Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Má ég kynna? Mannrækt og mario- nettur á Þverá í Skíðadal / Þverá í Skíðadal búa hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir Þverá féll sem kunnugt er úr tölu bújarða nokkru fyrir síðustu aldamót og var um tíma eyðibýli. Tún og útihús voru og eru þó nytjuð af Óskari í Dæli sem á jörðina. Bernd og Hildur fluttu að Þverá í júní 2003. Þau eru ein þeirra athafnasömu einstaklinga sem kosið hafa að leita út úr borgarysnum og sest að hér í sveit á síð- ustu árum en stunda vinnu annars staðar. Bernd er brúðuleikhúsmaður og er mik- ið á ferðinni í Evrópu og Ameríku með brúðuleikhús sitt. Raunar ætti að vera óþarfi að kynna hann hér því segja má að hann hafi í vetur tekið íslenskt leikhús með trompi og slegið í gegn, fyrst í sýningunni Klaufar og Kóngsdœtur í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á ævintýrum H. C. Andersen og núna í öllu miskunnarlausari leiksýn- ingu Koddamanninum. í gamla yfirgefna loðdýraskálanum á Þverá gefur nú að líta sannkallað ævintýraland þar sem er smíðaverk- stæði brúðugerðarmannsins, skrifstofa og æfingaraðstaða. Þar situr hann og smíðar, teiknar, skrifar leikrit og æfir næstu sýn- ingar. Þarna eru brúður af öllum gerðum hangandi uppi innan um smíðaverkfæri af ýmsum toga og allt í röð og reglu. Og í æfingarherberginu er fjölskrúðugt safn hljóðfæra ásamt myndum og bókum sem tengjast listgreininni. En hvers vegna Þverá í Skíðadal af öllum stöðum á jörðinni? Hildur: „Húsabakkaskóli. Hann spilar þar stóran þátt en reyndar ekki bara skól- inn. Við höfðum um nokkurn tíma verið að svipast um eftir stað utan Reykjavíkur til að setjast að á. Bernd var með leik- sýningu í Húsabakkaskóla árið 2001. Þá var Myriam Dalstein kennari við skólann og hún bauð honum heim í Skeið í kaffi. Bernd heillaðist af dalnum, fjöllunum og arins i einkaskóla í Húsabakkaskóla. Fylgjendur : skólans segja niðurstöðuna mikil vonbrigði og lýsa efasemdum um að Dalvíkurskóli uppfylli lagaskyldur um aðbúnað. Bæjaryfirvöld segja , hins vegar að Dalvíkurskóli verði nánast fuíl- setinn eftir að nemendur Húsabakkaskóla sam- r einast skólanum og að skólinn muni uppfylla í kröfur um stærð og um lágmarksaðbúnað. ! Tilraun 90 ára i Fyrir skömmu fögnuðu félagar í kvenfélaginu 1 Tilraun í Svarfaðardal 90 ára afmæli félagsins, 1 og var boðið til hátíðarkvöldverðar að Rimum þar sem ýmislegt var til gamans gert. i Kvenfélagið Tilraun var stofnað 1. apríl 1915 á þinghúsinu að Grund, en helsti hvatamaður- inn að stofnun félagsins var Jónína Sigurðar- dóttir frá Lækjarmóti. Á stofnfundinn mættu 27 konur, en 6 aðr- ar bættust skömmu síðar í félagið og teljast til stofnenda. kraftinum sem hér er. Það skipti engum togum, hann hringdi í mig og tilkynnti mér að hann væri búinn að finna sveitina okk- ar og sagði mér að koma. Ég hoppaði upp í næstu vél og sannfærðist um leið og ég kom í Svarfaðardal. Þá fórum við bara að leita, við gerðum tilboð í Syðra Garðshorn og kíktum á fleiri staði en á endanum kom Þverá upp í hendurnar á okkur. Helst vild- um við kaupa staðinn en hann er víst ekki til sölu." Hildur er Reykvíkingur í húð og hár, alin upp í Laugarnesinu. Hún segist samt augljóslega vera með einhver sveitagen í sér. Því til staðfestu segist hún hafa labbað sig 12 ára gömul niður á Bændablað og auglýst þar eftir sveitaheimili til að kom- ast á. Næstu 4 sumur var hún í sveit. Hildur lærði sálfræði og viðskiptafræði í Háskóla íslands og hefur undanfarin 4 ár starfað sjálfstætt við ýmiss konar ráðgjöf og hald- ið sjálfstyrkingarnámskeið. M.a. hefur hún unnið með hugmyndir sem lúta að aga og virðingu í skólum og leikskólum. Þá hefur hún alla tíð haft áhuga á mannrækt af ölL um toga og haldið námskeið á því sviði. í desember árið 2000 varð lenti hún í alvar- legu bílslysi sem hafði afgerandi áhrif á heilsu hennar og starfsgetu. „Það var í rauninni ekki fyrr en ég kom í Skíðadal sem mér fór að batna,“ segir hún. Hún sækir nú brautargengis- námskeið fyrir