Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 3
3 - Norðurslóð Þyrluskíðakapphlaup á Tröllaskaga Rætt við Jökul Bergmann jjallaskíðafrömuð Jökull Bergmann Jökull Bergmann fjallaleiðsögu- maður og ferðafrömuður á Klængshóli í Skíðadal er ekki alltaf heima hjá sér á þessum tíma árs. Þegar Norðurslóð hringdi í hann á fimmtudaginn var hann nýkominn frá Georgíu þar sem hann fór til ráðgjafar um verkferla, öryggismál, markaðsmál og aðra uppbyggingu á þyrluskíðafyrirtæki sem starfar í Kákásusfjöllum. Jökull segist oft sinna slíkum ráðgjafarstörfum bæði fyrir fyrirtæki og sveitarfélög víða um heirn. Daginneftirvarhannaðleggja upp í kynningar-, og markaðsferð fyrir fyrirtæki sitt, Arctic Heli Skiing, til nokkurra landa í Evrópu og til Japan. Þess á milli sendist hann í fjallaleiðsögumennsku út um allar þorpagrundir þangað til skíðavertíðin byrjar aftur hér á Tröllaskaga eftir áramótin. Eftirtektarverð uppbygging Markviss og skjót uppbygging fyrirtækis Jökuls á sviði fjalla- og þyrluskíðamennsku hefur vakið verðskuldaða athygli víða og komið Tröllaskaga á heimskortið sem sérlega áhugaverðan áfangastað fyrir ijallaskíðamenn, jafnt þeirra sem kjósa að ganga á fjöll og skíða niður eða hinna sem efni hafa á að nýta sér þyrlurtil þeirra hluta. Jökull segir þyrluskíðun ekki vera í neinni sókn á heimsvísu. Mikill vöxtur var fram til 2006-7. Eftir það varð mikil lægð í greininni en á síðustu árum hefur hún aftur verið að rétta úr kútnum. Mörg stór fyrirtæki fóru illa í þeirri niðursveiflu. Jafn og stígandi uppgangur á útgerð -inni á Klængshóli sé því eðlilegur í ljósi þess að uppbyggingin hefst þegar lægðin er mest á heimsvísu og síðan hafi leiðin legið upp á við. „Svona ferðamennska fylgir ekki venjulegum hagsveiflum einfaldlega vegna þess að það er fámennur hópur sem á nóg af peningum fyrir þetta og enn fámennari hópur sem bæði á nóg af peningum og er þar að auki góður á skíðum. Við erum að tala um þetta eina prósent sem stendur utan og ofan við allar efnahagssveiflur en ekki fólk eins og mig og þig.“ segir Jökull. A Klængshóli hafa risið hvert húsið á fætur öðru í tengslum við skíðaútgerðina. Baðhús og nuddstofa reis þar 2011.1 ársbyrjun 2012 voru tekin í notkun tvö gestahús með fjórum tveggja manna lúxusherbergjum og núna hafa bæst við tvö hús með fjórum herbergjum til viðbótar. Hvert herbergi er á tveimn hæðum þannig að gestimir geta sofið í sitthvom rúminu og verið alveg prívat ef þvi er að skipta. Jökull segir að í fjallaskíðabransanum sofí yfirleitt hver í sínu rúmi. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt í ferðaþjónustu að vera eingöngu með eins manns herbergi. Síðasta framkvæmdin á Klængshóli var endurbygging gömlu fjárhúshlöðunnar. Sett var upp milligólf í helmingi hlöðunnar. A neðri hæð er rými fyrir skíðabúnað, verkstæði, skíðalager og annað sem við kemur ljallaskíðamennskunni. Þar er aðstaða til að skipta um föt og einnig setustofa þar sem gestir geti sest niður með snittur og bjór, spjallað og látið líða úr sér eftir langan skíðadag. Einnig er þar verslun - lítið útibú frá Fjallakofanum. A efri hæð er stór salur þar sem boðið er upp á jóga og teygjuæfmgar. Gestir nýta sér salinn gjaman fyrir