Kvennaframboðið - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Blaðsíða 10
10. SÍÐA MARS 1982 (Jtgefandi: Kvennaframboöið i Reykjavik 1982. Ritnefnd: Elin V. Olafsdóttir, Guöbjörg Linda Rafnsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Krist- jana Bergsdóttir, Rán Tryggva- dóttir, Þórkatla Aöalsteins- dóttir, Þórunn Svavarsdóttir. Ábyrgöarmaöur: Þórkatla Aöalsteinsdóttir. Otlitsteiknari: Þröstur Haraldsson. Póstfang: Hótel Vik, Veltu- sundi, Reykjavik. Prentstaöur: Blaöaprent Siöu- múla 14. Leiðari Ópólitiskur óskapnaður? Með þessu blaði kemur i fyrsta sinn fyrir augu alþjóðar sú hugmyndafræði sem Kvennaframboðið i Reykjavík grundvallast á> sýn framboðsins á þá borg sem við búum í og stefnumið þess í málefnum hennar. Hér eru söguleg plögg á ferðinni því óhætt mun að fullyrða að aldrei áður hafi komið fram stefnuskrá fyrir kosningar þar sem f jöiskyidan sit- ur i fyrirrúmi og aðgerðir til að bæta hag kvenna hafa forgang.Það sem var fremur óljós hugmynd í sumar sem leið er nú orðið að veruleika. Kvenna- framboðið verður einn af kostum Reykvíkinga i komandi borgarstjórnarkosningum. Og þó f ramboðið sé ungt þá hafa áhrif þess verið mikil. Það hefur hleypt auknu lífi i starfsemi kvenna innan hinna ýmsu samtaka og stofnana þjóðfélagsins og verið þeim hvatning til að kref jast réttar sins. Þessum sömu stofnunum, og þá ekki síst stjórnmálaf lokkunum, finnst sem ógnstafi af ungviðinu og óttast að þeir muni missa spón úr aski sínum bregðist þeir ekki við því á skynsamlegan máta. Þeir hafa því gripið til þess eina ráðs sem þeir eiga handbært, þeir hafa f jölgað konum á list- um sínum. Það er góðra gjalda vert en dugir samt ekki ef stefnan er óbreytt og óhliðholl konum. Það hefur sýnt sig að Kvennaframboðið gengur þvert á alla þá pólitísku flokka, hreyfingar og grónu sambönd sem hafa komið sér makindalega fyrir i samfélaginu. Kvennaframboðið mætir skiln- ingi og skilningsskorti, samúð og andúð, stuðningi og höfnun bæði á „hægri" og „vinstri" væng stjórnmálanna. Það hefur stokkað upp gömul sam- bönd og alið af sér önnur nýrri, vegna Kvenna- framboðsins slíðra óvinir sverðin og ágætum vinum sinnast. Margir vita ekki sitt rjúkandi ráð og ekkert er iengur gefið. Sem leið út úr þessum ógöngum velja sumir þann kost að þegja og láta sem þeir viti ekki af ungviðinu, aðrir draga upp úr pússi sínu slitna stimpla sem stundum hafa reynst hentugir í bráðum vanda og svo eru þeir líka til sem hamast gegn því með kjafti og klóm. Það er auðvitað til skynsamt fólk sem sýnir Kvennaframboðinu andstöðu, en oftar en ekki er hún byggð á misskilningi. Þetta fólk heldur að Kvennaframboðið sé ópólitiskur óskapnaður sem eigisérenga hugmyndafræði. Það helduraðá ferð- inni sé enn ein flokksstofnunin og hrýs að sjálf- sögðu hugur við því. Einmitt i þessum skilningi á eðli Kvennaframboðs er misskilningurinn fólginn. Kvennafamboðið er alls ekki flokkur heldur er það skipulögð pólitisk aðgerð kvenna. Það er mót- mæli kvenna við þvi tillitsieysi sem þeim er sýnt i öllum valdastofnunum samfélagsins, þar sem ekk- ert mið er tekið af stöðu þeirra og reynsla þeirra og viðhorf forsmáð. Kvennaframboðið er mótmæli kvenna viðþví að þær skuli neyddar til að temja sér siði og háttu sem samlagast illa hefð þeirra og eru þeim oft á tíðum beinlínis á móti skapi, til þess eins að hljóta náð fyrir augum forystumanna samfé- lagsins. En Kvennaframboðið er ekki óvirk mót- mæli því það er eitt af þessum skrefum sem máli skipta. Kvennaframboðið er aðgerð til að knýja fram stefnubreytingu í samfélaginu. Það er krafa um aðhlustað verði á konur og úrbætur i þeim mál- um sem á þeim brenna komist á dagskrá hjá yfir- völdum án tafar. Eigi þessi aðgerð að verða kraftmikil og skila ár- angri þurfa konur