Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 04.11.2004, Qupperneq 12
VF-Ljósmynd/Héðinn Eiríksson Nemendur FS taka áskorun í VF Erik Olaf Eriksson vill meina að NAFTA sé dauðadómur yfir innfæddum í Mexíkó. Hann vill einnig vita af hverju foreldrar Arnars Magnússonar láta son sinn búa í bílskúrnum. Erik skorar á Arnar Magnússon. Hefurðu fengið harðsperrur....svo mikið? Bíddu, hver er Inga? Á ekkert að fara....í form? Gymmið, hvað er það? Mig grunar að þú sért að meina Jim og þá veit ég ekkert um hvað þú ert að tala. Hvenær ertu nettastur á því? Þegar ég er búinn með morgun- hlaupið áður en ég fer i vinnuna. Hvað ætlaröu að gera....á Popptívi? Ég ætla að veita honum ævilanga ráðningu. Hver er þín skoðun á NAFTA? NAFTA er dauðadómur yfir inn- fæddum í Mexikó. En þar sem svarið gæti orðið langt bendi ég á vefslóðina http://www.zmag.org/chiapas 1 / Mínar Spurningar liandaArnari Magiuíssyni. Hvemig finnst þér þetta af og á samband hjá Helga og írisi? Hvemig finnst þér hljómsveitin Talion? Hvemig heldurðu að Bubbi Rodriguez hafi fjármagnað lúxusibúðina? Af hveiju létu foreldramir þínir þig búa í skúmum? Hver er uppáhalds raðmorðinginn þinn? Efni og ábendingar til VF17 • johannes@vf.is Skyggnilýsingarfundur María Sigurðardóttir miðill verður með skyggnilýsingarfund sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13,Keflavík. Húsið opnar kl. 20.00, aðgangseyrir við innganginn. Allir velkomnir Stjórnin Afmælisboð i tilefni af 70 ára afmæli Iðnaðarmannafélags Suðurnesja þann 4. nóvember, er iðnaðar- mönnum ásamt mökum boðið til afmælishátíðar í Kirkjulundi sunnudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Gamlir félagar í Iðnaðarmannafélaginu eru sérstaklega boðnir velkomnir. Athugið að allar gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. Stjórn lðnaðarmannafélags Suðurnesja > Mannfagnaðir: Iðnaðarmannafélag Suðurnesja 70 ára -Kaffisamsæti í Kirkjulundi sunnudaginn 7. nóvember klukkan 14:00 ann 21. október árið 1934 kvaddi maður að nafni Sigmundur Þor- stcinsson nokkra starfsbræður sína til fundar til þess að ræða mögulcika á stofnun Iðnaðar- mannafélags. Þann fund sátu auk Sigmundar, þeir Þórarinn Óiafsson, Skúli H. Skúlason og nokkrir aðrir iðnaðarmenn. Voru þessir þrír áðurnefndir menn kosnir í undirbún- ingsnefnd og skyldu þeir vinna að stofnun féiagsins. Ekki sátu þessir menn aðgerðarlausir því aðeins tveimur vikum seinna voru þeir búnir að afla gagna til að semja Iög félagsins og ýmislegt annað sem til þurfti. Hinn 4. nóvember árið 1934 boðaði undirbúningsnefndin tii fundar í gamla barnaskólanum í Ketlavík þar sem formlega var gengið frá stofnun féiags er bar fyrst nafnið Iðnaðar- mannafélagið í Keflavík, síðar Iðnaöarmannafélag Kefla- víkur. Árið 1958 var nafninu breytt í Iðnaðarmannafélag Suðurnesja. Fyrsti formaður félagsins var Þórarinn Ólafsson trésmiður og í stjórn með honum voru þeir Guðmundur Skúlason, Skúli H. Skúlason, Sigmundur Þor- steinsson og Guðni Magnússon. Alls sátu nítján iðnaðarmenn stofhfundinn, gerðust stofhfélag- ar og undirrituðu stofnlögin. Á næstu tveim fundum bættust fjórir félagar við og töldust þeir líka stofnfélagar. Stofnfélagar voru því taldir 23 og komu þeir úr níu starfsgreinum. (heimildir Iðnaðarmannatal Suðumesja). Um miðjan áttunda áratuginn fór að draga úr fundarsókn og áhugi á félaginu sem slíku varð nánast að engu. Reynt var að halda árshátíðir sem gengu mjög vel og nokkur ár en síðan dvínaði áhug- inn á þeim líka og má þá segja að fljótlega upp úr 1990 hafi ekki neinn áhugi verið á félaginu og voru félagar löngu hættir að borga útsenda gíróseðla fyrir félagsgjöidum. Félagið átti húseign að Tjarnargötu í Kefla- vík en stjórn sú er var þá fékk heimild til að selja eignina og var hún seld þar sem engin innkoma var hjá félaginu og enginn peningur eftir í sjóðum til að viðhalda eigninni eða borga af henni skatta og skyldur. Sá tími sem liðinn er írá sölunni hefur verið nánast engin starfsemi - aðeins nokkrir stjórnarfundir á ári og hafa peningarnir aðeins vaxið á þessum tíma. Fyrir nokkrum árum var gefinn renni- bekkur í Málmdeild Fjölbrauta- skóla Suðumesja. Nú á þessum tímamótum félagsins hefúr verið ákveðið að efna til afmælis- hátíðar og verður af því tilefni boðið til kaffisamsætis sunnu- daginn 7. nóvember klukkan 14:00 í Kirkjulundi. Öllum iðnaðarmönnum á svæðinu (hvort sem þeir voru meðlimir í félaginu eða ekki) ásamt mökum er boðið að koma og þiggja veitingar. Vonast stjórnin til að sjá sem flesta á þessum rnerku tímamótum og þá helst sem flesta af fyrrverandi félögum í Iðnaðarmannafélaginu. Fagmennska í flutningum Miðlun frétta og mynda Með öflugri fréttavakt Víkurfrétta eru Ijósmyndarar og blaðamenn til taks allan sólarhringinn! FRÉTTASÍMINN |898 2222 24t,,SváS*** 12 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I ww/w.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.