morgunmatinn til að gera léttar teygjuæfmgar og koma sér í gang. Salurinn hentar einnig fyrir fundi, litlar ráðstefnur og slíkar samkomur ef því er að skipta. I hinum helmingi hlöðunnar er nú verið að ganga frá aðstöðu fyrir starfsfólk. Mikil velta Utgerð eins og sú sem rekin er á Klængshóli þarf margt starfsfólk. Að sögn Jökuls em að jafnaði 16 gestir á staðnum yfir háannatímann og annað eins af starfsfólki sem kemur að rekstrinum. I þeim hópi em leiðsögumenn, þyrluflugmenn, þjónar og matreiðslufólk, nuddari ofl. Starfsfólkið kemur sumt langt að en einnig em heimamenn í þeim hópi. M.a. starfar þar á annatímum fólk af nánast öllum bæjum í Skíðadal. Skíðafólkið gistir raunar víðar en á Klængshóli þannig að starfsemin skapar störf og tekjur viðar á svæðinu. Líklega hefði engan grunað fyrir 10 ámm að afdalabærinn Klængshóll yrði í framtíðinni meiriháttar atvinnuveitandi á svæðinu og velti meiri fjármunum með ferðaþjónustu en allar bújarðir dalsins samanlagt í hefðbundnum landbúnaði. Ekki gmnaði heldur neinn að snjórinn í fjöllunum gæti staðið undir slíkri verðmætasköpun. Blaðamaður spyr Jökul hvor það sé rétt að hann hafi aldrei tekið bankalán fyrir framkvæmdum og hann staðfestir að svo sé. „Hins vegar hafa fjársterkir erlendir aðilar lagt verkefninu lið“ bætir hann við. Heimarafstöð Nú áformar Jökull að virkja Bæjarána svokölluðu og koma upp heimarafstöð. Gerðar hafa verið forkannanir á hagkvæmni slíkrar stöðvar og niðurstöðumar eru afgerandi. Jökull segir að með góðu móti megi ná út úr Bæjaránni 100 kílóvattstundum af rafmagni sem er vel umfram orkuþörf á Klængshóli í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur verið á dagskrá í mörg ár að fara í að virkja en þörfin fyrir gisti- og þjónusturými hefur sett þá framkvæmd aftar á forgangslistann. Það er náttúmlega mikill kostnaður sem fylgir því að vera hitaveitulaus frammi í Skíðadalsbotni með öll þessi hús og ég tala nú ekki um ef maður vill bjóða upp á heita potta og annað sem hitaveitufólk býr við og lítur á sem sjálfsagðan hlut. Klængshóll nýtur engrar þjónustu eins og hitaveitu, bundins slitlags o.þ.h. og það er dýrt að búa þar, mikill kostnaður vegna snjómoksturs og langar akstursvegalengdir. Þannig að maður þarf að hugsa um sjálfan sig þegar kemur að rafmagni. Og það er ekki bara gott ljárhagslega að framleiða eigið rafmagn heldur líka gott og jákvætt að vera sjálfbær um orku og geta deilt henni í kring um sig ef nóg er af henni“. Fleiri um hituna Nú er komin upp samkeppni um þyrluskíðaútgerð á utanverðum Tröllaskaga. I Það minnsta þrír aðrir aðilar hafa nú uppi áform um að hefja slíka útgerð. S.l. vor varð nokkur umræða í tjölmiðlum um hvort samningar Jökuls við Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahrepp og fleiri landeigendur á svæðinu um einkaleyfi á að fljúga upp á fjöll með borgandi skíðamenn, stæðust lög. M.a. var málið í skoðun í Innanríkisráðuneytinu og Dalvikurbyggð gert að senda þangað greinargerð. Hvað hefur Jökull um þau mál að segja? „Það eru náttúrulega þrír aðilar á svæðinu sem hafa verið að máta sig við þetta. Sportferðir hafa verið að prófa sig áfram. Björgvin Björgvinsson er með nýtt fyrirtæki á Siglufirði. Og