Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 2
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ á mikilli siglingu:
Fístunda-
hátíð í
Reykja-
nesbæ
Tómstundabandalag
Reykjanesbæj ar
heldur n.k. laug-
ardag 13. maí Frístunda-
hátíð í Reykjanesbæ þar
sem boðið verður upp tóm-
stundasýningu, handverks-
sýningu, mótorhjólasýn-
ingu og handverkssýningu
eldri borgara.
Frístundahátíðin verður
haldin í Reykjaneshöllinni
og stendur frá kl. 11:00 -
19:00.
Handverkssýning eldri borg-
ara verður opnuð kl. 14:00
í Selinu við Vallarbraut en
þar kemur fram Idolstjarnan
Briet Sunna Valdimarsdóttir.
Ýmis félög og klúbbar kynna
starfsemi sína á frístundahá-
tíðinni s.s.félag harmonikku-
unnenda, skátafélagið Heiða-
búar, mótorhljólaklúbburinn
Ernir, Flugmódelfélag Suður-
nesja og smábílaklúbburinn
auk annarra.
Á dagskrá er m.a. kassaklifur
skáta, hraðskákmót, nikkur
og trúbadorar.
Rás 2 verður með beina út-
sendingu frá Reykjanesbæ
þennan laugardag.
□4104000
Landsbankinn
MUNDI
Tja..., nú „Reynir“
á A-listamenn...!
Yfírburðastaða með 67,5%
atkvæða og 8 bæjarfulltrúa
-samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnarfyrir NFS.
Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjanesbæ bætir við
sig 15% fylgi frá síðustu
kosningum, fengi 67% at-
kvæða og 8 bæjarfulltrúa af
11 ef gengið yrði til kosninga
nú, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar sem
Félagsvísindastofnun gerði
fyrir NFS.
A-listinn mælist með 32% fylgi
samkvæmt þessari könnun en
hann er myndaður af Framsókn-
arflokki og Samfylkingu. I síð-
ustu kosningum fengu þessir
flokkar samanlagt 47,2% fylgi,
Framsóknarflokkurinn 13,6%
og Samfylkingin 33,6% Sameig-
inlegt framboð þessara flokka
tapar því um 15% fylgi frá því
sem flokkarnir fengu saman-
lagt í kosningunum 2002. Sam-
kvæmt þessu fengi A-listinn
þrjá bæjarfulltrúa.
Vinstri grænir og Reykjanesbæj-
arlistinn mælast með óverulegt
fylgi, eða 0,2%.
Könnunin var gerð 2. - 4. maí og
stuðst var við 800 manna úrtak
18 ára og eldri. Svarhlutfall var
68%. Tæplega 6% sögðust ekki
ætla að kjósa eða skila auðu eða
ógildu. Tæp 15% svarenda voru
óákveðnir og 5% vildu ekki gefa
upp afstöðu sína.
Eigum töluvert fylgi inni
-segir Reynir Valbergsson,
bœjarstjóraefni A-listans
Reynir Valbergsson, bæjarstjóra-
efni A-Iistans, segist taka niður-
stöðum könnunarinnar með
nokkrum fyrirvara en út úr
henni megi lesa að A-listinn eigi
inni talsvert fylgi.
„Við erum óhress með þessa nið-
urstöðu en erum sannfærð um
að við eigum inni meira fylgi
en þarna kernur fram. Ef við
skoðum dreifinguna, þá taka
50% allra svarenda afstöðu með
D-listanum. Þar af leiðandi eru
ennþá í pottinum 50% atkvæða
sem dreifast á milli okkar, hinna
framboðanna og óákveðinna.
meðftlnMfei
Alexandra Chernyshova, sópran,
heldur tónleika sunnudaginn
14.maí í Duus salnum, Reykja-
nesbækl. 15:00, miðaverðkr. 1500. Und-
irleikari: Thornas R. Higgerson, píanó
Á dagskrá eru verk eftir höfunda eins og
Verdi, Rachmaninoff, Puccini, Mozart,
Vlasov, Gershwin og Tchaikovskiy.
Tilgangur tónleikanna er að kynna Al-
exöndru væntanlega útgáfu geisladisks.
Diskurinn kemur í búðir í júní. Alexandra
er búin að halda tvenna einsöngstónleika
í vor við mjög góðar undirtektir, bæði
í Varmahlíð, Skagafirði og Laugarborg,
Eyjafjarðarsveit.
Okkur skilst að þegar spurt var
hvað fólk hefði kosið síðast, hafi
aðeins 12% svarað því til að hafa
kosið Samfylkinguna. Það er í
engu samræmi við niðurstöðu
síðustu kosninga þar sem Sam-
fylkingin fékk tæp 34% og hún
ásamt Framsóknarflokknum
samanlagt 47%.
Þetta gefur til kynna að við
eigum talsvert inni þannig
að núna liggur fyrir að brýna
verkfærin á endasprettinum og
kynna vel fyrir íbúum Reykjanes-
bæjar fyrir hvað við stöndum”,
sagði Reynir.
Tölur sem koma á óvart
-Árni Sigfússon, oddviti D,
listans er hœstánœgður með
skoðanakönnun NFS
„ I pólitík koma svona tölur
alltaf á óvart “, svaraði Árni Sig-
fússon, oddviti D-listans, þegar
hann var spurður að því hvort
niðurstaða skoðanakönnunar-
innar hefði komið honum á
óvart.
„Ég er auðvitað mjög ánægður
að finna svona gríðarlegan
stuðning við okkur en ég minni
á að þetta er skoðanakönnun og
það eru ennþá rúmar tvær vikur
í kosningar. Ef þetta verður raun-
inn á kjördag þá þurfa bæjar-
búar ekki að sjá eftir því. Þessu
mun fylgja öflug uppbygging og
bætt aðstaða til að gera Reykja-
nesbæ að besta samfélagi til að
búa í”, sagði Árni.
LAUSAR STÖÐUR
VIÐ AKURSKÓLA
Reykjanesbær auglýsir lausar stöður við Akurskóla
frá 15. ágúst 2006.
Óskað er eftir:
Umsjónarkennurum í 1. - 6. bekk.
Tónmenntakennara í hlutastarf.
Þroskaþjálfa í hlutastarf.
Starfsmanni í Frístundaskóla.
í Akurskóla verður áhersla lögð á raunvísindi,
fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám.
Einkunnarorð skólans eru: Börn eru gleðigjafar,
skapandi og fróðleiksfús.
Nánari upplýsingar gefur Jónína Ágústsdóttir
skólastjóri í síma 420 4550 og 893 4550.
Laun samkvæmt kjarasamning Launanefndar
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu berast Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar, Flafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ,
fyrir 25. maí.
Starfsþróunarstjóri.
2 IVIKURFRÉTTIR I 19.TÖLUBLAÐ 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!