Norðurslóð - 26.03.2015, Síða 4

Norðurslóð - 26.03.2015, Síða 4
4 - Norðurslóð Gullbringuárin Minningabrot Gests Guðmundssonar frá Gullbringu 1. hluti Hjónin í Gullbringu, Sigurbjörg Hjörieifsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. að fyrsta, sem ég tel mig muna voru eftirstöðvar jarðskjálftans 2.6. 1934 þá tveggja ára. Eftir skjálftanum sjálfum man ég ekki, en stórbreyttar aðstæður eftir hann man ég nokkuð vel. I Gullbringu, sem annars staðar út við sjó og fram til dala, var fólk úti sem inni við vanaleg heimilisstörf svo og vorverk ýmis konar. Sjálfúr var ég víst að fá mér skyr, eða svo var mér sagt, af skyrsíu inni í búri alls óhræddur þótt veggir væru að hrynja í kringum mig. Guðrún systir, þá fjögurra ára, var nærstödd og tók það að sér að beiðni mömmu að koma mér út. Mamma þurfti að sækja Ragnar sem var á fyrsta ári inn í baðstofú og flýta sér með hann út úr bænum og þurfti að klöngrast með hann á handleggnum yfir hrunda veggi á leiðinni út. Gunna sagði mér seinna, að ég hefði verið bálillur við sig, að hún skyldi vera að draga mig nauðugan frá matnum. Suður á túni voru þær Rósa og Freyja að hreinsa túnið þ.e. að raka saman þurrum skít, sem ekki hafði molnað niður við slóðadráttinn. Skyndilega heyra þær einhverskonar torkennilegan gný framan úr sveitinni, þær líta upp og fram í sveitina og skynja í sjónhendingu margskyns undur, sem þær höfðu aldrei orðið vitni að. Eitt með öðru var að þakið á Brekkukotsbænum sást koma upp fyrir Jarðbrúar hæðina og hníga strax í hvarf aftur. Grjót heyrðist velta og reykmekkir gusu upp hér og hvar, allur Dalurinn virtist undir lagður. Skelfingin læsti sig um þær á hlaupunum heim að bænum. Skömmu síðar virtist sveitin mengast af margvíslegri jarðefnalykt, lækirnir sem hoppuðu og skoppuðu tærir niður lækjargilin urðu nú dökkir og ógnandi. Haraldur var suður við Sundskála að slæpast eins og stundum áður, þar voru menn að bæta í uppfyllingu sunnan Skálans og laga kanta. Einn þeirra var með hjólbörur fullar af uppfyllingarefni, sem hann hafði sótt nokkum spöl, þegar skjálftinn reið yfir, trumbuðu bæði, maðurinn stóð strax upp reisti við hjólbörumar tók um höfuðið með báðum höndum og snéri því sitt og hvað hristi svo höfuðið í forundran, hélt síðan áfram sínu starfi eins og ekkert væri. Haraldur, sem stóð þama og horfði á aðra vinna og hafði og hvimað athugulum augunum víða um nágrennið eins og hans var vani, sá meðal annars að tvær öskufötur stóðu tæpt á ösku stálinu við lækinn í Tjamargarðshomi ultu nú með skrölti miklu niður í lækinn rétt áður en skjálftinn reið á Skálanum. Réði hann af því að skjálftinn kæmi framan að. Pabbi var af bæ, þegar ósköpin dundu yfir. Hann var víst fljótur að bregða við og koma heim, hann vissi sem var að mikið var í húfi, en jafnframt að heima biði ráðsnjöll og fjölvirk kona með stóran bamahóp, sem ekki féllust hendur þótt í móti blæsi. Að lítilli stundu liðinni var hann sameinaður fjölskyldunni og enginn hafði svo mikið sem skrámast. Hann fann sem oft áður, að Guð liti til með þeim sem þyrftu þess mest með. Nú var hafist handa um að bjarga því sem bjargað yrði. Fyrst var að sækja í hálffallið eldhúsið það sem til náðist með góðu móti, svo var að sækja rúmfatnað og setja allt í Suðurhúsið (nú Amgrímsstofa). A meðan á öllu þessu stóð, kættust sum bömin, önnur lifðu sig inn í aðstæðumar og fylltust vonleysi. Nú var liðið á daginn og enginn svefnstaður vís. Pabbi fann oftast ráð við öllu, þótt ráðin dygðu ekki alltaf. I eðli sínu var hann enginn bóndi, en grunnt var á skapandi eðli hans og kom það sér heldur vel við slíkar aðstæður sem þama voru, passlega kæmlaus, enda ýmsu vanur. Haraldur var nú tilbúinn til allra hluta og hjálpuðust þeir feðgar vel að við að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem pabbi hafði í huga. Það var í stómm dráttum að koma fyrir stórum plönkum þversum yfir grasi gróna laut ofan bæjarins. Þar ofan á lögðu þeir svo nokkrar þakplötur og svo þar undir poka, gömul teppi og hvað eina sem vama mundi raka að komast upp í rúmfötin, þegar þau kæmu þama inn. Þama sváfum við svo í tvær eftirminnilegar