Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2006, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 16.02.2006, Qupperneq 12
Aukning á nýtingu tjaldstæðis Nýting tjaldsvæðis í Iandi Reykjanesbæjar hjá Alex, ferða- þjónustu við Aðalgötu, jókst um 21% á milli ára 2004 og 2005. Fjöldi gistinátta var alls um 4200 en tjaldsvæðið var opið frá 1. júní til 15. september. Að sögn Guðmundar Þóris Einarssonar, rekstrarstjóra Alex ferðaþjónustu sem sér um tjald- svæðin, virðist sem ferðamenn hafi tekið þessari nýju staðsetn- ingu fagnandi. Smáhýsi sem sett voru upp s.l. vor nýttust jafn- framt mjög vel í sumar og haust. Gestir tjaldstæðisins eru bæði fslendingar á leið úr landi og svokallaðir „stop-over” farþegar. Landgangurinn við Leifsstöð rifínn Gert er ráð fyrir að byrjað verði að rífa landgang flugstöðv- arinnar þriðjudaginn 21. febrúar þegar búið verður að koma fyrir „stokki” eða bráðabirgðalandgangi til hliðar, ofan á gólfplötu 2. hæðar nýrrar viðbyggingar, fyrir farþega sem eru á leið úr landi eða inn í landið. Gamli landgangurinn verður fjarlægður á um 40 metra kafla næst flugstöðinni til að skapa rými fyrir viðbygginguna. Jafnframt verður leið farang- ursvagna breytt og þeim ekið eftir gólfplötu 1. hæðar nýbygg- ingarinnar út á flughlöðin. Hafnar eru framkvæmdir við að byggja yfir gönguleiðir milli flugstöðvarinnar og langtíma- stæða fyrir bíla. Þá eru hafnar framkvæmdir við loftstokk í suðvesturhorni 1. hæðar (ná- lægt söluskrifstofu Icelandair við innritunarsal). Starfsfólk verður óhjákvæmilega fyrir ein- hverjum óþægindum meðan þetta gengur yfir en slíkt til- heyrir, því miður. 54 stiga hiti í Keflavík! Það var sannkallaður eyðimerkurhiti í Keflavík í síðustu vlku og ástæða til að fá sér ís. Það mátti alla vega halda þegar hitamæli á Bónusvideói við Baldursgötu var gefinn gaumur. Mælirinn birti hita- stig upp á 54°C takk fyrir og flettiskilti þar undir hvetur fólk til að fá sér ís. Það er hins vegar lítil hætta á að ísinn bráðni hratt, því hita- mælirinn segir ósatt og nú er frekar veður fyrir úlpu! Barnagaman: Foreldramorgnar í Kirkju- lundi komnir á fullt Nýbakaðir foreldrar frá Suðurnesjum eiga sér samastað í Kirkjulundi í Keflavíkur- kirkju á miðvikudögum, en foreldramorgnar eru haldnir þar alla miðvikudaga kl. 10. Þar hafa mæður jafnt sem feður komið saman að und- anförnu og rætt um heima og geima auk þess sem mögu- legt er að stöku sinnum verði á dagskrá fræðsla um börn og barnauppeldi. Að fúndum loknum er svo kjörið að líta inn í kyrrðarstund í kapell- unni og fá sér súpu og brauð áður en haldið er heirn á leið. Sandgerðisbær: 180 íbúðalóðum úthlutað Mikil eftirspurn hefur verið eftir bygginga- lóðum í Sandgerði en alls er búið að úthluta 180 lóðum síðustu misseri og íbúa- talan eykst jafnt og þétt. I upphafi var úthlutað 60 nýjum lóðum en þær fóru allar strax. Til að mæta eftirspurninni voru skipulagðar 66 lóðir til viðbótar -áttu að vera 60 í upphafi. en það dugði ekki til. Þá var 33 lóðum bætt við en þær eru allar farnar. í það heila er búið að úthluta 180 byggingalóðum í fjórum hverfum, að sögn Sig- urðar Vals Ásbjarnarsonar, bæj- arstjóra í Sandgerði. Sigurður segir að kynningará- tak sveitarfélagsins undir kjör- orðinu “Sandgerðisbær innan seilingar”, vera að skila sér. “Við vorum lengi vel föst í tölunni 1400 en erum komnir með 1550 íbúa í dag. Markmiðið var að auka þetta í 1800 íbúa á næsta kjörtímabili en nú er ljóst að þetta mun líklega nást á fyrri hluta tímabilsins”, sagði Sigurður Valur. Bæjarskrifstofan flutt í nýtt húsnæði -öll stjórnsýslan núna á einum Skrifstofur Sandgerðis- bæjar hafa flutt starfsemi sína í Vörðuna, nýjan miðbæjarkjarna sem verið er að ljúka við og tekinn verður í notkun með viðhöfn í næsta mánuði. Er um að ræða helm- ingsstækkun á vinnuaðstöðu bæjarskrifstofunnar frá því sem áður var við Tjarnargöt- una. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarn- arsonar, bæjarstjóra, er þetta mikil breyting fyrir starfsemi bæjarskrifstofunnar þar sem húsið við Tjarnargötu var barn síns tíma og uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks húsnæðis í dag, t.d. hvað varðar allt aðgengi. Auk þess rúmaði húsið ekki lengur alla starfsem- ina. Með tilkomu nýju skrifstof- unnar verður öll stjórnsýslan á einum stað. Bæjarstjórnarfundir hafa t.a.m. farið fram í Fræða- setrinu en verða framvegis í nýja húsnæðinu. Framkvæmdum við Vörðuna er óðum að ljúka og er ráðgert að opna hana formlega með viðhöfn í næsta mánuði. Að sögn Sigurðar Vals á öllum fram- kvæmdum við lóðina að vera lokið í vor. Ýmis önnur starf- semi verður í húsinu, t.d. bæjar- stað. bókasafnið, heilsugæsla, banki og hársnyrtistofa. Auk þess er í húsinu miðlægt eldhús fyrir alla starfsemina og móttöku- og veislusalur með margvíslegt notagildi. I byggingunni eru 11 íbúðir en húsið er byggt í samvinnu við Búmenn og eru 8 íbúðir á þeirra snærum. Hinar þrjár tilheyra sveitarfélaginu. Sandgerðisbær stækkar: VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 12 | VÍKURFRÉTTIR i 7. TÖLUBLAÐ i 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.