að sameinast um hana og sýna fram á að þeim sé full alvara. I stað þess að ein- blína á það sem sundrar skulum við þvi horfa á það sem sameinar allan þann þorra kvenna sem býr við það hlutskipti að vera launþegar, húsmæður og mæður. i samstöðinni er sigur okkar fólginn. Til þess að standa að þessari aðgerð höfum við stofnað með okkur samtök, — Samtök um kvenna- framboð. Þessi samtök og sú aðgerð sem þau ætla að standa fyrir eru eitt þeirra forma sem kvenna- baráttan tekur á sig. Við veljum það vegna þess að við teljum að hér sé staðurinn og nú sé stundin fyrir það, það sé í takt við timann. I þessu frumkvæði okkar felst hins vegar engin afneitun á öðrum sam- tökum og formum kvennabaráttunnar, þvert á móti. Viðviljum styðja allar þær konur sem berjast heils hugar fyrir bættum hag kvenna og teljum okk- ur eiga samleið með þeim. Við megum ekki missa sjónar á því að máíefnið lifir ofar þeim formum sem baráttan tekur á sig. Þar sem við i Kvennaframboðinu byggjum ekki á aldagamalli „línu" eða haganlega smíðuðu líkani af fyrirmyndarþjóðfélaginu, erum við gjarnan ásakaðar um ábyrgðarleysi. Ýmsir telja okkur ábyrgðarlausar konur sem vegna einskærrar ævin- týramennsku leika sér að hinum hættulega eldi, pólitík. Því miður verðum við að játa að fyrir okkur er hinn pólitíski vígvöllur enginn staður fyrir leiki heldur bláköld alvara. Engu að siður leggjum við ótrauðar og glaðbeitt- ar í slaginn vegna þess að við trúum því að við höf- um það veganesti og úthald sem dugir. Við höfum ákveðiðað hlusta á og trúa rödd okkar innri manns og við tökum hana fram yfir þann áróðurskór sem móðgar daglega eyru okkar. Ef þetta er ábyrgðar- leysi þá hefur mannlegt samfélag villst af leið. Móðir vor þú sem ert meðal vor helgist þitt nafn til komi þitt riki verði einnig þinn vilji svo meðal karla sem meðal kvenna gef oss i dag vorn daglega styrk og fyrirgef oss vora vanþekkingu svo að við getum barist gegn vorum fordómum og leið oss ekki inn i hlutverk heldur frelsa oss frá allri undirokun þvi að þitt er hálft rikið og mátturinn og dýrðin i framtiðinni amen. 0islen Hjtflleland „Sirene” ’75 Þýtt af Dóru Haraldsdóttur Frodesen. Diana & Marlo: „Threading Thought” - 1980 F Glefs ur... um kynorku I s L Fritz Kahn kvenna: „Eins og segullinn er hlaðinn segulafli er konan hlaöin kynorku i svo ríkum mæli, aö hún er orðin hennar sterkasta eöli. Þar af leiöandi veit hún varla, um útgeislun fremur en sólin, sem vissulega hefur enga hugmynd um aö hún skin. öll tilvera heilbrigörar og þroskaörar konu, sem ekki hefurlent á glapstigum, erhelg- uö kynlifinu. Þaö er kynhvötin, sem gerir fötin aö þýöingar- mesta viöfangsefni kvenlegrar hugsunar og það er svo að rfettuj' lagi, þar sem klæönaöurinn er> svo mikill og áberandi hluti hinna óbeinu kyneinkenna kon- unnar. Kynhvötin gerir val & höfuðfati eöa liöun á hári að svo>r yfirgripsmiklu viöfangsefni aö hún getur hugsað um það dög->. um saman. Hún kemur henni til,- aö nota andlitsfaröa, og ilm- vötn, og hún gerir spegilinn aö i éi'mm- < þvi áhaldi, sem konan má sist án vera og sem hún tekur upp úr töskunni sinni á öllum timum dagsins til þess aö leggja fyrir hann þessa eilffu spurningu: „Spegill, spegill herm þú hver, hér á landi friðust er” Ef kven- eðlið er nógu ríkt, þá hefur hnút- urinn á hálsklútnum hennar miklu meiri þýöingu i hennar augum en allt heimspekikerfi Kants, og konan mun alltaf hafa minni áhuga á eðli litarins held uren þeim kynhrifum sem hann kann aö valda, og minni áhuga á fræflunum I jurtakerfi Linnés heldur en rósinni, sem hún nælir i kápuna sfna. Hennar heimur er ekki alheimurinn með spor- brautum sinum og fleygbogum, heldur mannlegt hjarta —■ hjarta karlmannsins”. n ■ j

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.