Morgunblaðið - 20.01.2017, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro
Heildarlausnir fyrir heimilið
Allt fyrir eldhúsið
S
úrmatur er nú helst borðaður
á þorrablótum en áður fyrr
var slíkur matur algengur
hversdagsmatur, einkum í
sveitum lands en líka kaupstöðum.
Höllustaðir í Blöndudal eru ekki
ókunnugur bær í fréttaflutningi á
Íslandi. Þar hefur lengi verið rekinn
myndarlegur búskapur og nú er þar
tamningastöð. Bóndi á Höllustöðum
II er Helgi Páll Gíslason, dóttur-
sonur Páls Péturssonar, fyrrum fé-
lagsmálaráðherra, sem var bóndi á
Höllustöðum fyrr á árum. Síðari
kona Páls er Sigrún Magnúsdóttir,
fráfarandi umhverfisráðherra. Bæði
voru þau ráðherrar fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Um Sigrúnu kvað
Ágúst H. Bjarnason:
Lævís evrópsk löggjöfin
litlum veldur kvíða
ef Höllustaða húsprýðin
hana fær að þýða.
Tengsl Höllustaða og Fram-
sóknarflokksins eru sem sé lands-
kunn – sem og áhugi þess flokks á
íslenskum mat og matargerð. Skyldi
íslenskur matur á borð við súrmat
hafa gegnt stóru hlutverki í fæði
Höllustaðafjölskyldunnar í áranna
rás?
„Það sem ég man eftir sem barn
var að alltaf var slátur á borðum,
það var mikið notað súrt með hafra-
graut og grjónagraut. Einnig var
það soðið og haft sem aðalmatur eða
steikt og borðað þá með kartöflum.
Stundum var slátrið hakkað niður
og blandað saman við kart-
öflustöppu og kallað sláturskássa.
Því má segja að slátrið hafi verið
töluverður hluti af almennu fæði á
Höllustöðum,“ segir Helgi Páll
Gíslason bóndi á Höllustöðum II.
Hangikjöt fyrst og fremst jólamatur
Manst þú eftir gerð súrmatar?
„Ég man að mér fannst ekki endi-
lega girnileg lykt í húsinu þegar
slátrið var soðið, maður var líkastur
litlu gulu hænunni – maður vildi
helst ekki koma nálægt sláturgerð-
inni en var alveg til í að borða
slátrið.“
Hvað með hangikjötið?
„Ég hef aldrei litið á hangikjöt
sem sérstakan þorramat. Það er
fyrst og fremst jólamatur í mínum
huga. Það var líka oft haft á borðum
við sérstök tækifæri, svo sem á
réttardaginn. Hangikjöt er ennþá
oft á borðum hér á Höllustöðum.“
Hve margir eru í heimili hjá þér?
„Á Höllustöðum er tvíbýli. Á mínu
heimili erum við tvö, ég og konan
mín Barbara Dittmar sem er sviss-
nesk. Á hinu heimilinu eru þrír í
heimili. Stutt er á milli íbúðarhús-
anna og stundum borðum við saman
öll hér á Höllustöðum. Hingað kem-
ur oft fólk úr fjölskyldunni, afi Páll
og Sigrún eru með sumarhús hér í
nágrenninu og koma hér við þegar
þau eru á ferð, svo og systkini mín
og systkini mömmu.“
Hve lengi hefur þín ætt setið
Höllustaði?
„Pétur Pétursson, sem er langafi
minn, kom hingað 1934. Hann var
kvæntur Huldu Pálsdóttur frá Guð-
laugsstöðum, sem er næsti bær. Þau
hófu búskap hér og út frá Höllustöð-
um var svo stofnað Höllustaðir II,
þar var bóndi afi minn Páll Pét-
ursson, fyrrum ráðherra, sem bjó
þar ásamt ömmu minni Helgu Ólafs-
dóttur frá Siglufirði. Ég man eftir
Huldu langömmu minni, hún var
mikil matargerðarkona, en ég man
ekki eftir Pétri langafa. Ég er alinn
upp á Höllustöðum II og þar bý ég
nú. Á Höllustöðum I býr móðir mín
Kristín Pálsdóttir og maður hennar
Birkir Freysson.“
Tamningar hrossa og sauðfjárrækt
Hvers konar búskap stundar þú?
