmi fyrir hvítasunnuna. Þá kom eitt sérálit fram hvað langtímaspá snertir og það var á þá leið að í vor og sumar yrði mjög gott veður Norðanlands og ekkert vorhret. Kosið um sameiningu 8. október Nefnd um sameiningu sveitarfélaga hefur nú sent frá sér lokatillögur sínar. í tillögunum segir m.a. að nefndin hafi kornist að samhljóða Björgvin íþrótta- maður UMSE Á ársþingi UMSE voru m.a. veit ýmis verðlaun o| viðurkenningar. og kynnt úrslit kjöri íþróttamann: UMSE. Úrslit urðt þau að í fyrsta sæti varð Björgvin Björgvinssor Skíðafélagi Dalvíkur, í öðru sæti Ebba Karer Garðarsdóttir, í þriðja sæti Þorgerður J. Svein bjarnardóttir og í fjórða sæti Agnar Snorr Stefánsson. ✓ Osk um einkaskóla hafnað Bæjarráð Dalvíkur hefur hafnað erindi un

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.