Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 22
Sandgerði: Sumarið er fyrir Iöngu síðan komið í Gróðrastöðin Glitbrá í Sand- gerði. Þar bíða garðplöntur og tré í röðum eftir því að komast í garða Suð- urnesjamanna sem eru óðum að byrja á vorverkunum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir segir stjúp- urnar alltaf vinsælastar en þær setur hún út nokkru fyrr en venjulega til þær verði harðgerðari en fyrir vikið þola þær mun betur þá veðráttu sem hér ríkir. Nýlega var tekin í notkun nýr 320 fer- metra gróðurskáli og hefur úrvalið í plöntum og trjám verið stóraukið í kjöl- farið, segir Gunnhildur, sem einnig býður viðskiptavinum sínum forræktað grænmeti og kryddplöntur. Gunnhildur hefur starfrækt þessa einu gróðrastöð Suðurnesja í 15 ár og segir reksturinn ganga vel. POR OG FJOR Á LEIÐ í DISKÓKEILU Paraklúbburinn Pör og tjör halda á sinn fyrsta skipulega viðburð á morgun föstudag þegar farið verður í rútum í diskókeilu í Reykjavík. Rúturnar munu leggja af stað kl. 20:30. Viðtökur fólks við klúbbnum hafa verið frábærar að sögn þeirra sem eru í forsvari fyrir klúbbinn, en frá stofnun hans fyrir nokkrum vikum hafa yfír 50 pör og hjón skráð sig. „Þetta er eiginlega betra en við bjugg- umst við,” sagði Steinunn Yr Þorsteinsdóttir, varaformaður klúbbsins í samtali við Víkur- fréttir. „Það er fólk alls staðar að af Suðurnesjum og líka brottflutt Suðurnesjafólk sem er komið í hópinn.” Starfið hefur hafist með miklum krafti og er þegar búið að skipa í nefndir til að skipuleggja aðra viðburði og er t.d. áætlað að fara í útilegu í júlí og halda árshátíð í haust. „Dagskráin hjá okkur er enn í mótun,” bætir Steinunn við. Hún vill að lokum hvetja hresst fólk á öllum aldri sem hafa áhuga á skemmtilegu starfi að hafa samband. Upplýsingar má finna á bloggsíðu klúbbsins, blog.central.is/porogtjor. 22 VÍKURFRÉTTIR . 19.TÖLUBLAÐ 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU •www.vf.is- IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.