Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 8
Anna
Sigríður
sýnir í Salt-
fisksetrinu
Anna Sigríður Sigurjóns-
dóttir opnaði sýningu
sína í Listasal Saltfisk-
seturins um sl. helgi.
Sýningin ber yfirskriftina Dýrið
og má þar sjá ljósmyndir og
skúlptúra eftir Önnu. Góð mæt-
ing var á opnunina, en þar af-
henti listakonan Sigríður Kjaran
Saltfisksetrinu eitt af sínum fræg-
ustu verkum, „Saltfiskkonu".
Verkinu veitti mótttöku Ólafur
Örn Ólafsson, bæjarstjóri og
stjórnarformaður setursins. En
á myndinni með þeim eru börn
Sigríðar og Óskar Sævarsson,
forstöðumaður.
Anna Sigríður, sem býr í Grinda-
vík, sagðist sækja sinn inn-
blástur í heimspekilegar vanga-
veltur um hver við erurn, hvað
við erum og hversvegna við
séum hér.
Hún er afar ánægð með sýning-
arrýmið í salnum í Saltfisksetr-
inu og vonast til þess að sem
flestir listamenn sýni þar á næst-
unni.
Bl
Bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ:
Listar nýju framboðanna þriggja
Fimm listar verða í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ þann 27. maí nk. Um
helgina skiluðu Frjálslyndir og óháðir, Reykjanesbæjarlisinn og Vinstri Grænir inn fram-
boðslistum og listum yfir stuðningsmenn. Þeir koma til viðbótar við A-listann og lista sjálf-
stæðismanna. Listar framboðanna þriggja eru sem hér segir:
Reykjanesbæjarlistinn:
1. Baldvin Nielsen
2. Sœmundur Þ. Einarsson
3. Konráð K. Björgólfsson
4. Gunnar Þór Böðvarsson
5. Eygló Rós Nielsen
6. Gunnar L. Þorsteinsson
7. Jón Agnar Gunnlaugsson
8. Hjördís L. Bjarnadóttir
9. Sigurður H. Jónsson
10. Anton Bogason
11. Sigurður Trausti Þórðarson
12. Magnús Ö. Haraldsson
13. Andrés D. Kristjánsson
14. Rosmary Aðalsteinsdóttir
15. Elín Ósk Björnsdóttir
16. Guðrún K. Aðalsteinsdóttir
17. Kristján 1. Magnússon
18. Oddur Jónsson
19. Jónas P. Guðlaugsson
20. Rakel G. Sigurðardóttir
21. Gestur Þorláksson
22. Eydís B. Baldvinsdóttir
Listi Frjálslyndra og óháðra:
1. Kristinn Guðmundsson
2. Sigríður Rósa Laufeyjardóttir
3. Helgi J. Kristjánsson
4. María Ó. Sigurðardóttir
5. lngvarA. Garðarsson
6. Helga Kolbrún Sigurpálsdóttir
7. Arnar Steinn Sveinbjörnsson
8. Thehna B. Árnadóttir
9. Valur Ármanns
10. Sigríður Linda Helgadóttir
11. Hákon Ö. Mattíasson
12. Vilborg Pétursdóttir
13. Jón Tryggvi Arason
14. Kristjana Aðalsteinsdóttir
15. Ágúst Árnason
16. Anna G. Kristinsdóttir
17. Stefán Guðmundsson
18. Heiðrún Þ. Aradóttir
19. Sigurlaug Guðmundsdóttir
20. Dúi Karlsson
21. lngibjörgS. Guðleifsdóttir
22. Haukur Kjartansson
Listi Vinstri Grænna:
1. Sigurður Eyberg Jóhannesson
2. Þórunn Friðriksdóttir
3. Ægir Sigurðsson
4. Margrét Þórarinsdóttir
5. Rut Ingólfsdóttir
6. Elín Inga Ólafsdóttir
7. Sara Dögg Gylfadóttir
8. Hermann Karlsson
9. Anna Björg Þormóðsdóttir
10. Hafsteinn Þór Eymundsson
11. Sævar Bjarnason
12. Hólmar Tryggvason
13. Albert Teitsson
14. Jakob Jónatansson
15. Hafþór Hlynur Valdentarsson
16. Svanhvít Freyja Þorbjörnsdóttir
17. Reynir Arason
18. Hrönn Sigmundsdóttir
19. Ólafur Ögtnundsson
20. Ágúst Jóhannsson
21. Jón Kr. Olsen
22. Karl G. Sigurbergsson
ATVINNA
. þegar þér hentar
10-11 er framsækið fyrirtæki í örum
vexti. 10-11 erfremsta þægindaverslun
landsins með 21 verslun. Velgengni
sína þakkar fyrirtækið fyrst og fremst
starfsfólki sínu. Því er ætíð lögð áhersla
á að gott fólk veljist til starfa.
