Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 2
o E m 0 0 Stafræn myndavél hleðslutœki og taska fylgir fritt með að verðmæti kr. 4.500 Upplausn: 3.2 MegaPixel Aðdfóllur: 40-11 Immm, I5x Hreyfimyndir: ótakmarkoð eftir stærð minniskorts Fókus: Normal AutoFocus X.Xm ócndanlcgt, Macro AuloFocus X. 14-X.Xm Lokarahraði: 2 til 1/2000 sek. _ _ _ - Skjór: 4.6cm lila LCD skjór VGTO ICf* 24 «900 Floss: Innbyggt ISO hraði: 100, 200, 400, Minnkar rauð ougu: Jó Minnisraufar: 1ó mb innra mínni Secure Digital (SD) eðo (MMC) SAMHÆFNIi iMiiiiiHimm Hringbraut 96 • Sími 421 7755 • www.samhaefni.is • sala@samhaefni.is allt er framkvæmanlegt Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Magnússon, áður til heimilis að Garðavegi 5, Keflavík lést á Garðvangi Garði laugardaginn 16. október. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. okt. Kl. 14:00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lára Þórðardóttir, Einar Sveinn Guðjónsson, Tína Gná Róbertsdóttir, Gunnar Þór Sæþórsson. >► Þrjú sveitarfélög slíta samstarfi við Reykjanesbæ: Sandgerði, Vogar og Garður koma á sameiginlegri barnaverndarnefnd Sandgeröi,Vogar og Garð- ur hafa slitið samstarfi við Reykjanesbæ í mál- efnum barnaverndarnefndar. Sveitarfélögin þrjú hafa í fram- haldinu ákveðið að koma sér upp sameiginlegri barnavernd- arnefnd sem skal taka til starfa ekki síðar en þann 1. desember nk. Samstarfið við Reykjanes- bæ hafði staðið frá desember 2002. Reynir Sveinsson, fonnaður bæj- arráðs Sandgerðis, sagði í samtali við Vikurfréttir að ástæðan fyrir samstarfsslitunum séu breyttar aðstæður. „Við töldum þetta ein- faldlega vera hagkvæmari kost í stöðunni,” sagði Reynir og bætti því við að þeir hefðu engar áhyggjur af framhaldinu þar sem þeir hefðu á að skipa færu starfs- liði. Hjördís Arnadóttir, félagsmála- fulltrúi Reykjanesbæjar sagði að uppsögn samningsins hafi komið sér nokkuð á óvart þar sem búið var að leggja þó nokkra vinnu í að fínpússa vinnureglur sameig- inlegrar bamavemdamefhdar. Samstarfið sagði hún hafa verið með ágætum. „Við töldum til hagsbóta að hafa samræmd vinnubrögð hér á svæðinu. Þau eiga eftir að standa sig vel því þau hafa eflaust lært ýmislegt af samstarfinu sem þau munu búa að . Við hér í Reykjanesbæ emm hins vegar keik og sjálfum okkur næg.” > Síðast haldin hópslysaæfing á Suðurnesjum 1988: 500 manna hópslysa- æfíng á Keflavíkurflugvelli Yfir 500 manns ntunu taka þátt í hópslysaæf- ingu sem haldin verður á Keflavíkurllugvelli laugardag- inn 6. nóvember. Þar verða við- brögð vegna brotlendingar far- þegaflugvélar við Keflavíkur- flugvöll æfð. Síðast var haldin flugslysaæfing á Keflavíkur- flugvelli árið 1988. Fræðslu- fundur fyrir viðbragðsaðila á æfingunni var haldinn í Stap- anum á föstudag þar sem um 150 manns mættu. Að sögn Asgeirs Asgeirssonar sérverkefhafulltrúa á Keflavíkur- flugvelli hefur sl. fjögur ár verið unnið að undirbúningi björgunar- áætlunarinnar. „Þessi nýja áætlun verður undir sameiginlegri stjóm almannavamanefhda Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar. Æfingin verður mjög umfangsmikil en það eru Flugmálastjóm á Kefla- víkurflugvelli og Sýslumanns- embættin á Keflavíkurflugvelli og t Keflavík sem sjá um skipu- lagningu æfmgarinnar, en meðal samstarfsaðila er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli,” sagði As- geir í samtali við Víkurfréttir. > Kristján Gunnarsson nýrformaðurStarfsgreinasambandsins: HLAUT TÆPLEGA 65% ATKVÆDA Kristján Gunnarsson var fyrir helgi kosinn for- maður Starfsgreinasam- bandsins. Kristján hlaut 489 atkvæði eða 64,5% atkvæða í formannskjörinu á ársfundi Starfsgreinasambandsins. Signý Jóhannsdóttir hlaut 269 at- kvæði eða 35,5% atkvæða. Krist- ján er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og hann var varafor- maður Starfsgreinasambandsins. > Suðurnes: Flestirflytja frá Reykjanesbæ -flestirflytja í Garðinn | ^ ækkað hefur um 26 H manns á Suðurnesjum á -L tímabilinu júlí til sept- ember á þessu ári. Á tímabilinu fluttu 469 manns til Suðurnesja en 495 fluttust frá Suðurnesjum samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands. Mesta fólksfjölgunin á þessu tímabiii er í Garði en þar fjölgaði um 20 manns, mesta fólks- fækkunin er í Keflavík en þar fluttu 42 í burtu. I Höfhum ákvað einn að flytjast á braut en það fjölgaði um þrjá í strjálbýli á Suðumesjum. í Grindavík fjölg- aði um 16 manns en 20 fluttu frá Njarðvíkum. Sandgerðingum fjölgaði um 11 manns og í Vogum fækkaði um 13. Brottfluttir 26 fleiri en aðfluttir 2 VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.