Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017 MORGUNBLAÐIÐ 15
Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina?
Weleda Birkisafinn hjálpar!
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaIceland
Víking Red IPA er í senn fyrsti IPA-bjórinn í Víking Craft Sel-
ection-vörulínunni og fyrsti íslenski Red IPA-bjórinn. Það er
Baldur Kárason bruggmeistari sem á heiðurinn af bjórnum en
hann hefur verið aðalbruggari Víking brugghús frá árinu 1993
og sett sinn svip á bjórmenningu Íslendinga síðan. Baldur fet-
ar ótroðnar slóðir með Víking Craft Selection og Víking Red
IPA er þrítugasti bjórinn úr smiðju Baldurs fyrir Víking
brugghús, hvorki meira né minna.
Ríkur af humlum og sætleika
Víking Red IPA er af bjórstílnum „Amerískur Indian Pale
Ale“. Hann er rauðleitur að lit og ríkur af humlum, en sætleiki
kornsins og maltbragðið vegur upp á móti biturleikanum sem
venjulega einkennir IPA bjórana. Maltið sem notað er í Víking
Red IPA er dekkra en almennt er notað í IPA bjóra og einmitt
þess vegna fær bjórinn þennan djúpa rauða lit sem hann dreg-
ur nafn sitt af. Humlategundirnar sem Baldur notar í bjórinn
eru Mosaic, Chinook og Cascade en þessi samsetning gefur
bjórnum sætleika, bragð af suðrænum ávöxtum greip og sítrus.
Mikil þróun á tíu árum
„IPA-bjór var á sínum tíma þróaður til að endast með langa leiðangra á sjó í
huga. Þess vegna er sterkt bragð af humlum hans helsta einkenni,“ segir Bald-
ur bruggmeistari. „Í Víking Red IPA má svo greina keim af greipaldini og sítr-
us. Munich-malt gefur bjórnum fyllingu og sætt karamellubragð sem skapar
mótvægi við biturleikann.“
Baldur bendir réttilega á að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðasta áratug-
inn hér á landi hvað bjórmenninguna áhrærir.
„Þróunin hefur verið svakaleg á undanförnum tíu árum og það hefur verið
gaman að koma með nýjungar fyrir bjórþyrsta Íslendinga,“ segir Baldur. „Ég
vildi því fara ótroðnar slóðir með Víking Craft Selection-vörulínunni og núna er
það fyrsti íslenski rauði India Pale Ale-bjórinn sem fer í sölu í Vínbúðunum fyr-
ir þorrann,“ segir Baldur að endingu.
Íslenskt rautt fölöl
í fyrsta sinn
Víking Red IPA
Bjórstíll: Red India Pale Ale
Áfengismagn: 6,1%
Framleiðandi: Víking brugghús
Það er ekki ofsagt að uppi hafi orð-
ið fótur og fit meðal íslenskra bjór-
áhugamanna (og erlendra í kjölfar-
ið) snemmárs 2012 þegar Borg
Brugghús sendi fyrst frá sér þorra-
bjórinn Surt, nefndan eftir eldjötn-
inum ógurlega sem sagt er frá í
Völuspá. Sá mun steypa heiminum í
glötun þegar þar að kemur, að því
marki að himinn klofnar og halir
troða helveginn. Það voru þó frá-
leitt nein Ragnarrök er færi gafst á
að smakka Surt heldur sló hann
þvert á móti í gegn. Síðan hafa þeir
Borgarar sent árlega frá sér ýmis
afbrigði Surts og aldrei hefur jafn
mikið úrval hans komið á mark-
aðinn og nú, eða 5 tegundir alls. Við
tókum hús á Sturlaugi Jóni Björns-
syni og fengum hann til að segja
okkur frá hinum fimm fræknu Surt-
um.
Surtur hinn kaffibætti
„Þetta er í fyrsta sinn sem við setj-
um kaffi í Surt og nokkuð sem hef-
ur legið fyrir hjá okkur að prófa.
Ég er mjög ánægður með útkom-
una enda tekur Surtur mjög vel við
kaffinu,“ segir Sturlaugur. „Surtur
er Imperial Stout með vel ristaða
tóna, kaffi, lakkrís, súkkulaði, í mis-
munandi hlutföllum, en í þessum
bjór vildum við fara alla leið með
kaffi-Imperial Stout, sem líka hefði
góðan súkkulaði-„presens“. Stur-
laugur og félagar settu sig því í
samband við Te & kaffi og fundu í
sameiningu með þeim rétta kaffið
til að nota í Surt. Það reyndist vera
frá Brasilíu og nefnist það Fazenda
Raínha.
