Norðurslóð - 20.06.2013, Síða 2

Norðurslóð - 20.06.2013, Síða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@simnet.is / nordurslod@simnet.is - sími: 8618884 Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri Bæjarfjall 1. júní 1994-2013 Bæjarfjallið ofan Dalvíkur breytist í sífellu eftir veðri, árstíðum og birtuskilyrðum. Hafsteinn Pálsson í Miðkoti er ástríðumaður um marga hluti og ein ástríðan er ljósmyndun. Heima í Miðkoti á hann um 90 albúm fúll af Ijósmyndum sem eru og verða stórmerk heimild um samtímann hér á Dalvík sem brátt verður að fortíð og sveitunga og samferðafólk sem tínir jafnt og þétt tölunni eins og lögmál lífsins segir til um. Hafsteinn hefúr haft þann sið um árabil að taka myndir af Bæjarfjallinu frá sama blettinum við Miðkot við ýmsar aðstæður allt árið um kring. Og þó myndimar skipti orðið hundruðum eru engar tvær eins. Hafsteinn hefur m.a. haft fyrir reglu að ljósmynda Bæjarfjallið þann 1. júní ár hvert eða sem næst þeim degi ef fjallasýn eða aðrar aðstæður hafa ekki boðið upp á slíkt nákvæmlega þann dag. Norðurslóð tók að kveldi 17. júní hús á Hafsteini og fékk að skanna inn þessar myndir lesendum til skemmtunar og fróðleiks. Sagt er að mynd geti segt meira en þúsund orð og víst er það að myndir Hafsteins gefa tilefni til margháttaðra bollalegginga um breytilegt árferði, snjóalög, sprettu og annað. Hér til hliðar gefúr að líta hinar mörgu ásjónur Bæjarljalls eins og þær hafa birst Hafsteini og myndavél hans sem næst fyrsta degi júnímánaðar ár hvert á 20 ára tímabili, 1994-2013.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.