svo er það Orri Vigfússon sem reyndar er bara leppur fyrir alþjóðafyrirtækið Blackstone Það fyrirtæki er raunar fímmta stærsta (Privat equity) eignarhaldsfyrirtæki heims. Hefur skoðun innanríkisráðu- neytisins þá ekki haft nein eftirmál? Nei það mál gat ekki haft nein eftirmál þar sem þetta eru einfaldlega samningar eins og hverjir aðrir samningar um landnýtingu. Einstaklingur eða sveitarfélag getur sem landeigandi samið um hvaða notkun sem er á eigin landi og tekið fyrirþað greiðslu ef menn vilja. Hvort sem það eru beitarréttindi fyrir hross í hólfi eða rétturinn til að skíða á landinu. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hver notkunin er. Eg hef reyndar frétt það utan að mér að þetta upphlaup í Innanríkisráðuneytinu hafi komið frá afskaplega vel tengdum samkeppnisaðila án þess að ég fari að nefna nein nöfn í því sambandi. Það hefur verið ákveðinn misskilningur í gangi um þessa samninga okkar, m.a. í fjölmiðlum. Orri Vigfússon talaði m.a. um það í Morgunblaðinu í vor að það væri ekki hægt að banna mönnum að fljúga á þyrlum um tiltekin svæði. Það er alveg hárrétt hjá honum. Það er ekki hægt að takmarka það að einu eða neinu leyti, um það gilda lög um flugumferð. Það er heldur ekkert verið að tala um flugumferð í þessum samningum. Þar er eingöngu verið að tala um nýtingu landsins til þess að skíða á því þegar menn hafa verið fluttir upp á fjallatoppa í þeim tilgangi og borgað fyrir það. Fyrir utan það, og það er eitthvað sem landeigendur þurfa að hafa á hreinu, þá er það kýrskýrt í loftferðalögum að ef eitthvert þyrlufyrirtæki vill lenda á þínu landi þá þurfa þeir að biðja um leyfi fyrir því. Þeim er ekki heimilt að lenda hvar sem er. Þetta var einfaldlega stormur í vatnsglasi. En það eru miklir peningar í þessu? Já, já einhverjir hafa kallað þetta nýjasta refabúalaxeldisvídeó- leigupizzeríuæðið. Einu sinni voru þrír pizzastaðir í Dalvíkurbyggð. Nú vilja þrjú fyrirtæki fara í þyrluskíðabisness í Dalvíkurbyggð. Þetta er svona tímabil sem gengur yfír. Einhverjir fara á hausinn og einhverjir ekki. Það er auðvitað viðbúið í öllum viðskiptum að ef menn sjá að eitthvað virkar vilja þeir drífa sig í það. Það sem menn eiga e.t.v. eftir að átta sig á er að það er ekki alveg eins og að baka pizzur að fara með fólk í þyrluskíðaferðir, bæði framkvæmdin sjálf og síðan allt hitt, s.s. að selja vöruna og hafa samskipti við fólk í þessum bransa. Orri og hans menn byrjuðu að fljúga í fyrravor en voru þá aðallega að ná sér í myndefni og kanna aðstæður o.þ.h. Það er hægt að skoða konseptið hjá þeim á heimasíðunni. http://elevenexperience.com/ destinations/iceland. Þeirra hugmynd er að vera með eingöngu bandaríska leiðsögumenn og bandaríska starfsmenn. Það koma engir Islendingar nálægt þeim rekstri sem er auðvitað mjög sérstakt. Þeir koma hér inn með engin leyfi. Olíkt öllum íslenskum ferðaskrifstofum, eins og t.d. okkar, þá þurfa þeir engin leyfi vegna þess að ferðimar eru seldar í útlöndum, keyrðar af útlendingum á íslandi og ekkert eftirlit. Þar af leiðandi er enginn kostnaður hjá þeim á meðan mitt fyrirtæki t.d. er að borga á hverju ári um 600 þúsund kr. bara fyrir ferðaskrifstofuleyfið. Þetta er sem sagt ekki mjög