nætur allavegana fyrir mig var þetta aðeins ævintýri. r þessum dögum nutum við sem aðrir mikilla hlýinda með mildum gróðraskúrum af og tii. Það var ljúft fyrir lítinn mann að vera aðnjótandi þess að heyra mjúkt júníregnið hjala við blikkplötumar yfir lágreistu hreysinu. Eftir tveggja nátta dvöl í lautinni buðu þau Guðrún og Bjöm, bændur og nágrannar okkar að flytja í ný byggð ijárhús. Garðinn var nýr og hreinn og ekkert að því að nota hann undir rúmfötin. Einhverjir höfðu orð á því að okkur væri engin vorkunn, Kristur fæddist jú í jötu og varð ekki meint af. Því miður man ég ekkert eftir þessum íjárhús kafla sem er þó alls ekki fyrir það að ég vilji gleyma eða þurrka hann út úr minninu. Ríkið brást hratt og vel við þessum skelfilegu hamfömm, setti strax á laggimar einhverskonar jarðskjálftanefnd, sem mætir menn sátu í. Þeirra verkefni var að fara um og skoða hrunda og illa fama bæi og önnur hús og segja til um hvað ætti og mætti gera á ábyrgð þessarar nefndar. Aðal Skilaboðin voru þau, að ekki væri ætlast til að endurreisa gömul torfhús, heldur endurreisa sem mest úr timbri og járni, þar sem því væri við komið. Þetta hljómaði allt mjög vel og gekk að mestu eftir. Þessi mikli jarðskjálfti fékk fljótt á sig nafnið DALVÍKUR SKJÁLFTINN sem raunar var sannmæli, því svo illa voru sum húsin leikin að furðu sætti, að stórslys á fólki skyldu ekki hljótast af. Marga furðaði á því hvað Skjálftinn varð harður á Dalvíkinni, því hann virtist koma framan Dalinn. Skýringin er sú, sem ég vil reyna af veikburða getu í fáum orðum að bregða birtu á. Hvers konar afl, sem leysist úr læðingi framkvæmir bylgjuhreyfingu. Hraði bylgjanna ræðst af hörku þess efnis, sem bylgjumar hreyfa við, því harðara sem efnið er þeim mun hraðara fara þær og eru jafnframt smærri, en halda raunar betur styrk sínum. Mjúkt efni deyfir bylgjumar. Skýringa dæmi ég legg rör á jörðina og við hliðina á því stífan kaðal ýti síðan á endann á báðum hinn endi jámrörsins hreyfist samtímis, en kaðallinn sveigist aðeins í bugður. Fólk getur líka hugsað sér stóra haföldu koma upp á land, þessi alda fer til baka á ógnar útsogi, sem nefnt er. í mynni Eyjaijarðar em víðáttu mikil flekaskil, sem álitin em hafa valdið skjálftanum. Hreyfiorka skjálftans ýtir við berggrunninum í þessu tilfelli til suðvestur og ætla má að hreyfmgin beinist upp í yfirborðið vegna sennilegra milljóna ára gamalla sprungu við bergstöpul Stólsins. Þýtur svo norður mjúkalag Svarfaðardalsins og mætir síðan bylgjum mjúka lagsins frá Skjálftanum á Dalvík, með fyrrgreindum afleiðingum. Til að finna út upptök skjálftans þarf lítið meira en að mæla vegalengdina frá Dalvík og fram i berggrunn Stólsins, því hún er svipuð og frá Dalvík og norðaustur í upptök Skjálftans í ljarðarmynninu.— þegar víst var orðið um svefn aðstöðu upp hófst mikið brambolt í rústunum. Eitt það íyrsta hjá pabba og þeim feðgum var að koma upp eldunarplássi. Eldavélinni var dröslað í smáhýsi sem var á milli framhúss bæjarins og ARNGRÍMSSTOFU, sem alla jafnan var bara nefnt Suðurhús. Þar skyldi hún standa og malla ofaní svangan hópinn þessa dagana. Pabbi var ekki lengi að búa til reykrör fyrir eldavélina upp úr þekjunni, en gallinn var bara sá, að honum voru ekki tiltæk brunafri efni sem hann gæti vafið um rörið þar sem það fór í gegnum þekjuna, enda fór svo að kvikna vildi í þekjunni ef stíft var eldað og ekki var höfð gát á hita rörsins. En þrátt fyrir það hlaust aldrei skaði af, það er ég man. Við borðuðum síðan í því rými, sem nefnt er í dag Amgrímsstofa og var áfast við hana eins og áður kom fram. Þetta smáhýsi var venjulega notað fyrir eldivið, daggjafir íyrir kýmar og búnað sem var notaður fyrir og á hesta. Fáeinum dögum eftir komu nefndarmannanna barst okkur í hendur bæði stórt og mjallahvítt tjald, sem gerði okkur kleyft að flytja úr fjárhúsgarðanum. Það var mikil jákvæð breyting og allt að því unaður að upplifa birtu og hlýju morgunkomunnar í tjaldinu. Eg vonaði að þannig væri himnaríki, eða þannig hafði mér verið sagt frá því. Adam var víst ekki lengi í Paradís svo var líka hjá mér. Hugljómunin varði alla jafnan