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
10-11 óskar eftir að ráða fólk til starfa í
verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf.
Leitað er eftir áreiðanlegum, duglegum og
samviskusömum einstaklingum. Æskilegur
aldur umsækjenda er 18 ára og eldri.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á
skrifstofu 10-11, Lyngási 17,210 Garðabæ
eða á www.10-11.is.
Bl
Grindavík:
Óskalög sjomanna
flutt öðru sinni
- skemmtun og fjöldasöngur á Salthúsinu í
Grindavík í upphafi sjómannadagshelgar.
Þann 8. júní, fimmtu-
daginn fyrir sjómanna-
daginn, verður dag-
skráin Oskalög sjómanna
-skemmtun og fjöldasöngur, á
veitingastaðnum Salthúsinu í
Grindavík. Flutt verða gömul
og sígild sjómannalög eins
og Síldarvalsinn, Allt á floti
alls staðar, Á sjó, Þórður sjó-
ari, Sjómenn íslenskir erum
við, Vertu sæl mey, Ship ohoj
að ógleymdum Sirnba sjó-
manni ásamt mörgum öðrum
perlum.
Fyrir fjörinu stendur tónlist-
arfólk úr Grindavík ásamt
hljóðfæraleikurum úr næsta
nágrenni! Ætlunin er að taka
forskot á sæluna og byrja sjó-
mannadagshelgina á fimmtu-
dagskvöldi, skemmta sér og
syngja saman á þeirn einstaka
veitingastað sem Salthúsið er.
Dagskrá þessi var haldin í fyrsta
skipti á síðasta ári og er hún til
heiðurs íslenska sjómanninum
og sjómannalögunum okkar.
Það er ósk aðstandenda að þetta
verði árlegur viðburður í Grinda-
vík enda tókst mjög vel til í fyrra
og var húsfyllir og stemmningin
engu lík.
Menningararfur okkar Islend-
inga inniheldur ógrynni frá-
bærra sjómannalaga og texta
sem vitna til þessa lífs sem mjög
margir Islendingar þekktu hér
á árum áður og gátu samsamað
sig við á einn eða annan hátt.
Tónlist þessi geymir m.a. róman-
tík síldaráranna, minnir okkur
á að við íslendingar eigum gjöf-
ulum fiskimiðum og duglegum
sjómönnum mikið að þakka.
Flytjendur dagskráarinnar eru:
Dagbjartur Willardsson, Rósa
Signý Baldursdóttir, Inga Björk
Þórðardóttir, Inga Runólfsdóttir,
Björn Erlingsson, Einar Friðgeir
Björnsson, Erlingur H. Einars-
son og Þröstur Harðarson, en
hljómsveitina kalla þau Meðbyr.
Dagskránni lýkur með fjölda-
söng sem Pétur Pálsson, út-
gerðarmaður í Grindavík, mun
leiða.
Hljómsveitin Meöbyr sem stendur fyrir Óskalögum sjómanna í Grinda-
vík fimmtudaginn 8. júní nk. Frá vinstri: Inga Björk Runólfsdóttir,
Björn Erlingsson, Rósa Signý Baldursdóttir, Inga Þórðardóttir, Einar
Friðgeir Björnsson, Dagbjartur Willardsson og Erlingur H. Einarsson.
Á myndina vantar Þröst Harðarson.
FRÉTTASÍMINN
joiBBHmiesmm
8982222
8 IVIKURFRÉTTIR : 19. TÖLUBLAÐ : 27 ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!