Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 25. JÚLÍ. 2013 7. TÖLUBLAD Þessa œgifögru sumamœturmynd tók Haukur Snorrason á dögunum ogfærði Frey Antonssyni útgerðarmanni hvalaskoðunarbátanna Mána og Draums að gjöf. Ný ókeypis göngukort Út eru komin ný göngukort fyrir Dalvík og nágrenni sem dreift er ókeypis til ferðafólks og annarra sem áhuga hafa á stuttum göngum í grennd við Dalvík. Kortið er unnið af Dalvíkurbyggð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla. Að sögn Margrétar Víkingsdóttur upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar hefur orðið áberandi aukning í fyrirspurnum eftir léttum stikuðum gönguleiðum. „Fólk sem kemur og vill eyða hér dagparti spyr gjarnan um stuttar gönguleiðir sem hægt er að ganga án mikillar fyrirhafnar. Við ákváðum því að svara þessari þörf og gefa út svona kort. Samhliða hafa ferðafélagsmenn stikað leiðir sem ekki voru þegar stikaðar". Kortið hefur mælst vel fyrir meðal starfsfólks í ferðaþjónustunni sem stöðugt þarf að svara spurningum af þessum toga en getur núna rétt fólki kortið og gönguleiðirnar nánast á silfurfati. Kortið er á íslensku og ensku á því sjást hinar og þessar stikaðar gönguleiðir í grennd við Dalvík og þar er einnig að finna GPS-punkta fyrir leiðirnar. Gríðarleg aukning hefur orðið á ferðum gönguhópa í fjalllendinu hér á undanförnum árum. I síðustu viku var fjöldi gönguhópa í fjöllunum í kring um dalinn, sumir með leiðsögn og aðrir á eigin vegum. Strandveiði Júlíkvótinn búinn Strandveiðum á svæði B frá Strandabyggð að Grýtubakkahreppi var hætt þann 18. júlí sl og hefjast ekki aftur fyrr en í ágúst. Bátar héðan öfluðu vel síðustu dagana fyrir lokun og náðu fiestir afiahámarki fyrir daginn sem er um 774 kg af óslægðum þorski að sögn Óla Þórs Jóhannssonar hafnarvarðar. Veiðarnar fóru hægt af stað og vantaði um 100 tonn upp á að kvótinn fyrir júnímánuð næðist á svæði B. Sá kvóti fluttist yfir í júlí og nú er sá kvóti sem sagt upp veiddur. Kvótinn fyrir ágúst er um 300 tonn og verður væntanlega fiótveiddur, kannski strax fyrstu vikuna. Björgvin, Björgúlfur og Kaldbakur hafa landað til skiptis þorski í Dalvíkurhöfn. Kaldbakur fór á makríl um miðjan mánuð og nú er Björgúlfur einnig komin á makríl vestur fyrir Breiðafjörð. Sumarlokun frystihússins hefst núna í vikunni og verður lokað fram yfir fiskidag. Fiskidagurinn nálgast Biskupinn og Freddy Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Freddy Mercury koma hvort með sínum hœtti að fiskidagshelginni Fiskidagurinn mikli verður haldinn á Dalvík í þrettánda sinn þann 10. ágúst nk. og er allur undirbúningur vel á veg kominn. Júlíus Júlíusson fiskidagskóngur segir erfitt að taka út einhverja dagskrárliði sem hápunkta þessa fiskidags. Von er á biskupi íslands séra Agnesi Sigurðardóttur til að blessa samkomuna á föstudagskvöldið. „Vonandi kemur hún í þetta sinn. I fyrra varð hún að hætta við og við urðum að kalla út „biskupslíki"en nú á ég von á að við höfum alvöru biskup á svæðinu". Samherji fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og mun að því tilefni bjóða gestum Fiskidagsins upp á Freddy Mercury heiðurstónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í Eldborgarsal Hörpu og Hofi í fyrra. Nú verða tónleikarnir settir upp með fullum mannskap og tæknibúnaði við höfnina á Dalvík og skarta m.a. þrem dalvískum