ekki mjög lengi, því oftar en ekki var tjaldskörin rifin upp og mér sagt, að ég ætti að borða hafragrautinn minn og vera ekki með neina keypa sem mér fannst þó ég aldrei vera með. Já lífið byrjaði snemma með allt sitt andstreymi og síðan hefur mér aldrei fundist slíkur matur sérlega góður._ Nú komu upp vandamál hjá okkur eins og víðast annarstaðar, allir voru uppteknir og flestir unnu langan vinnudag við endurbyggingar eða bústörf. Eins og áður hefur komið fram var afbragðs veðrátta að heita má upp á hvem dag á þessum vordægrum. Skriðulækurinn og Bæjarlækurinn voru fljótir að skola úr sér leir og mold Skjálftans og brunuðu nú niður gilin stall af stalli ólmuðust þeir eins og þeir væru í kappi um hvor yrði fljótari niður í Tjamartjömina. Hvítfyssandi löður og lækjahljóð þeirra dró flestra athygli að þeim þegar hljómkviða náttúrunnar yfirgnæfði önnur hljóð. Það olli mér stundum heilabrotum hvers vegna kliður lækjanna hljóðnaði og óx á víxl þegar hlý gola bauð manni uppá að staldra við og hlusta. Ekki man ég eftir neinum utanaðkomandi starfskrafti, þótt það hafi getað verið. En man þó vel eftir einum sem lét mikið til sín taka við útveggja hleðslur. Hann reyndi að tala við mig, stundum, þegar ég var í nærveru hans. Eg hef sjálfsagt uppveðrast við þá athygli sem hann sýndi mér, var ekki miklu vanur Þessi maður kom alltaf gangandi sunnan brautina. Stundum beið ég hans útivið til að sjá hann beygja upp á við, við Sundskála útleggjarann. Hann var oftast eins búinn með gráan hatt með uppbrettum börðum og í veðraðri vinnutreyju með látúns hnöppum. Buxumar vom með spæl og látunshnöppum fyrir áföst axlaböndin. Mér fannst hann nokkuð gamall á þessum árum, en var mjög duglegur. Ég fylgdist vel með honum, þegar hann var að bisa við stóra steina því þá komu stundum skrítin hljóð frá honum. Leifi sagðist oft hafa heyrt hann rymja, þegar hann þyrfti að færa til stóra steina sem hann var að hlaða veggina með. Hljómurinn var afar djúpur og mikill, sem virtist koma einhversstaðar langt að neðan. Slíkan hljóm hafði ég aldrei fyrr heyrt og vissi þá ekki, að hann væri af rómaðri bassamannaætt. Stundum, þegar veggimir vom famir að hækka hjálpaði pabbi honum með stærstu steinana að koma þeim fyrir en það var ekki eins skemmtilegt því þá mmdi ekki eins mikið í honum. Pabbi var mjög ánægur og sagði, þetta er mjög gott verk hjá þér Júlíus. Þá rann einu sinni enn upp fyrir mér hvað hann héti. Nú skyldi ég ekki gleyma því, fór því afsíðis og reyndi að segja nafnið hans svona í laumi Júlíus, Júlíus tautaði ég án afláts. Mér fannst það loks takast það vel, að ég ætlaði mér að áræða að nefna nafn hans næst, þegar færi gæfist. Júlíus var frá Syðra-Garðshomi bróðir Guðjóns Daníelssonar á Hreiðarstöðum. Báðir vom þeir bræður miklir sjómenn og bátaformenn, sjóhundar af dýrari gerðinni og fyrirmynd þeirra sem máttu sín einhvers. Þeir færðu björg í bú, sem margir nutu. Þegar útveggimir höfðu verið hlaðnir og hólfin þrjú voru afmörkuð voru gólfin steypt, þ.e. eldhús, búr og gangagólfið. Áður var búið að leggja frárennslisrör inn undir verðandi eldhúsbekk, einnig var vatnsleiðsla lögð upp í lækinn. Mikið af volgum lindum em í Bæjargilinu, rýrir það gæði vatnsins til drykkjar. Ekki man ég eftir því hver sló saman trégrindinni og gekk frá annarri vinnu við fráganginn með pabba, en allt hafðist það um síðir. Ég verð að viðurkenna að seinna, þegar hugurinn leitaði á fomar slóðir varð ég jarðskjálftanum þakklátur fyrir að koma því til leiðar þótt óbeint væri, að við fengum ný híbýli að hluta. Síðsumars, þegar bámjámi hafði verið komið fyrir á baðstofúþakinu fluttum við inn. Það var umtalsverð stund og sjálfsagt hefur henni íylgt einhver sigurgleði. Mikil breyting varð á allri aðstöðu, þegar við loks gátum flutt í nýja partinn. Rennandi vatn og ekkert annað en að hella í stóm skólpskálina undir langa eldhúsbekknum, þegar þurfti að losa sig við skolvatn. Mér að segja mátti maður spræna í hana þegar þannig stóð á, en það vildi brenna óþarflega oft við svona íyrst í stað. (Framhald í næsta blaði)

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.