Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 22

Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 22
Úrslit vikunnar Intersportdeildin: Keflavík-ÍR 86-68 Keflavík.'Anthony Glover 16/10, Magnús Gunnarsson 14, Elentínus Margeirsson 10 ÍR: Herbert McCall 17/15, Sveinbjörn Claessen 13, Fannar Helgason 11. Fjölnir-Grindavík 92-83 Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27/12, Darrel Lewis 21, Morten Szmiedowicz 12 Fjölnir: Nemanja Sovic 26, Darrel Flake 25/16, Jeb Ivey 17, Brynjar Kristófersson 12. Njarðvík-Hamar/Self. 110- 73 Njarðvík: Jóhann Ólafsson 18, Friðrik Stefánsson 17/10, Guðmundur Jónsson 17, Páll Kristinsson 15, Brenton Birmingham 10. H/S: Damon Bailey 21/15, Chris Woods 16, Svavar Pálsson 14. I. deild kvenna Grindavík-Keflavík 54-71 Grindavík: Sólveig Gunnlaugsdóttir 17, Erla Þorsteinsdóttir 12/10, Svandís Sigurðardóttir 11/17. Keflavík: Reshea Bristol 26, Birna Valgarðsdóttir 21. Njarðvík-ÍS 60-67 Njarðvík: Jamie Woudstra 26/10, Ingibjörg Vilbergsdóttir 12. ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 21, Lovísa Guðmundsdóttir 20. Hópbílabikar karla Haukar-Njarðvík 59-81 Njarðvík: Matt Sayman 18, Páll 13/12, Jóhann 11, Guðmundur 11, Brenton 11. Haukar: Kristinn Jónasson 15, JohnWaller 14. Skallagrímur-Grindavík 78- 90 Grindavík: Lewis 32/11, Páll Axel 25/11, Justin Miller 20/11. Skallagrímur: Ragnar Steinsson 15, Clifton Cook 15. ÍR-Keflavík 63-109 Keflavík: Glover 26/11, Gunnar Einarsson 25, Magnús 1L ÍR: Gunnlaugur Erlendsson 13. Hópbílabikar kvenna Breiðablik-Keflavík 54-143 Keflavík: Bristol 36, Bima 24, Bryndís 14, Svava 13, Marin II, AnnaMaria 10. Breiðablik: Freyja Sigurjónsdóttir 15, Erica Anderson 14. Njarðvík-Grindavík 53-57 Njarðvík: Woudstra 24, Ingibjörg 17, Helga Jónasdóttir 7/23. Njarðvíkingarí sögubækurnar Njarðvíkingar hafa markað spor í sögubækur kör- fuboltans hér á íslandi með sannfærandi byrjun á tímabil- inu. Þeir hafa unnið fyrstu fimm leikina meö meira en 20 stigum hvern og virðast í mög góöum málum þessa dagana. Lykilatriði í velgegni þeirra er sterkur varnarleikur og góður baráttuandi sem hefur skilað góðum sigrum. Matt Sayman, leikstjÓEnandi þeirra,Jiefur reynst mikill hap- pafengur, en þá hafa ungu strákamir einnig staðið sig með miklum ágætum. Þeir eiga enn von á frekari liðsstyrk þar sem annar bandariskur leikmaður er á leið til liðsins og verða erfiðir viðureignar á öllum vígstöðvum í vetur. Haraldur til Noregs Keflvíkingurinn Haraldur Guömundsson hefur komist að samkomulagi við norska knattspyrnuliðið Aalesund. Norska liðið, sem mun leika í úrvalsdeild að ári, mun ekki þurfa að greiða Keflavík fyrir Harald þar sem samningur hans rennur út um áramótin. Haraldur er 23 ára varnarmaður og lék sinn fyrsta meis- taraflokksleik fyrir Keflavík árið 1999. Haraldur hlakkaði til að halda út en sagðist þó kveðja Keflavík með söknuði. „Ég er búinn að leika með Keflavík frá því í yngri flokkum og hef tilfinningar til félagsins, en ef maður fær svona tækifæri er erfitt að sleppa því.” Norska deildin er ákjósanlegur vettvangur til að vekja athygli stærri liða í Evrópu og veit Haraldur vel af því. „Ég lít alls ekki á Aalesund sem endastöð á mínum ferli, en samningurinn er til þriggja ára og svo sér maður til með framhaldið.” Honum hefur ekki verið lofað föstu sæti í liðinu en mun fá tækifæri til að sanna sig. „Liðið á eftir að bæta við sig nokkrum mönnum en ntaður fær örugg- lega sama séns og aðrir í byijun.” Ólíklegt að Guðjón komi til Grindavíkur Knattspyrnudeild Grinda- víkur hefur gefið upp nær alla von um að fá Guðjón Þórðarson til að þjálfa meistaraflokk liðsins. Þetta sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri deildarinn- ar, í samtali við Víkurfréttir. Guðjón hefur dregið fæturna í að skrifa undir samning við þá í langan tíma og er nú staddur erlendis þar sem hann ræðir við nokkur þarlend liö. Lúkas Kostic, sem þjálfaði liðið á árunum 1994-1995, var boðið starfið en hafnaði tilboði Grindvíkinga. Akvörðun hans voru nokkur vonbrigði fyrir stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ætlar í ffamhaldinu að funda með styrktaraðilum sinum og hluthöfum. Ingvar sagði að þeir gerðu sér vonir um að leysa úr þessum málum sem allra fýrst. Leikmannamál Iiðsins hafa einn- ig verið í brennidepli og er nú ljóst að Óli Stefán Flóventsson mun leika með liðinu næstu 3 árin. Óli Stefán var nær búinn að ákveða að yfirgefa herbúðir liðsins en snerist hugur, stuðningsmönnum og stjórnar- mönnum til mikils léttis. Tveir léttir hjá Keflavík Keflavíkurstúlkur eiga tvo leiki í vikunni þar sem þær mæta botnliði KR í 1. deildinni á þriðjudag og 2. deildarliði Breiðabliks í Hópbílabikamum í kvöld. Leikirnir ættu að vera nokkuð létt verkefni fyrir Keflvíkinga þar sem KR er enn án sigurs í deildinni og Keflavík vann fyrri leikinn við Breiðablik með næstum 90 stiga mun. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna, á von á hörkuleik. „KR-ingar eru að leita að sínum fyrsta sigri og mæta örugglega bijálaðar til leiks. Við emm hins vegar vel stemmd og ætlum að taka þetta á heimavelli. Ég trúi því að við náum okkar takmarki ef við mætum með réttu hugarfari.” Intersporldeildin U TSt. l.UMFN 5 5 0 10 2. Keflavík 5 4 18 3. Fjölnir 5 4 18 4. Skallagrímur 5 4 18 5. Snæfell 5 3 2 6 6. Tindastóll 5 3 2 6 7. Haukar 5 2 3 4 8. UMFG 5 2 3 4 9.KR 5 2 3 4 10. ÍR 5 14 2 ll.KFÍ 5 0 5 0 12. Hamar/Selfoss 5 0 5 0 Sportmolar Nýr Kani til Njarðvíkur UMFN hefur gengið frá ráðningu á nýjum erlendum leik- manni að nafhi Anthony Lackey. Leikmaðurinn er um 196 sm á hæð og leikur stöðu ffamheija. Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi leikið afar vel það sem af er vetri telja þeir að þeir þurfi meiri brei- dd til að geta barist um alla titla sem í boði em. Getraunaleikurinn hafinn Hópleikur í getraunum 1X2 á vegum unglingaráðs knattspyr- nudeildar Keflavíkur hófst í viku 43. Leikurinn stendur yfir í 10 vikur og 8 bestu telja. Verðlaun eru 20.000 kr. fyrir besta árangur. Opið verður ffá 11-13 í K-húsinu við Hringbraut. Hvetjum alla sem styðja Keflavík að muna eftir getraunanúmeri okkar 230 og styðja þannig við Unglingastarfið, og einnig að kíkja við í kaffi á laugardögum. Við munum væntanlega byrja með annan leik um áramót þar sem einhver heppinn tippari sem mætir og tippar hjá okkur fær að launum ferð á leik í vor. Verður kynnt nánar síðar. Unglingaráð Knattspyrnu- deildar Keflavíkur Keflvíkingar háttvísir Keflavík er efst a háttvísilista eftirlits- manna Knattspyrnu- sambands íslands fyrir sumarið 2004. FH var í öðru sæti og Grindavík í þvf þriðja. Eftirlitsmenn gáfu liðunum einkunn eftir hvern leik sem tekur mið af fjölda áminninga og brottvísana, sóknarleik (jákvæður leikur) og ffamkomu leikmanna við mótherja og dómara. Einnig er lagt mat á framkomu liðsstjórnar og áhorfenda. Þessi útkoma gæti komið Grindvíkingum til góða því að samkvæmt reglum UEFA eru þrjú sæti í Evrópukeppni félagsliða í boði fyrir háttvís félög. Ef Island hlýtur eitt af þessum þremur aukasætum fær Grindavík þátt- tökurétt þar sem bikarmeistarar Keflavíkur og íslandsmeistarar FH hafa þegar tryggt sér þátt- töku í Evrópukeppnum. Herrakvöld GS verður haldið föstudaginn 2ó. nóvember. Nánar auglýst síðar. 22 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.