Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 13
> Nýtt stjórnsýsluhús í Sandgerði: Miðbæjarhúsið tekur á sig mynd \ Framkvæmdir við Mið- bæjarhúsið í Sandgerði eru komnar vel á veg og er nú búið að steypa upp þriðju hæöina á húsinu. Húsið verður um 2700 m_ og er gert ráð fyr- ir að það verði tekið í notkun í ágúst á næsta ári. A fyrstu hæð hússins verður bókasafh, fjölnotasalur, þjónustu- eldhús, þjónustuiými og íjórar þjónustuíbúðir. A annarri hæð verða bæjarskrifstofur, þjónustu- rými og íbúð. A 3. hæð verða 9 Búmannaíbúðir, 50-60 m_ að stærð með glæsilegu útsýni frá svölum. Bílastæði verða sunnan og austan við húsið, en útivistarsvæði með stéttum, göngustígum, tjörn og ijölskyldugarði að vestan. 1 samantekt Guðfinns Þórðarson- ar, byggingarfulltrúa, segir að það sé ætlun bæjaryfirvalda að skapa líf i húsinu og verður leit- ast við að gera bókasafnið sem nútimalegast og bjóða upp á ýmsar nýjungar sem nútíma bókasöín bjóða upp á fyrir fólk á öllum aldri. Þá verður mikil breyting verður á vinnuaðstöðu og aðgengi að bæjarskrifstofún- um. Lagt til að lágtekjufólk fái aukahúsaleigubætur Fjölskyldu- og Félags- málaráði Reykjanesbæj- ar hefur lagt til við bæj- arráð að Reykjanesbær muni á næsta ári taka upp greiðslu sérstakra húsaleigubúta til þeirra sem lægstar tekjur hafa og greiða háa húsaleigu. Tillag- an var samþykkt á fundi FFR í gær og mun verða tekin fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudag. Þessi aukaflárveiting kæmi til viðbótar við almennar húsaleigu- bætur og væri ætluð þeim sem ekki hafa aðrar heimilistekjur en atvinnuleysisbætur, ellilífeyri eða örorkubætur með óskerta tekju- tryggingu eða framfærslu og greiða 50.000 eða meira í húsa- leigu. Samkvæmt tillögunni gætu sér- stakar húsaleigubætur að há- marki verið sem nemur lægstu almennu húsaleigubótum hveiju sinni, án tillits til fjölskyldu- stærðar. Þær verða aðeins greidd- ar til þeirra sem hafa haft lög- heimili í Reykjanesbæ í tvö ár eða lengur frá því umsókn er lögð fram. Ef tillagan verður samþykkt í bæjarráði skulu umsóknir um sérstakar húsaleigubætur lagðar fram og afgreiddar hjá Fjöl- skyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar. Gert er ráð íyrir að hámark heildargreiðslna vegna sérstakra húsaleigubóta á árinu 2005 nemi kr. 2.000.000. Fyrstir með þœgindin! 1-da f ACUVUE' fvtWOH Fyrstir með litina! í-OA rAtUVUL Upplifðu fyrstu lituðu einnota daglinsurnar á markaðnum Kannaðu málið hjá okkur Si Opticcil Studio 1 GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 Þœgilegur vefur og alltafí lit! www.vf.is Helgargns Sérkryddað að hætti miðjarðarhafsbúa Með pestó á ítalska vísu Helgarlamb l Kryddað aö hætti miðjarðarhafsbúa \ Með sólþurrkuðum tómötum og basil ' Með sérvöidu kryddi fyrir íslenskt lambakjöt TILBUIÐ I OFNINN EÐA A GRILLIÐ Borgarnes Kjötvörur kynna girm'lega nýjung Helgargrís og Helgarlamb 6 girnilegar tegundir... þú verður að prófa allar! ES^i Þú hitar ofninn, tekur kjötið úr umbúðunum, setur í álformið og stingur í ofninn, eða beint á grillið Kynning í Samkaup, Njarðvík, föstud. 22.okt. kl.16:00-19:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.