Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 18
m mwmmwKM
REYKJAN ESBÆR
Tjarnargötu 12 * Póstfang 230 * S:421 6700 • Fax: 421 4667 • reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
MUNIÐ ÍBÚAFUNDINA
MEÐ BÆJARSTJÓRA 10.-18. MAÍ 2006
Fylgstu með fundinum í þínu hverfi - sjá reykjanesbaer.is
m ijfcj
Itilefni af opnun nýrrar 50m
innilaugar og vatnaveraldar í
Sundmiðstöðinni við Sunnu-
braut bjóða Reykjanesbær og Eign-
arhaldsfélagið Fasteign hf. öllum
íbúum til opins sunddags laugardag-
inn 13. maí n.k. frákl. 13:00 - 17:00.
Á sunddeginum verður boðið upp
á fjölbreytta dagskrá og verður Rás
2 með beina útsendingu á staðnum.
Sunddeildirnar hafa umsjón með
dagskrá sem verður með heilsuívafi.
Boðið verður upp á heilsuhorn með
ýmsu hollu góðgæði og fjölbreyttar
kynningar er tengjast heilsu s.s. Boot
camp í boði Lífstíls, Perlan kynnir
vatnsleikfimi og Flexibar.
Að auki verða eftirfarandi kynningar
í boði: nudd, hómopatar, íþróttaaka-
demían, Perlan, Lífstíll og Upplýs-
ingamiðstöð Reykjanesv. Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja verður með heilsu-
farsmælingar, Suðurnesjadeild Rauða
krossins verður með skyndihjálpar-
kynningi og Sportbúð Oskars og K-
sport kynna sundfatnað.
Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við
yngri kynslóðina í nýrri Vatnaveröld
sem er fyrsti vatnaleikjagarðurinn á
landinu innandyra. Af því tilefni hefur
öllum börnurn á grunnskólaaldri verið
boðið í sund og fá þau að gjöf sund-
tösku til þess að minna á að það er frítt
í sund fyrir öll börn í Reykjanesbæ.
Börnin fá jafnframt að gjöf sundkort
þar sem þau geta safnað sundferðum.
dfeLí
/
#
I
«* m, ■
Ertu að leita að sumarstarfi
eða framtíðarstarfi?
Alp ehf óskar eftir starfsmönnum,
25 ára og eldri, í móttöku og afhendingu
á bílum á Keflavíkurflugvelli.
Á meöal verkefna eru:
- Samskipti við erlenda
viöskiptavini
- Eftirlit með tjónum og
ástandi bíla
- Auk annarra verkefna
Umsóknir skulu sendar á ingi@alp.is fyrir 15. maí
ALP ehf. er ein af stærstu bílaleigum landsins með einkaleyfi á vörumerkjunum Avis og Budget.
Undir þessum vörumerkjum eru reknar tvær af stærstu bílaleigum heims. Samtals hafa
Avis og Budget fleiri en 6.000 útleigustöðvar og yfir 26 milljónir bíla um allan heim.
Frekari upplýsingar um Avis og Budget er hægt aö fá á www.avis.is og www.budget.is
Hæfniskröfur:
- Tungumálakunnátta æskileg
- Reynsla af þjónustustörfum
- Rík þjónustulund
- Hreint sakavottorö
- Bílpróf
- bílaþekking
Budget
Car Rental
Bæjarstjóri opnaði
„Mitt Reykjanes“
Arni Sigfússon bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar
opnaði formlega íbúa-
vefinn Mitt Reykjanes á fyrsta
íbúafundi ársins í gærkvöldi í
Akurskóla.
Mitt Reykjanes er spennandi
möguleiki í rafrænni stjórnsýslu
en þar gefst íbúum kostur á að
reka erindi sín við stjórnsýslu
bæajrins á rafrænan hátt og fá
svör til baka á sama máta.
Allir íbúar í Reykjanesbæ 18 ára
og eldri hafa fengið sent lykilorð
í sinn heimabanka og geta skráð
sitt á „Mitt Reykjanes".
Á vefnum verður hægt að nálg-
ast uppl. um greiðslustöðu hjá
bænum s.s. leikskólagjöld, gjöld
vegna frístundaheimila og fast-
eigna- og gatnagerðargjöld.
Einnig verður hægt að nálgast
uppl. um börn viðkomandi í
gegnum Mentor.
I tilefni af sumarkomu er fjöl-
skyidum í Reykjanesbæ færð að
gjöf 2.000 krónur á mittreykja-
nes.is sem hægt er að nýta til
þess að greiða niður kostnað
vegna námskeiða barna og ung-
menna í sumar.
Til þess að sækja þessa gjöf
þurfa íbúar að skrá sig á
mittreykjanes.is og velja það
námskeið sem þeir vilja að nið-
urgreiðslan fari til. Hvert barn
undri 16 ára aldri fær kr. 2000
niðurgreiðslu.
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!
18
VlKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANCUR