Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 20
'i!4 VINTERSPeRT DEILDIN M.fl. Karla Fimmtudaginn 21. október Kl. 19.15 Keflavík - Haukar LangbestéL Afesprýði (Jrslit vikunnar 1. deild kvenna Njarðvík- Grindavík 41-44 Njarðvík: Ilclga Jónasdóttir 13/17, Jamie Woudstra 11/13. Grindavík: Ólöf Pálsdóttir I 1, Erla Þorsteinsdóttir 9, Petrúnella Skúladóttir 9. Kcllavík-Haukar 77-60 Kellavík: Bristol 23, Anna María 16/11, Bryndís Guðmundsdóttir 12/17, Rannveig 12. I laukar: Helena Sverrisdóttir 22/17 ÍS-Kcflavík 64-79 Keflavík: Anna María 30, Bristol 18/9/8, María Ben Erlingsdóttir 13. IS: Signý Hermannsdóttir 14/11, Alda Leif Jónsdóttir 14. Intersport-deildin ÍR-Njarðvík 73-103 Njarðvík: Brenton 30, Páll Kristinsson 20/10, Sayman 18, Friðrik Stefánsson 10/12. ÍR: Grant Davis 19/10, Fannur I lelgason 12 Snæfell-Kctlavík 87-82 Keflavík: Glover 24, Arnar Freyr 12, Mathews 11. Snæfell: Green 22, Sigurður Þorvaldsson 20/10, Pálmi Sigurgeirsson 19. Grindavík-Hamar/Selfoss 134-1II Grindavík: Lewis 46/12, Páll Axel Vilbergsson 30/7/9, Miller 21, Jóhann Ólafsson 12, Kristinn Friðriksson 12. II amar/Sel foss: Woods 35/15, Marvin Valdimarsson 31, Damoit Bailey 26/12. Sportmolar Njarðvík mætir KR í kvöld ■ Næsta vika verður ansi strembin fyrir Njarðvíkinga þar sem þeir eiga fyrir höndum tvo tvísýna leiki. I kvöld mæta þeir KR í DHL-höllinni og verður þar við rarnman reip að draga. Bæði lið hafa unnið báða sína leiki og verður ekkert gefið í baráttunni. Einar Arni Jóhannsson, þjálfari Njarðvikur, spáir hörkuleik eins og alltaf þegar liðin mætast. „Það hefúr gengið á ýmsu hjá þeirn í vetur en þeir eru samt meðal sterkustu liðanna í deildinni. Við vorum að vísu að missa einn leikmann, en ég vona að strákarnir þjappi sér þeim betur saman fyrir leikinn.” Erfiðirleikirframundan ■ Njarðvik á framundan tvo erfiða leiki i 1. deild kvenna. Á laugardag mæta þær KR á útivel- li, en þar ættu þær að geta komið á óvart. KR er ekki nærri því eins sterkt og í fyrra þar sem þær hafa misst mikilvæga leikmenn og gefst Njarðvíkingum færi á að striða þeim örlítið. Stigin verða mun torsóttari í næsta leik þar á eftir þar sem Stúdínur eru sóttar heim. Grindvíkingar vilja hefna ófaranna ■ Grindavíkurstúlkur.sækja Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Fyrirffam eru Grindvíkingar álit- nar með sterkara lið, en þó unnu Haukar sigur í æfingaleik liðan- na í haust. Örvar Kristjánsson, þjálfara líst vel á leikinn og segir sínar stúlkur eiga harma að hefna. „Þær unnu okkur síðast, en ég vona að stelpumar verði tilbúnar í þennan leik.” Jafnaði heimsmet í keilu teinþór Geirdal Jóhannsson jafnaði heimsmetið í keilu þcgar hann lék fullkominn leik, þ.e. 300 stig, á Freyjumótinu sem lauk á mánudaginn. Hann sló síöan Islandsmetið í 4 leikjum er hann spi- laði 1.033 sem er rúmlega 258 að meðaltali í leik og jafnaði Islandsmetið í 5 leikjum, 1.228 stig. Þá sló hann Islandsmetiö í 6 leikjum um eina 60 pinna, er hann spilaöi 1.484 sem er rúmlega 247 að meöal- tali. > MetsöluhöfunduríReykjanesbæ: Birgitta Jónsdóttir Klasen gaf á dögunt út bókina Læknum með höndunum: Nútíma þrýstimeð- ferð. Bókin er sú fyrsta sem Birgitta sendir frá sér en alls ekki sú síðasta. Þrýstipunktameðferð, eins og sú sem Birgitta fæst við, er fram- kvæmd með fingrunum þar sem þrýst er á vissa sársaukabletti í líkamanum til að bæta og auka orkuflæði. Skömmu eftir að bók Birgittu kom