Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 25
I
^oiö
LISTIR MENNING
Litríkt hja Kvennakór Suðurnesja
Mikil litadýrð blasti við
tónleikagestum vor-
tónleika Kvennakórs
Suðurnesja, miðvikudaginn
3. maí. Ástæðan var tilkoma
nýrra búninga sem kvennakór-
inn tók í notkun.
Búningarnir voru í hinum ýmsu
litum og var sannkallaður vor-
bragur yfir kórnum af þessum
sökum. Efnisskráin var afar
fjölbreytt og skemmtileg og
fyrir hlé voru það íslensku dæg-
urlögin sem réðu. Eftir hlé tók
við alþjóðleg syrpa frá hinum
ýmsu þjóðum. Það var auðheyrt
að tónleikagestir skemmtu sér
vel, því þeir létu til sín taka
með klappi og smellum. Geir-
þrúður Bogadóttir undirleikari
fór á kostum, og það er ekki of-
mælt að segja að þar sé mikil
listakona á ferðinni því hún
greip í harmoniku og spilaði
undir í einu lagi. Geirþrúður
er gríðarlega góður undirleik-
ari og átti mikinn þátt í góðum
tónleikum. Stjórnandi kórsins,
Dagný Þ. Jónsdóttir er gríðar-
lega fær söngvari og mikil lista-
kona. Það verður gaman að fylgj-
ast með kvennakórnum í náinni
framtíð.
<wMhv.vf.i
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur
hélt vortónleika í Safn-
aðarheimili Keflavík-
urkirkju síðastliðið fimmtu-
dagskvöld. Tónleikarnir voru
afar vel heppnaðir og þótti efn-
iskráin fjölbreytt og skemmti-
leg.
Tónleikarnir hófust með glæsi-
legu upphafslagi, Undir Svörtu-
dröngum eftir Þórarinn Hjartars-
son. Síðan tóku við Sjómanna-
söngvar sem féllu í góðan jarð-
veg meðal Suðurnesjamanna.
Þá tóku við Óperukórverk með
Davíð Ólafsson i fararbroddi,
og vel kom í ljós hversu vel rödd
hans hefur þroskast, þannig að
oft á tíðum var unun á að hlýða
á. Gott jafnvægi var í öllum
röddum og innkomur óaðfinn-
anlegar. Lokakafli Þrymskviðu
eftir Jón Ásgeirsson var þó há-
punktur kvöldsins. Eftir hlé
fengu tónleikagestir að hlýða á
vel þelckt lög Oddgeirs Kristjáns-
son, Jóns Múla Árnasonar og
voru Eyjalögin sérstaklega vel
flutt. Afar skemmtileg útsetning
á enskum þjóðsöngvum, sem
næstir komu, hreif marga. Inn-
koma German Plopldns, breytti
ásýnd tónleikanna og setti glað-
værð yfir þá. I loldn söng kór-
inn 4 aukalög, þar sem Davíð
fór á kostum í laginu „Hraustir
menn.“ Stjórnandinn Guð-
laugur Viktorsson, hefur greini-
lega náð góðu sambandi við
kórinn og teldst að ná því besta
úr kórfélögum svo úr varð heil-
steyptur samsöngur sem skilaði
sér í þéttri heild. Kórinn skildi
gesti eftir með hrifningu í huga
og þakklæti.
Garður
íbúð tíl sölu
Garður óskar eftir tilboði í íbúðina að
Silfurtúni 20c. Nánar upplýsingar á
bæjarskrifstofunni í Garði.
Tilboðsfrestur er til 22. maí 2006.
Bæjarstjóri
FRÉTTASÍMINN
-SQtðSHSjWgSJgUQ
898 2222
Reykjavik
Excursions
KY N N I S F E RÐ I R
Mvinna
Kynnisferðir ehf. óska eftir að ráða
starfsmenn í afgreiðslu sína í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
annað hvort til sumarvinnu eða til framtíðar.
Um er að ræða vaktavinnu á tíma sem
stjórnast af komutíma flugvéla.
Umsóknir sendast til Kynnisferða á
netfangið sigridur@re.is
fyrir kl. 17:00 föstudaginn 19. maí 2006.
Upplýsingar eru ekki gefnar í síma,
en öllum umsóknum svarað eftir að
umsóknarfrestur rennur út.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN11.MAÍ2006| 25