uppbyggileg samkeppni plús það að þetta fyrirtæki kemur með alla peninga til landsins í gegnum ljárfestingaleið Seðlabankans með 20% afslætti. Þetta fimmta stærsta eignarhaldsfyrirtæki heimsins er sem sagt að koma með allt fé á 20% afslætti inn í Iandið til að fara í samkeppni við mig. Sem betur fer njóta einhverjir í sveitarfélaginu góðs af því. Eg var að frétta að Tréverk væri búið að fá samning um að byggja starfsstöðina þeirra að Deplum í Fljótum. Mér skilst að þeir séu að fara að byggja lúxusaðstöðu fyrir íjórar milljónir dollara, Það er hálfur milljarður króna. Samkvæmt fréttum í Financial Times á nóttin að kosta 10-15.000 dollara (1,2-1,8 millj. kr.). Það besta við þetta er að menn eins og Orri sem er stórtækur í ferðaþjónustu á Islandi og m.a með laxveiðiár austur á landi og veltir hundruðum milljóna króna í hreinni og beinni ferðaþjónsustu, þessir menn eru heldur hvergi leyfísskyldir þegar kemur að ferðaþjónustu af því að þetta er allt rekið í skjóli þess að þetta séu veiðifélög sem borga engar tryggingar, engin leyfisgjöld og ekki neitt. Þannig verður þetta með Fljótaána líka þegar þar að kemur, enn og aftir virkilega uppbyggileg samkeppni eða þannig. Það er auðvitað blóðugt að sjá þessa menn koma hingað með peninga á 20% afslætti, ætla sér eingöngu að keyra á erlendu vinnuafli og borga engin leyfi né tryggingar eins og Islenskum fyrirtækjum ber, til að vera í samkeppni við heimamenn á svæðinu. Plús það að allur hagnaður sem verður til fer beint til útlanda og það eina sem verður eftir hér heima er eitthvað smáræði í gistingu og mat. Hvað hina aðilana varðar sem ætla að fara að græða á þyrluskíðun þá held ég að þeir geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í en þeir verða bara að reka sig á það þegar þar að kemur“. Takmarkað landsvæði „Auðvitað trúir þessu enginn af því að það er ég sem er að segja þetta og ég hef hagsmuna að gæta. Staðreynd málsins er hins vegar sú að allur Tröllaskaginn og allur Gjögraskaginn samanlagt eru á stærð við frekar litið svæði sem hvert fyrirtæki hefúr fyrir sig í Kanada að vinna á. Þar er talað um að 4-5000 km2 sé það svæði sem þú þarft til að geta haldið úti svona starfsemi. Jú það sjá náttúrulega allir að hér er rosa mikið af ljöllum. Fólk skilur auðvitað ekkert í því að ég býsnist yfir þvi að hér komi fleiri til að nýta þau en það sem fólk áttar sig engan veginn á er að það er ekki nema lítill hluti þessa svæðis vel „skíðanlegt" land ekki of bratt, ekki of aflíðandi, ekki klettótt, grýtt osfrv. segjum að allt svæðið sé 4000 km2 , þá er nú reyndar sjálfur íjörðurinn meðtalinn. Af þessu eru sirka 1000 km2 aksjón-skíðabrekkur. Svo bætirðu við þáttum eins og veðri. Suma daga lendum við í því að það er smá glufa í einum dal þar sem er nógu gott veður til að fljúga og vinna í. Sum ár lendirðu í því að heilu svæðin eru snjólaus eða ekki með nægum skíðasnjó. Bætum svo aðstæðum ofan á þetta. A vorin er stundum rosalega mikil sólbráð í nokkra daga. Það þýðir að allar austur- suður - og vesturhlíðar verða að harðfenni. Þetta þýðir að heilu vikumar eru kannski bara aðstæður í norðurhlíðum íjalla til Frh. á hls. 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.