út flaug hún upp metsölulistann og var í 6. sæti í flokki vinsælustu handbóka, ffæðibóka og ævisagna á tímabil- inu 6. október til 12. október í öllum helstu bókabúðum lands- ins. Birgitta er upprunalega frá Þýskalandi en hefur búið á Is- landi í Ijögur ár. „Eg er mjög stolt af bókinni minni og fólk hefur verið að hringja í mig til þess að þakka mér fyrir bókina því hún hafi hjálpað þeint mikið,” segir Birgitta sem starfar á Flughótel- inu í Reykjanesbæ. Bókin er byggð á 30 ára reynslu Birgittu við náttúriilækningar en hún var aðeins 6 ára gömul þegar hún hóf að íramkvæma svæðameðferðir á fólki. Þær þrýstipunktameðferðir sem er að finna í bók Birgittu eru sér- lega sniðnar að íslenskum veik- indum eða öðrum kvillum er telj- ast algengir hérlendis. T.d. er að finna þrýstipunkta í bókinni sem gott er að nudda gegn nefstíflum. „Fólk á ekki að nota pillur við minniháttar veikindum heldur að finna náttúrulegar leiðir til þess að lækna sig sjálft og þrýsti- punktameðferð er árangursrík leið til þess,” segir Birgitta sem mælir með því að fólk gefi sér tíma til þess að lesa bókina vel og einbeita sér þegar það beitir þrýstipunktameðferðinni, hvert svæði líkamans sem unnið er á þarf ekki nema 5-20 mínútur. Nú á laugardag mun Birgitta árita bók sína í Bókabúð Kefla- víkur/Pennanum ntilli kl. 11 og 12. „Það er aldrei að vita nema að ég eigi eftir að skrifa barna- bók og síðan kannski bók fyrir fullorðna, ég get hvorki sungið né málað en ég get skrifað,” segir Birgitta að lokum. Erla Dögg setti stúlknamet WILEY FARINN HEIAA Troy Wiley, bandaríski leikmaöurinn í röðum Njarðvíkinga, er farinn til síns heima og er leit liafln af eftirmanni hans. í Morgunblaðinu haft eftir þjálfara Njarðvíkur, Einari Árna Jóhannssyni, að Wiley hafi haldið út til að vera við hlið foður síns, sem lenti í slysi. Hann hafi viljað koma aftur til Njarðvíkur, en aðstæður haft ekki leyft slikt. Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB setti íslandsmet í stúlk- naflokki í 400m fjórsundi á sundmóti Ægis um helgina. Erla Dögg synti á tímanum 4,57,47 sem er frábær tínii og bæting á gildandi íslandsmeti Láru Hrundar Bjargardóttur úr SH í stúlknallokki um rúm- lega 3 sek. Gamla metið 5,00,66 var frá árinu 1998. Erla Dögg hlaut VÍS-bikarinn að launum fyrir afrek sín, en Jakob Jóhann Sveinsson fékk bikarinn í karlaflokki. Árangur ÍRB á mótinu var annars ágætur og lentu þau í öðru sæti í stigakeppninni á eftir mót- shöldurum Ægis. Þau unnu til 23 gullverðlauna, 19 silfúrverðlauna og 19 bronsverðlauna. Stefán og Guðný best í Keflavík Stefán Gíslason var valinn besti leikmaður sumarsins í meis- taraflokki karla á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur um síðustu helgi. Guðný Þórðardóttir var valinn besti Ieikmaður kvenna við sama tækifæri. Lokahófið fór fram á Ránni í Reykjanesbæ og var þar saman kominn fjöldi manns til þess að gleðjast með sinu knattspyiriufól- ki. Áð þessu sinni var það Isólfúr Gísli Pálmason sem stjórnaði veislunni og hinn síungi æringi Laddi hélt upp fjörinu af sinni alkunnu snilld. Meistaraflokkur karla: Besti félaginn, Magnús Þorsteinsson Efnilegasti leikmaðurinn, Ingvi Rafn Guðmundsson Besti leikmaður, Stefán Gíslason Meistaraflokkur kvenna: Besti félaginn, Björg Ásta Þórðardóttir Efnilegasti leikmaðurinn, Mist Elíasdóttir Besti leikmaður, Guðný Þórðardóttir 20 ViKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.