Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Síða 2

Víkurfréttir - 04.11.2004, Síða 2
 f r é t t i r Fimmtánára með landa niðriíbæ Nokkur erill var hjá Lögregl- unni í Keflavík á fóstudags- kvöld og aðfaramótt laugar- dags eftir færslum í dagbók lögreglu að ræða. ■ Á þriðja timanum í aðfar- amótt laugardags höföu lög- reglumenn svo afskipti af þremur fimmtán ára stúlkum fyrir utan skemmti- stað í Keflavík. Var ein þeirra með landa í plastbrúsa. Var farið með stúlkurnar heim og foreldrar látin vita. Lagt var hald á landann. ■ Fíkniefhi fundust í fórum tveggja ungmenna sem voru stöðvuð í bifreið sinni. Um var að ræða lítilræði af hassi, en pilturinn og stúlkan voru hand- tekin. Var þeim sleppt að skýrslu- töku lokinni. ■ Skömmu síðar var til- kynnt um mann sparkandi i bíla á Suðurgötu i Keflavík. Handtóku lögreglumenn þar mikið ölvaðan mann og kvað vitni umaðræðasama mann og hafði sparkað í bíl vitn- isins. Hafði hliðar- spegill verið brotinn. Maður- inn var færður í fangageymslu þar sem hann fékk að sofa úr sér. ■ Þá var lögreglan kölluð að skemmtistað við Hafnargötu um kl. hálf fimm þar sem maður hafði verið sleginn í höfuðið með flösku. Meiðsli mannsins voru minniháttar og vildi sá sem sleg- inn var ekki gera neitt frekar í málinu né leita læknis. Rauður sími 690 2222 beint samband við blaðamann og ijósmyndara allan sólarhringinn! Tunglmyrkvi sást ekki vel frá Suðurnesjum: Tunglmyrkvi fór í felur bakvið ský Almyrkvi var á tungli á aðfararnótt fimmtudags. Skyggni hafði verið með besta móti allt kvöldið og var áhugafólk farið að hugsa sér gott til glóðarinnar. Þá greip blessaður máninn til íslensku aðferðarinnar og hrönnuðust skýin upp með undraskömmum tíma. Ljóst var að almyrkvinn sæist ekki, en Ijósmyndari Víkurfrétta náði þó nokkrum myndum af skugganum sem skreið yfir tunglið áður en allt varð svart. Reykjanesbraut: Tvær bifreið- ar óku útaf Tvær bifreiðar óku útaf Reykjanesbraut á fimmta tímanum á fimmtudagsmorgun í síð- ustu viku. Mikil hálka hafói myndast en meiðsl á fólki eru ekki talin alvarleg. Önn- ur bifreiðin fór útaf vestan við Kúagerði og voru þrír í þeirri bifreið sem flutt var á braut með kranabíl. Hin bifreiðin fór útaf vestan viö Strandarheiði en ekki urðu meiðsl á fólki. > Hálkan kemurfólki alltaf jafn mikið á óvart: Lenti utanvegar á Sandgerðisvegi Betur fór en á horfðist þegar bifreið lenti utan vegar á Sandgerðisvegi við Rockvilie rétt fyrir klukk- an tíu á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Tvennt var í bíln- um, sem lenti á þakinu eftir að hafa henst útaf veginum í hálkunni. Tveir sjúkrabílar, lögreglubíll og tækjabíll Brunavama Suðumesja mættu á vettvang en fljótt varð ljóst að ekki þyrfti á honum að halda. Vom ökumaður og farþegi flutt á HSS til skoðunar, án alvar- legra áverka en nokkuð lemstmð. Um sama leyti féll kona í hálku fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík þannig að á sama tíma var allt sjúkralið BS úti á vettvangi. Lögreglan á höttunum eftir rjúpnaskyttum Lögreglan í Keflavík stendur þessa dagana fyrir sérstöku eftirliti með hugsanlegum rjúpnaveið- um og mun vera með slík eftir- lit næstu daga en lögrcglu hef- ur borist upplýsingar um ferð- ir rjúpnaveiöimanna síðustu daga í nágrenni Grindavíkur þrátt fyrir tímabundna friðun rjúpunnar. Blaðamaður Víkur- frétta var á ferð um óbyggðir Reykjaness, m.a. á Fagradals- fjalii og þar sáu menn tóm skothylki við vegarslóða, sem gefur tilefni til að fylgst sé með hugsanlegum veiðum. Festist í stórgrýttu hringtorgi Svo óheppilega vildi til á mánudag að ökumaður missti stjórn á bíl sínum á hringtorginu við Hafnargötu og Faxabraut og hafnaði uppi á torginu. Hann náði ekki að losa sig af sjálfsdáðum og sat því fastur á torginu í hádegisösinni. Sem betur fer urðu engin slys á fólki og eins olli slysið engum skemmdum nema á bifreiðinni sjálfri. Hlýjar móttökur í Heiðarskóla Heiðarskóli tók vel á móti nemendum sínum sem sneru aftur í skólann á mánudag eftir sex vikna fjarveru. Allir fengu djús og skúffuköku og féll fram- takið sannarlega í góðan jarðveg. Alls voru bakaðar 25 skúffukökur enda dugar ekkert minna fyrir 482 nemendur skólans. Keflavík með Kolaport kveðið hefur verið að opna KOLAPORT í 88-húsinu í desember ef næg þátttakafæst. Knatt- spyrnudeildin biður alla velunnara deildarinnar sem eru að fara í jólahreingern- ingarnar að gefa deildinni það sem annar á að fara á haug- ana. Allar bækur, plötur, lampar, borð og hvaðeina sem fólk ættl- ar aðhenda vill deildin gera könnun nteð hvort hægt sé að selja fyrir sanngjart verð. Meiningin er að starfsmaður Knattspymudeildar taki á móti vörum í Sundlaugarkjallara eftir nánara samkomulagi eða sæki heim til fólks það sem það vill losna við. Hægt er að ná í Ásrnund i sirna 894-3900. Þeir aðilar semselja vilja handverk eða bakkelsi, vinsamlegast hafið samband við sarna aðila samkvæmt auglýsingu í blaðinu. 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.