konur á vegum Impru og vinnur þar með ákveðna hugmynd þessa dagana. Það er vefurinn Mannrœkt.is sem hefur að geyma upplýsingar og umfjöllun um mannrækt, óhefðbundnar lækningar og allt milli himins og jarðar sem tekur til óformlega heilbrigðisgeirans. Hildur seg- ist stefna að því að opna vefinn 1. okt n.k. Bernd er klassískt menntaður tónlist- armaður, píanóleikari og spilar raunar á flest hljóðfæri en einnig hefur hann lært náttúrulækningar í heimalandi sínu. Hann á reyndar í nokkrum vandræðum með að svara því hvaðan hann sé en segist þó vera þýskur fyrst og fremst. Ættarnafnið er að vísu pólskt og hann hefur auk þess búið langdvölum í Bandaríkjunum. Hann kom til Islands árið 1982 á leið sinni yfir hafið, vann í frystihúsi í 3 mánuði og þvældist á puttanum um landið með gítarinn á bakinu. Sigldi síðan með fraktskipi til Ameríku en ísland bjó áfram í hjarta hans. Hingað kom hann aftur 1985 og bjó hér næstu 5 árin. Á þeim tíma bjó hann til sitt fyrsta brúðuleikhús og brúðuna Pappírs- Pésa sem varð að heilli bíómynd áður en yfir lauk. Þar með var teningunum kastað og brúðuleikhúsið hefur verið vettvangur hans undanfarin 20 ár. Bernd er sjálf- menntaður brúðumaður. Hann segist ekki vera mikill skólamaður. Hann viðaði að sér öllu sem varðaði brúðuleikhús og lærði að smíða leikbrúður eftir bókum. Hann drakk í sig allt þeim viðkomandi og fylgdist vel með í „brúðuleikhúsheimin- um“. Það blandast engum hugur um það sem sér Bernd og brúðuleikhús hans að hér er á ferðinni afburðalistamaður í sinni grein. Viðamesta verkefni hans til þessa er kvikmyndin Strings sem siglir nú hrað- byri um kvikmyndahús austan hafs og vestan og raunar víðast hvar nema á íslandi. Leikstjóri myndarinnar Anders Rpnnow-Klarlund hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum að gera kvik- mynd þar sem einvörðungu yrði notast við strengjabrúður (marionettur). Allt var í rauninni til reiðu en leikstjórinn var lengi að finna nógu snjallan brúðustjórnanda til að stjórna þeim þætti verksins. Anders og hans menn skoðuðu sýningar á helstu brúðuleikhúshátíðum heims og fóru m.a. til háborgar brúðuleikhússins, Prag, til að leita að rétta manninum til verksins. Ekki fundu þeir neinn í brúðuleikhúslífi Hildur og Bernd á Þverá. Yfir gnœfir Gloppuhnjúkur. Pragborgar sem þeir vildu en aftur á móti sáu þeir sýningu hjá Bernd Ogrodnik og hann var upp frá því þeirra maður. Strings er gríðarlega viðamikið verkefni, 200 manns unnu við gerð myndarinnar og kostnaðurinn var um 4 milljónir evra (um 350 milljónir íslenskra króna). Þeim sem vilja vita meira skal bent á www.strings- themovie.com Bernd og Hildur eiga hvort um sig tvö börn frá fyrri hjónaböndum. Börn Bernds heita Ronja (14) og Beorn (11). Þau búa hjá móður sinni í Bandaríkjunum en raunar munu þau bæði dvelja hjá föður sínum næsta vetur og stunda nám í Dal- víkurskóla. Börn Hildar eru Elín (16) sem kláraði 10. bekk á Dalvík í fyrra og var í MH sl. vetur og Viggó (13) sem er í Húsabakkaskóla. Bernd og Hildur giftu sig á Þverá sl. sumar. Bernd segisl hafa verið á ferð um heirn- inn í 22 ár en nú geti hann ekki hugsað sér annan stað að búa á en Þverá. Hér getur hann sest niður í kyrrð eftir erilssamar sýningarferðir, íhugað og undirbúið næstu sýningar. Draumur hans er að í stað þess að ferðast um geti hann í auknum mæli fengið fólk til að koma hingað til að njóta þess sem hann og þau hjónin hafa upp á að bjóða. „Það er einhver ótrúlegur kraftur hérna sem ég finn hvergi annars staðar,“ segir hann. „Fjöllin hér hafa þann eiginleika að vera umvefjandi en ekki aðþrengjandi.“ Hildur bætir við: „Við erum reyndar með ákveðna hugmynd sem okkur lang- ar að gera að veruleika hér. Við getum kallað hana Lista- og mannrœktarmiðstöð í Skíðadal. Vonandi verður hún að veru- leika fljótlega.“ Norðurslóð þakkar spjallið. Tréverk hf. sendir bestu sumarkveðjur til starfsfólks og viðskiptavina og þakkar samstarfið á liðnum vetri l?évei»k ehf.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.