Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 15
Kvennakarfan BLAÐAUKI VÍKURFRÉTTA UM KÖRFUKNATTLEIK KVENNA Á SUÐURNESJUM 1. deild kvenna er farin í gang í 48. sinn. Eins og mörg undanfarin ár er Keflavíkur- stúlkum spáð titlinum, en þó bendir allt til þess að keppnin í ár verði harðari en oft áður. Mörg hinna liðanna hafa styrkt sig fyrir átökin og eru til alls líkleg. Sérstaklega er búist við því að IS og Grindavík komi til með að velgja meisturum Keflavíkur undir uggum. Mannskap- urinn er mun jafnari í topp- liðunum þremur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni þar. í neðri helmingnum verður barátta um að sleppa við falldraug- inn. Þar verða Njarðvíkur- stúlkur með sitt unga og óreynda lið sem mun mæða mikið á í vetur. Keflavíkurliðið hefur þrátt fyrir allt alla burði til að verja titlana frá síðasta vetri þar sem þær hafa á góðri blöndu reyndra og ungra leikmanna að skipa. Róðurinn verður samt þyngri en áður. VIKURFRÉTTIR I BLAÐAUKIUM KÖRFUKNATTLEIK KVENNflÁSUÐURNESJUM 115

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.