Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 8

Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 8
KALLINN Á KASSANUM Fátt um svör á H Vellinum... KALLINN VERÐUR ákaflega reiður ef verkfall skellur á að nýju í næstu viku. Það lítur allt út fýrir að þessi miðlunartillaga hafi verið jafn ómerkileg og laumuspil Varnariiðsins sem flýr nú ísland í skjóli nætur. KALLINN FRÉTTI af glæsilegum framtíðaráætlunum sem voru kynntar á SSS fundinum um helgina. Glæsilegar hugmyndir sem verða mikil lyftistöng fyrir svæðið þótt ekki nema lítill hluti þeirra verði að veruleika. KALLINN VAR mjög skúffaður yfir hinum áætlaða tunglmyrkva, Kallinn var búinn að koma sér fyrir úti á sólpalli til þess að sjá heriegheitin í hryssingskulda um hánótt þegar ský dró fyrir tungl og ekkert sást. KALLINN FURÐAR sig á því að engin skýr svör standi til boða í málefnum varnariiðsins. Það er lág- mark að fólk fái að vita hvað sé á seyði. SJÁLFSTÆÐISFÉLAGK) Njarðvikingurvarð 50 ára á dögunum og vill Kallinn óska þeim til hamingju. Þó Kallinn sé ekki sammála þeim bláu í pólitíkinni þá er nú alveg hægt að vera almennilegur. NÚ FER jólaösin að hellast yfir landsmenn og það er rétt farið að hausta. Væri ekki réttara að bíða fram í lok mánaðar með að drekkja neytendum í auglýsingabrjálæðinu? RITSTJORNIN Afgreiðsla Víkurf rétta eropin alla vírka daga frákl. 09-12 og 13-17. Meðþvíaðhringjaí síma 4210000 erhægtað velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild oghönnunardeild. Fréttavakt allan sólar- hringinn er í síma 898 2222 Útgefandi: flfgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími4210004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 4210003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 4210014, jbo@vf.is Víkurfréttirehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 4210005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 4210013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 4210011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 4210012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 4210009, gudrun@vf.is Aldis Jónsdóttir, sími 4211010, aldis@vf.is ™ WtlASMLA Brekkustíg 38 Reykjancsbæ, s: 421 4444, Fax: 421 3732 Hyundai Terracan á frábæru verði allt að 400.000 kr. afsláttur af nýjum bíl 100% lán af notuðum bílurn- 4,2% vextir MiHð árvsil sof msDtoðMm bílum! Hólagata 35 Njarðvík - 4ra herbergja nh. Verð:8,5 millj. 4ra herbergja íbúð í tvíbýli á góðum stað á Suðurnesjum. íbúð með karakter. Stór garður og stutt í alla þjónustu. Stofa / Eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu og t.f uppþvottavél / þrjú rúmgóð svefnherbergi / Baðherbergi með baði. Veggir í Spönskum stíl. Stór garður. Eign sem vert er að skoða. Sölufulltrúi: Sigríður Guðnadóttir, 663-3219, sigga@remax.is fS/AVX M U N D I Var nokknð tölva upplýsingafuUtrúa Varnarliðsins send utan með vopnunum? Það hefur nefnilega ekkertheyrstfrá hernum í marga daga... VIÐHORFSKÖNNUN Spurt var: Er Varnarliðið endanlega á förum? Já sögðu 64%, nci sögðu 36% Spurning vikunnar á vf.is er: Samþykkja kennarar miðlunartillöguna? Farðu inn á vef Víkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar I Víkurfféttum vikulega, ásamt næstu spumingu. Og þá var kátt í höllinni Það eru forréttindi að fá að starfa í flugstöðinni og geta fylgst með mannflórunni sem staldrar þar við, ýmist á ferð sinni út úr landinu eða á leiðinni „heim” eins og flugfreyjurnar orða það svo skemmtilega. Túristarnir bíða spenntir eftir því að fá að kanna leyndardóma næturlífsins í höfuðborginni eða bara að dýfa stóru tánni í Bláa lónið. Jafnvel renna á Gullfoss og Geysi í lopapeysunum, að sjálfsögðu í sauðalitunum. Við ættum að skylda alla útlendinga til að kaupa þær niðri í komusal, svona rétt eins og kanarnir ætla að heimta að taka af okkur fingraför og lífsýni við komuna til fyrirheitna landsins. Þá fyrst yrðu styrkir til bænda aflagðir og dilkakjet í boði á „skid og inge ting” allt árið um kring. Nú streyma tugþúsundir farþega í hverjum mánuði í gegn- um gullæð ríkisins og svei mér þá ef þeir eru ekki boðnir velkomnir í græna hliðinu, sem jafnast á við það gullna á efri hæðinni. Flugstöðin er reyndar löngu búin að sprengja utan af sér á háannatímum en lítur út eins og einskismannsland á dauða tímanum. Rimlar fýrir dyrum. Það stendur nú allt til bóta og nú rís höllin til himinhæða í aflri sinni dýrð og gleri. Bisnessinn fær meira pláss til að spila úr og veruleiki samtímans fær sína útrás á segul- kortunum. Þetta hefur þingmaðurinn Hjálmar þefað uppi og spáir okkur íýrsta sæti í atvinnumálum framtíðarinnar á Suðumesjum. Lofaði meira að segja hreinu íslensku vatni þangað uppeftir í kosn- ingabaráttunni. Hlakka til þegar hann efnir það loforðið. Vatnið er svo helvíti vont svona klórblandað. Skelfilegt lýti á ímynd landsins! Get þó ekki látið hjá líða að minnast á bankastjórann, sem ég fylgdist með um daginn þegar ég var að fara í flug. Einn af þessum gelgreiddu ungu stjórum sem hefur séð til þess að úrvalsvísitala hlutabréfa hefur malað hluthöfum hans gulli og grænurn skógum á undanförnum árum. Einhverra hluta vegna höfðu launin hans þó ekki dugað þessi mánaðarmótin því hann var klæddur í akrýl að ofan, svona líka skemmtilega sveitalega rönd- óttur, í gulu og brúnu, var í stífþressuðum jarðlitum kakíbrókum og skórnir sem drengurinn sprangaði um á, maður lifandi, minntu helst á ópússaðar mokkasíur úr garnla kaupfélaginu. Guð minn góður, ég skammaðist mín íýrir hans hönd að fara svona útlítandi í flug og væntanlega á Saga class. Þá rann skyndilega upp fýrir mér frasinn úr frábærri auglýsingu frá Icelandair, þar sem fína frúin lítur skelfmgu lostin í kringum sig á viðskiptafarrými og segir þessu ódauðlegu orð; „Hvar er allt fina fólkið?” 8 VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.