Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírn Á skírdag 24. mars 2005 var Sindri skírður að heimili sínu, Aðal- götu 8 Hauganesi. Foreldrar hans eru Gerða Jóhannesdóttir og Ásgeir Eyþór Garðarsson. Prestur var séra Sólveig Lára Guð- mundsdóttir. Afmæli Þann 2. apríl sl. varð 80 ára Hörður Sigfússon Goðabraut, 16 Dalvík. Þann 15. apríl sl. varð 85 ára Anton Guðlaugsson Karlsbraut 13, Dalvík. Þann 11. apríl sl. varð 70 ára Arngrímur Kristinsson Miðkoti, Dalvík. Þann 23. apríl sl. varð 75 ára Vilhjálmur Þórsson Karlsbraut 26, Dalvík. Þann 23. apríl s.l. varð 75 ára Hörður Kristgeirsson Smáravegi 7, Dalvík Ferming Hátíðarmessa og ferming verður í Stærra-Árskógskirkju á hvíta- sitnnudag 15. maí 2005 kl. 11. Fermd verða: Árni Hallur Júlíusson, Engihlíð Árskógsströnd Ellen Oladóttir, Stærra-Árskógi, Árskógsströnd Kristján Eldjárn Sveinsson, Krossum 2, Árskógsströnd Petra Breiðfjörð Tryggvadóttir, Öldugötu 11, Árskógssandi Sigurður Marinó Kristjánsson, Klapparstíg 3, Hauganesi Sigurður Bragi Olafsson, Ægisgötu 13, Árskógssandi Sigurður Svavar Svavarsson, Aðalgötu 7, Hauganesi Stefán Páll Stefánsson, Lyngholti 1, Hauganesi Steinþór Wendel Steinþórsson, Öldugötu 6, Árskógssandi Þórir Leó Pétursson, Aðalbraut 11, Árskógssandi Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 21. mars sl. andaðist á dvalarheimili aldr- aðra á Akureyri, Erika Jóhannsson frá Hlíð í Skíðadal. Erika var fædd 27 júní 1921 í Wiesau í Neðri Slesíu, sem þá tilheyrði Austur-Þýskalandi. Hún kom til íslands með Esjunni frá Hamborg árið 1949 ásamt á annað hundrað öðrum þýsk- um stúlkum sem réðu sig í kaupavinnu til ís- lands vegna erfiðra atvinnumöguleika og upp- lausnar í Þýskalandi eftir stríðið. Fyrstu þrjú árin á íslandi var hún á Melum í Melasveit í Borg- arfirði við venjuleg sveitastörf. Árið 1952 flutti hún að Hlíð í Skíð- adal sem væntanleg eiginkona Alexanders Jóhannssonar sem bjó þar ásamt systkinum sínum Friðbirni og Þóreyju. Alexander var barnakennari að atvinnu og stundaði kennslu á vetrum en bjó búi sínu í Hlíð að sumrinu. Hann var meðal annars kennari á Innsta- landi í Skarðshreppi í Skagafirði, Hólum í Hjaltadal, Hrísey og Laugalandi í Eyjafirði, þar var hann kennari og síðar skólastjóri þar til hann veiktist skyndilega og lést árið 1983. Erika fylgdi manni sínum í skólana á haustin, sá um matseld og annað tilheyr- andi, kenndi handavinnu, hún var mikil hannyrðakona listfeng og smekkleg. Eftir lát Alexanders flutti Erika til Akureyrar og bjó þar til dauðadags. Útför hennar fór fram frá Höfðakapellu Akureyri 1. apríl síð- astliðinn. Hún var jarðsett í Vallakirkjugarði. Prestur var séra Svavar Jónsson. ívar Páll Ársælsson Hlíðarlandi Árskógsströnd lést af slysförum 23. mars. Hann var fæddur 1. júní 1986 og var jarðsunginn frá Stærri- Árskógskirkju 2. aprfl 2005. Foreldrar ívars Páls eru Erla Geirsdóttir og Ársæll Alfreðsson. Systkini hans eru Fjölnir Örn og Karítas Ósk. Áskriftarsími - 4661300 Sigur í síðasta leik Deildarbikarsins Leiftur/Dalvík sigraði Hvöt í Boganum á Akureyri um helgina í síöasta deildarbikarleiknum. Leiknum lauk með 2-0 sigri L/D og skoruðu Jón Örvar Eiríksson og Garðar Marvin Hafsteinsson mörkin. Leikurinn var fremur slakur í fyrri hálfleik, og staðan í leikhléi 0-0. Snemma í síðari hálfleik var William Geir rekinn útaf og þá var eins og leikmenn L/D tækju sig saman í andlitinu og fóru að spila „af viti“. Raunar má segja að L/D hafi yfirspilað Hvöt í seinni hálfleik og uppskeran varð 2 mörk. Engu að síður góður sigur og Deildarbikarkeppninni lokið þetta árið. Leiftur/Dalvík endaði í þriðja sæti síns riðils með sjö stig. Fjarð- arbyggð varð efst með 12 stig og Huginn í 2. sæti með 10 stig. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverj- ar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. I i ' ’1 f,11 Nr. 1055. Tunnuhaki. J ^---------------- Mynd 30. Hvað er þetta? Brauöakinka Tilboðsverð 1396 Verð áður 1995 kr/kg Gourmet lærisneiðar Tilboðsverð 748 Verð áður 499 afsláttur á kassa Verð áður 1068 kr/kg Old West grisarif Borgameskjötvörur grísahnakki úrbeinaður medit. Samkaup Iún/ai

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.