stórstjörnum; Eyþóri Inga, Matta Matt og Friðriki Omari auk Eiríks Haukssonar og Huldu Bjarkar Garðarsdóttur. Eftir tónleikana býður Samherji upp á flugeldasýningu sem væntanlega verður vel í lögð í tilefni afmælisins. Ýmis fleiri nýmæli verða þessa fiskidaghelgi sem of langt mál er upp að telja. Heimasíða fiskidagsins er www.fiskidagur. muna.is Sparisjóðir Svarfdæla og Þórshafnar sameinast Dómsmáli 29 stofnjjáreigenda lokið með sátt Sparisjóður Norðurlands heitir nýr sparisjóður sem til varð eftir sameiningu Sparisjóðs Svarfdæla og Sparisjóðs Þórshafnar. Samruninn var samþykktur á aðalfundum beggja sjóðanna sem fram fóru þann 4. júlí sl. Þar með lýkur væntanlega 129 ára sögu Sparisjóðs Svarfdæla og 70 ára sögu Sparisjóðs Þórshafnar. Jónas Sparisjóðsstjóri Sameining sjóðanna hefur verið í undirbúningi frá ársbyrjun skv. fréttatilkynningu. Þar kemur einnig fram að enn frekari sameiningar séu í skoðun. Starfsstöðvar nýja sjóðsins eru fimm; á Dalvík, Þórshöfn, Kópaskeri, Hrísey og Raufarhöfn. Stjórn sjóðsins er skipuð Hólmgeiri Karlssyni, stjórnarformanni, Auði Hörn Freysdóttur, varaformanni, Sigurði Skúla Bergssyni, Jóni Inga Sveinssyni og Kristínu Kristjánsdóttur. Starfsmenn Sparisjóðs Norðurlands eru nú sautján. Heildareignir Sparisjóðs Norðurlands eru um 6.000 milljónir, eigið fé um 530 milljónir og eignarhlutfallið 16,3 %. Höfuðstöðvar Sparisjóðs Norðurlands verða á Dalvík og mun Jónas Mikael Pértursson gegna starfi Sparisjóðsstjóra. Ragnar Þorgeirsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn verður útibússtjóri þar og staðgengill sparisjóðsstjóra. Hólmgeir Karlsson segir að með þessum gjörningi sé stigið stórt skref til að verja sparisjóðakerfið. Það sem mestu skiptir er að með samruna sjóðanna tveggja eykst til muna útlánageta þeirra og um leið sparast umtalsverðar upphæðir í rekstri sjóðanna, eða 30-35 milljónir árlega sem eingöngu sé tilkominn vegna sparnaðar í opinberum gjöldum, kostnaði við endurskoðun og kostnaði til eftirlitsaðila ásamt því að fækkað er um eina stjórn. "Meginverkefni þessa sparisjóðs verður að ná að virkja betur á ný nærsamfélögin bæði á Þórshafnar- og Dalvíkursvæðinu. Okkur sem að þessu störfum er ljóst mikilvægi þess að fá sparisjóðina til að vaxa og eflast á ný með þeirri hugmyndafræði þeirra að geta ræktað og sinnt betur en nokkur önnur fjármálastofnun sínu nærsamfélög í hinum dreifðari byggðum" segir Hólmgeir. Fallið frá dómsmáli Máli 29 stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarfdæla gegn sjóðnum og fyrrverandi stjrón hans var í tengslum við sameiningu sjóðanna lokið með sáttagjörð. Þetta voru þeir aðilar sem ekki tóku lán hjá Saga Capital á sínum tíma og fengu þar af leiðandi ekki afskrift lána sinna í janúar 2012. Sáttatilboðið kom frá Sparisjóði Þórshafnar og var svipað því sem þessum aðilum var boðið þegar Sparisjóður Höfðhverfinga gerði tilboð í SPSV í jan sl. en því tilboði var hafnað. Segja má að með sáttinni fái hver og einn þessara 29 aðila 35-40% af höfuðstóli, þ.e, upphaflegu verði hlutarins. Af 3.500.000 kr hlut fást þannig 1,3- 1,4 millj. kr. til baka svo fremi sem fallið verði frá málshöfðun. Sáttin er gerð utan réttar og skapar því ekki réttarfordæmi. Opnunartimi Mán.-fös. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup f utrvaL

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.