Morgunblaðið - 20.01.2017, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Það vantar ekki
úrvalið af þorra-
bjórum í ár. Alls
eru 10 gerðir á
markaðnum og
hafa aldrei verið
fleiri.
14-15
20.01.2017
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Guðrún Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.
Þorrabakki frá Múlakaffi.
Prentun
Landsprent ehf.
Steinunn Diljá á veitinga-
staðnum Happi í spjalli um
þjóðlegan mat og hollan.
4
Eitt fjölmennasta þorrablótið á
erlendri grundu ár hvert er
haldið í Norfolk.
8
Bryggjan brugghús er með
sérbruggaðan þorrabjór á
krana – er nefnist Hrútskýrir.
10
Þorrablót á landsbyggðinni
er skemmtun sem lifir inn í nóttina,
segir Páll á Höllustöðum.
12-13
„Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar,“ sagði
rithöfundurinn Mark Twain forðum eins og frægt
er orðið. Sama myndi þorramánuður sjálfsagt
segja líka ef hann mætti mæla. Þeir sem ekki hafa
smekk fyrir súrmat og því þjóðlega fæði sem þá er
gjarnan á borðum hafa lengi amast við hefðinni,
telja hana kolúrelt barn síns tíma og vilja helst
leggja siðinn af. En sé að gáð fjarar ekki undan
þeirri fornu venju að blóta þorra í mat og drykk,
eftir því sem kynslóðum landans vindur fram,
heldur þvert á móti sækir matarhefðin í sig veðrið
ef eitthvað er. Einhvern veginn er það líka svo að
ungviðið á leikskólum landsins sem fær að
smakka á þorramat reynist þegar til kastanna
kemur merkilega sólgið í matinn svo ekki er hon-
um alls varnað. Það er ekki allra að borða súra
lundabagga en það er ýmislegt annað hægt að fá
sér í trog, sem ekki býr yfir jafn krefjandi bragði.
Sitt má svo hverjum sýnast um hollustu þorra-
matar, en bent hefur verið á það af næringarfræði-
menntuðu fólki að súr matur sé meinhollur fyrir
magann og þeim sem vilja setjast til borðs þar
sem svignar undan þorrakrásum ætti ekki að
verða meint af. Vertu velkominn, þorri!
Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns
Þorrinn snýr aftur – og aftur