Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Page 14

Víkurfréttir - 11.05.2006, Page 14
pr Bláa Lóniö - heilsulind Spennandi atvinnutækifæri Bláa Lónið - heilsulind er meðal fremstu heilsulinda heims og einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna sem sækja Island heim. I boði eru atvinnutækifæri í metnaðarfullu og alþjóðlegu umhverfi. Við leitum eftir jákvæðum og duglegum einstaklingum í framtíðar- og sumarstörf. Búseta í næsta nágrenni við Bláa Lónið - heilsulind er kostur. Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi og kraftmiklum hóp. Við leitum eftir áreiðanlegum einstaklingum með góða þjónustulund, fágaða framkomu og áhuga á mannlegum samskiptum. Starfið felst í gestamóttöku, baðgæslu, öryggisgæslu og öðrum tengdum störfum. Unnið er á vöktum. Bláa Lónið er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Hanna Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri, á netfanginu hanna@bluelagoon.is. Rafrænar umsóknir má nálgast á www.bluelagoon.is. www.blueiag oon.is Á myndinni má sjá forsvarsmenn fyrirtækjanna ásamt Steinþóri Jónssyni frá Fasteignafélagi Suöurnesja ehf. í opnunarhófi fyrirtækisins á dögunum. Ný arkitektastofa í Reykjanesbæ Ný arkitektastofa hefur tekið til starfa í Reykjanesbæ en það eru THG arki- tektar Reykjanesbæ ehf sem eru til húsa að Brekkustíg 39. Húsnæðið leigja þeir frá Fast- eignafélagi Suðurnesja ehf. Til að byrja með verða þrír starfsmenn á stofunni en áform eru uppi um að ráða fleiri. Allir starfsmenn eru bú- settir í Reykjanesbæ. Aðaleigandi stofunnar er Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar ehf. sem hefúr starfað í Reykja- vík undanfarin 12 ár og er nú ein af stærri arki- tektastofum landsins. Annar eigandi er Gunnar K. Ottósson sem hefur rekið teiknistofuna GKO arkitekt ehf. í Reykjanesbæ undanfarin 3 ár. Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur unnið við margvísleg verkefni í Reykjanesbæ á undan- förnum árurn bæði við hönnun og verkefnastjórn mannvirkja. Sýnt þótti að verkefnum stofunnar ætti eftir að fjölga til muna á næstunni og því eðli- legt að færa þjónustu fyrirtækisins til Reykjanes- bæjar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það gert til að hægt sé að vinna að þessum verkefnum af þeirri alúð sem þeir hafi metnað til. Að mati stofnenda fyrirtækisins eru mörg sóknar- færi framundan í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum bæði hvað varðar hönnun nýrra mannvirkja, endurbætur og stækkun eldri mannvirkja, áætl- anagerða og verkefnastjórna. Þar sé um að ræða stóran markað þar sem fjöldi tækifæra gefast og nreð náinni samvinnu beggja fyrirtæka í Reykja- nesbæ og Reykjavík er hægt að sækja á þennan markað með festu og öryggi sem samanlagt hátt í 30 manna vinnustaður getur veitt. Samstarf fyrirtækjanna tveggja styrkir bæði fé- lögin en starfsfólk þeirra býr yfir mikilli reynslu í hönnun og verkefnastjórnun stærri og smærri mannvirkja. Verkefnin eru og munu verða fjöibreytt og segja forsvarsmenn að það verði metnaðarmál fyrirtæk- isins að uppfylla óskir viðskiptavina á faglegan og hagkvæman hátt. Reykjanesbæjarlistinn xrnb.is Réttsýni - Nýsköpun - Breytingar Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ - Sími 421 7537 eða 865 3821 forstöMíiaður Bjargarinnar, ásamt ? _ ' ___ii:”: A_____i-u.. ' 2 lagnheiðutSfGunnarMMn*, 1 Konráöi LuðvíVssynLtfátífetatýklúbbflum, Hjördísi Árnadóttur pfélagsmálastjóra Reykjanesbæjar Óg fulltrúum gestanna frá i Athvarf fyrirfólk með geðröskun: Björgin gefur úr kynningarbækling Björgin, athvarf fyrir fólk með geðröskun, sem staðsett er í Njarð- vík fékk góða gesti þar sem geðhjúkrunarteymi frá Reykja- lundi kom við til að skoða að- stöðuna. Aukþessvarþarformlegafhend- ing á nýútkomnum kynningar- bæklingi um starfið í Björginni, en Rótarýklúbbur Keflavíkur styrkti útgáfu bæklingsins. Rótarýklúbburinn hefur auk þess stutt vel við starfið und- anfarið og styrkti m.a. kaup á ýmsum innanstokksmunum líkt og veglegu hljómborði og fleiru. Gjafirnar voru af því tilefni að Rótarýhreyfingin á Islandi fagn- aði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári. Starfið í Björginni hefur verið í örum vexti undanfarið en það var opnað í febrúar 2005. Mark- mið Bjargarinnar eru að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem kljást við geðraskanir, efla sjálf- stæði þess sem og að auka þekk- ingu almennings á málefnum geðsjúkra auk annars. Allir eru velkomnir í Björgina, en hún er opin alla virka daga frá 10 til 16, en frekari upplýs- ingar má sjá á heimasíðu Bjarg- arinnar, www.reykjanesbaer. is/bjorgin. VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 10 I VfKURFRÉTTIR : 19. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.