Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 16

Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 16
> Blái demanturinn kynntur á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: Stórtækar hugmyndir í ferðamálum á Suðurnesjum voru kynntar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Sandgerði um helgina. Hugmyndin kallast Blái demanturinn eða Blue Diamond. Þar fóru ráðgjafarnir Guðmundur Pétursson og Ríkharður Ibsen frá Lykil Ráðgjöf Teymi- Turnkey Consulting Group fyrir kynningu á Bláa demantnum, sem eru fjórir áfangastaðir á Reykjanesi sem geta dregið að sérfjölda ferðamanna. Sé dregin lína á milli þessara staða verða til útlínur demants, sem ráðgjafarnir hafa kosið að kalla Bláa demantinn. í kynningunni á aðalfundi SSS höfðu þeir Guðmundur og Ríkharður dregið saman í einn pakka þær hug- myndir sem unnið er að í ferðamálum á Suðurnesjum. Það kom fram á fundinum að orð eru til alls fyrst og að hér væri um framtíð- arsýn að ræða. Það sem vitanlega er heillandi við framtíðarsýn, er að hún getur alltaf breyst. Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkurfrétta, hlustaði á fyrirlestur þeirra félaga. Hugmyndir gera ráð fyrir sýningarskála við Reykjanesvirkjun þar sem ferðamenn geta kynnt sér þessa orkunýtingu og einnig upplifað ferð að kjarna jarðarinnar. Stór framtíðarsýn í ferðamálu Innhlið íslands Tilurð verkefnisins Blue Dia- mond eða Blái Demanturinn, er sú að leita svara við því hvað við Suðurnesjamenn getum gert í ferðamálum framtíðarinnar. Mik- il aukning er í klæðskerasaumuð- um ferðum í heiminum i dag og ferðaþjónustumarkaðurinn er í sí- fellt auknum mæli að sérhæfa sig. Sú þróun kallar á einarða út- sjónarsemi í sérstaklega hönnuð- um ferðunt. Ferðamenn vilja komast í styttri ferðir og þörf neytandans kallar á heilsdags- upplifun. Hér höfúm við innhlið Islands; þess vegna segja þeir Guömundur og Rikharður mögu- leikana á Reykjanesi gríðarlega. Um 350.000 erlendir ferðamenn koma inn í landið gegnum Leifs- stöð i ár og fjöldinn fer vaxandi ár frá ári. Þessir ferðamenn stoppa margir stutt á landinu og því tilvalið að fá þá til að skoða sig unt á Reykjanesi. Það hefur komið fram í könnunum að um- hverfið skipti ferðamenn ntiklu og umhverfi Reykjaness sé ein- stakt í heiminum. Það sé því markmið að bjóða upp á mark- aðshæfa vöru og koma i veg fyrir að þau hundruð þúsunda ferða- manna sem koma til landsins um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fari útaf svæðinu án þess að njóta þess sem það hefur uppá að bjóða. Blái demanturinn samanstendur af því sem ráðgjafarnir kalla „Blue Viking”, „Blue Lagoon”, „Big Blue” og „Blue Energy”. Auk framlengingar eða viðbótar segla. BlueViking eða Blái Víkingurinn er verkefni um víkingaheima á Fitjum í Reykjanesbæ. Þar verður naust íslendings ráðandi auk þess sem saga siglinga yfir Atlantshafið verði sögð. Þar verður einnig sett upp sýning með munum ffá víkinga sýningu Smithsonian stofnunarinnar í Bandarikjunum. Efhiviður byggður á siglingum, viðskiptum, trúarbrögðum og hernaði víkinganna er gríðarlega merkilegur og markaðsvænn. BigBlue er hugmynd sem breskir Qárfest- ar hafa verið að skoða um risa- stórt sjávarsetur við Hafnir. Þar sjá menn fyrir sér sjávarlífssaffi þar sern litið yrði til heimshaf- anna í heild. Þar yrði hægt að komast í návígi við sjávarlíf og hugsanleg styrkt glergöng niður á sjávarbotn við Hafnirnar eða Osabotna til að skoða sjávarlífið. Þessi hugmynd er skemmst á veg komin af grunnseglunum fjórum. Blue Energy eða Bláa orkan er hugmynd að ferðamannatengingu við nýtt raf- orkuver Hitaveitu Suðumesja hf. á Reykjanesi. Þar rís nú um 100 megavatta virkjun sem vinnur umhverfisvæna orku úr jarðhita. Hugmyndir gera ráð fyrir sýning- arskála þar sem ferðamenn geta kynnt sér þessa orkunýtingu og einnig upplifað ferð að kjarna jarðarinnar, eða eins og það hét í kynningu þeirra félaga, „Joumey to the Center of the Earth”. Blue Lagoon eða Bláa lónið þekkja allir, enda öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins ef ffá er talin Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en búist er við að þar verði gestir yfir 350.000 á þessu ári. Og vöxturinn er yfir 10% á ári. Aðstaða Bláa lónsins stækkar jafht og þétt. Þar er húð- lækningastöð að verða tilbúin og hugmyndir eru uppi um bygg- ingu fimm stjömu heilsuhótels. NASA segir Tunglið vera á Reykjanesi Þá kom fram í kynningunni að Big Blue er hugmynd sem breskir fjárfestar hafa verið að skoða um risastórt sjávarsetur við Hafnir. Þar sjá menn fyrir sér sjávarlífssafn þar sem litið yrði til heimshafanna í heild. Þaryrðihægtaðkomastí návígi við sjávarlíf og hugsanleg styrkt glergöng niðurá sjávarbotn. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.