„Það er sauðfjárbúskapur og svo
eru það hross. Við erum með eitt-
hvað í kringum þrjú hundruð og
fjörutíu hausa og hrossin eru í
kringum sjötíu. Við erum með tamn-
ingar – núna eru hér um tíu hross í
tamningu.“
„Verkar þú súrmat?
„Nei, það geri ég ekki nema hvað
við útbúum okkar hangikjöt sjálf og
komum því í reyk hér á nágrenninu.
Konan mín gerir ekki slátur en það
gerir aftur á móti móðir mín.“
Hvernig líst Barböru á íslenska
þorramatinn?
„Hún er ekki hoppandi spennt yf-
ir honum, hangikjöt og saltkjöt
finnst henni ágætt en annar þorra-
matur finnst henni ekki glæsilegur.
Við borðum ekki mikinn fisk þótt
laxveiði sé í Blöndu, aðallega borð-
um við kindakjöt. Við matreiðum
það á ýmsan máta, grillum það,
steikjum og sjóðum. Við erum ekki
mjög slungin í kjötsúpugerð en það
er aftur á móti afasystir mín, Hanna
Dóra Pálsdóttir kennari. Hún kem-
ur hingað á vorin eins og lóan og er
hér að mestu leyti allt sumarið.“
Hvað með mjólkurmat?
„Það var hætt með kýrnar hér að
mig minnir 2004 og síðan breyttum
við fjósinu nokkru síðar í hesthús
fyrir tamningahrossin. Við hér á
Höllustöðum erum með heimasíðu
og viðskiptavinir okkar koma til
okkar í gegnum þá kynningu. Mest
er það fólk úr sveitinni og næsta ná-
grenni.“
Borðar þú hrossakjöt?
„Ég er nýlega byrjaður á því. Ég
gat ekki hugsað mér slíkt sem barn
og nú borða ég það sjaldan. Það var
ekki borðað hrossakjöt á Höllustöð-
um svo ég muni. Eftir að ég varð
eldri og þroskaðri fór ég að prófa
hrossakjötið og finnst það ágætt.
Barbara borðar það líka en oftast
smökkum við hrossakjöt á öðrum
bæjum.“
Þá er nú sungið – sungið fyrir alla
Ertu duglegur að sækja þorrablót?
„Já, við reynum að fara á hverju
ári í Húnaver, þar sem er sameig-
inlegt þorrablót fyrir Svínhreppinga
og Bólhlíðinga. Nú er búið að sam-
eina hreppana sem áður voru í eitt
sveitarfélag – Húnavatnshrepp. En
þessir fyrrnefndu tveir hreppar
halda ennþá sameiginlega sitt
þorrablót. Venjulega mæta vel yfir
hundrað manns þótt ég hafi aldrei
beinlínis talið mannskapinn. Þeir
sem mæta eru innansveitarfólk,
Sveitin Staðarlegt er heim að
líta að Höllustöðum í Blöndudal.
Búskapurinn Helgi Páll temur
hesta og er með sauðfjárrækt.
Skemmtun sem
lifir inn í nóttina
„Þetta er alltaf gaman, hafi maður farið einu sinni á þorrablót hér vill maður
fara aftur. Þegar ég var yngri var þetta fjölskylduskemmtun án aldurs svo
maður var mættur þarna mjög ungur, en nú er komið aldurstakmark.“
Sveitin Helgi Páll Gíslason, bóndi og tamningamaður, með hrútinn Steðja.