Surtur hinn taðreykti
Taðreyktur Surtur kom fyrst fram
á sjónarsviðið árið 2015 og snýr nú
aftur í samskonar lögun. Fagna því
eflaust margir því sá taðreykti vann
glæstan sigur í European Beer Star
í nóvember á síðasta ári. Ku hann
vera eini taðreykti bjórinn sem
bruggaður er í heimi og fyrir
bragðið með allra þjóðlegasta móti.
„Þetta þykir mjög sérstakt úti í
heimi því það þekkist hvergi annars
staðar að verka kjöt með taðreyk,
hvað þá að brugga taðreyktan bjór.
Við hentum því í aðra lögun til að
koma til móts við áhugasama bjór-
unnendur erlendis og hluti af lög-
uninni fær að fljóta með á þorra
hér heima.“
Surtur hinn viskítunnulegni
Þessi tiltekni Surtur, tunnuleginn í
skoskum single-malt viskítunnum,
kom fyrst fram á sjónarsviðið árið
2016 og sló í gegn. Ekki vakti síst
athygli að hann er heil 14,5% og ku
það vera metstyrkur þegar íslensk-
ir bjórar eru annars vegar.
„Þetta er ný lögun með sömu að-
ferð og samskonar tunnum og síð-
ast. Tunnurnar eru upprunalega
sérrítunnur sem maltviskí er svo
látið þroskast á. Svo fáum við þær
til okkar til að leika okkur með
þær,“ segir Sturlaugur og kímir við.
Aðspurður hvort það sé ekki svo-
lítið gaman að hafa á ferilskránni
bjór sem skarti hæstu með-
aleinkunn allra íslenskra bjóra á
bjórnördavefnum Untappd – nefni-
lega 4,51 – jánkar Sturlaugur því
en verður satt að segja svolítið
hvumsa. Hann hafði ekki hugmynd
um það, enda lætur hann að sögn
markaðsdeildina um að fylgjast
með svona löguðu. Hann er of upp-
tekinn við að búa til góðan bjór.
„Það er alltaf frábært þegar fólki
líkar við það sem við erum að
gera.“
Surtur hinn armaníak-tunnulegni
Armaníak er afbrigði af brandíi
sem ekki er á hverju strái og því
liggur beinast við að spyrja Stur-
laug hvort ekki sé erfitt að útvega
sér tunnur sem hýst hafi þann fá-
gæta drykk. Jú, hann segir svo
vera.
„Þetta er eitthvað sem maður
kemst ekki svo glatt yfir, en sem
betur fer erum við með einskonar
tunnumann úti í Evrópu – svona
„barrel guy“ – sem fékk í hendur
armaníak-tunnur sem við vorum
ekki lengi að hrifsa til okkar. Það
eru í þessu þessir mjúku þrúgutón-
ar, ekki ósvipað og í koníaki, en það
er meiri eplafílingur í bland.“
Blaðamaður getur ekki á sér set-
ið og stingur upp á að sú pæling
verði tekin lengra að ári með því að
þroska Surt á calvados-tunnum, en
það er hreinræktað eplabrandí.
„Það væri náttúrulega gaman. Það
þarf bara að setja pressu á tunnu-
gaurinn okkar!“
Surtur hinn rommtunnulegni
Loks er að nefna Surt sem hefur
fengið að mótast í tunnum utan af
ljósu rommi frá Karíbahafseyj-
unum.
„Þetta er eitthvað sem við höfum
aldrei gert áður og mjög spennandi
að sjá hvernig þetta kemur út. Við
vorum satt að segja einna spennt-
astir að sjá hvernig sá rommt-
unnulegni kæmi út því útkoman var
í rauninni alveg óútreiknanleg;
romm er eitthvað svo allskonar.
Maður veit ekki alveg hvað gerist
en við erum mjög ánægðir með út-
komuna. Það kemur ekki mjög
sterkt fram í lyktinni en í bragðinu
kemur fram sterkt sykurreyrs- og
mólassabragð.“
Nýir Surtar
í bland við
góðkunningja
Surtur Nr. 47
Bjórstíll: Kaffibættur
Imperial Stout
Áfengismagn: 10%
Surtur Nr. 8.4
Bjórstíll: Imperial
Stout, þroskaður í
Single Malt Whisky-
tunnum frá Skotlandi.
Áfengismagn: 14,5%
Surtur Nr. 8.5
Bjórstíll: Imperial
Stout, þroskaður í
Armagnac-tunnum.
Áfengismagn:
13,2%
Surtur Nr. 8.6
Bjórstíll: Im-
perial Stout,
þroskaður í
rommtunnum.
Áfengismagn:
13,2%
Surtur Nr. 30
Bjórstíll: Taðreyktur
Imperial Stout
Áfengismagn: 9%