Víkurfréttir - 11.05.2006, Síða 26
PÓST$=“J KAS5INN
Oddný Harðardóttir skrifar:
Enn betri skólar
Eitt mikilvægasta verk-
efni sveitarfélaga er án
efa menntun og upp-
eldi barna
og unglinga.
Gildi góðrar
menntunar er
ótvírætt. Um
helm ing ur
rekstrarút-
gjalda sveit-
arfélagsins
Garðs fer í fræðslu- og uppeld-
ismál.
Kröfur eru gerðar til sveitarfé-
laga um að þau vinni að mál-
efnum leikskólastigsins af metn-
aði. Leikskólinn Gefnarborg í
Garði er einkarekinn leikskóli
með föstum framlögum frá sveit-
arfélaginu samkvæmt samningi.
Það rekstrarform hefur gengið
vel með ábyrgri stjórn rekstrar-
aðila.
Góð samvinna milli leik- og
grunnskóla hefur tíðkast í Garð-
inum undanfarin ár. Einnig
hefur gott samstarf verið á milli
Gerðaskóla og Fjölbrautaskóla
Suðurnesja um nám við hæfi
nemenda sem skara fram úr í
námi. Fleiri sóknarfæri eru þó
á þessu sviði sem þarf að nýta.
Framtíðarsýn N-listans
Með hliðsjón af þróun leikskói-
ans sem menntastofnunar, er
mikilvægt að hann sé gjaldfrjáls.
Aðgengi að þeirri menntun sem
þar býðst þarf að vera óháð efna-
hag. Fyrst í stað ætti seinasta
árið í leikskóla að vera gjald-
frjálst.
N-listinn leggur áherslu á að:
- Styðja það metnaðarfulla starf
sem á sér stað í Gefnarborg.
- Öll börn á aldrinum 2 - 5 ára
eigi kost á leikskóladvöl.
- Samningur við rekstraraðila
leikskólans verði framlengdur.
- Á kjörtímabilinu verði sein-
asta árið í leikskóla gjaldfrjálst.
Námsaðstöðu í Gerðaskóla
þarf að bæta einkum til verk-
legra æfinga í náttúrufræði og
kennslu í verk- og listgreinum.
Svo kennarar og nemendur
geti nýtt sér stafrænt námsefni
og það fræðsluefni sem liggur
á vefnum er nauðsynlegt að í
hverri kennslustofu sé nettengd
tölva og skjávarpi.
Heiðar Lár Halldórsson skrifar:
Hugleiðing
Ofbeldi er athöfn sem
veldur annarrri mann-
eskju sársauka, and-
legum eða lík-
amlegum og
þykjaslíkarat-
hafnirsérstak-
lega slæmar
þeg ar um
ásetning er að
ræða. Einstak-
lingar óttast
almennt ofbeldi og vilja allra
síst verða beittir því.
Nú er svo komið að misyndis-
menn hafa kosið að beita sak-
lausa einstaklinga ofbeldi til að
innheimta skuldir. Samfélagið
bregst gegn slíku háttalagi með
kröftulegum hætti og er það vel.
Hér í Reykjanesbæ virðist vera
sjálfskipuð huldusveit manna
með það að markmiði að stöðva
þessar ógeðfelldu innheimtuað-
gerðir. Langar mig sem íbúa hér
í Reykjanesbæ að benda á að
slíkt kann að auka öryggi íbúa
hér í bænum þótt erfitt sé að
gera sér grein fyrir hverjir skipi
þessa sveit. Það er ástæða til að
vara við því að þar séu dæmdir
sakamenn hvattir til slíkra
starfa því mér er það mjög til
efs að það kunni góðri lukku að
stýra að egna misyndismönnum
saman. Sérstaklega þar sem ekki
liggur fyrir með hvaða hætti
framkvæma eigi slíkar aðgerðir
og hvort huldusveitin hyggist
taka lögin í sínar hendur.
Atvinna
Sólning óskar eftir að ráða starfsmann til
framtíðarstarfa. Æskilegt að umsækjendur séu
25 ára eða eldri.
Upplýsingar gefur Karl á staðnum.
sóiamvG
FITJABRAUT 12 • 2BO NJARÐVÍK • SlMI 421 1399
Margt á döfínni hjá
Sálarrannsóknarfé-
lagi Suðurnesja
Það er alltaf nóg um að vera hjá Sálarrannsóknarfélagi
Suðurnesja, en miðlarnir Skúli Lórenzson og Guðrún
Hjörleifsdóttir verða hjá félaginu á næstunni. Skúli
verður þann 16. maí og Guðrún þann 18.
Þá eru þau Þórhallur Guðmundsson, Lára Halla Snæfells og Þór-
unn Maggý Guðmundsdóttir væntanleg fljótlega, en þeir sem
hafa áhuga á einkafundi eru beðin um að hafa samband og láta
skrá sig í síma 421-3348.
Ætlunin er að hafa opið hús í maí en þar verður ýmislegt í boði,
svo sem létt hugleiðsla, spáð í bolla og spil, heilun og fleira.
Selt verður kaffi en aðgangur er ókeypis.
Inga Sigrún Atladóttir skrifar:
Skólastarf íVogum
- í fremstu röð
N-listinn leggur áherslu á að:
- Styðja við það metnaðarfulla
starf sem á sér stað í Gerða-
skóla.
- Samvinnu leik- og grunnskóla
og grunn- og framhaldsskóla.
- Nýta mat á skólastarfi, m.a.
með þátttöku foreldra, við gerð
umbótaáætlana.
- 1 hverri kennslustofu sé
nettengd tölva og skjávarpi.
- Tónlistarskóla verði sköpuð að-
staða innan Gerðaskóla.
- Nemendur Gerðaskóla búi við
bestu námsaðstæður.
Þekking, vilji
og metnaður
Ásamt ábyrgri fjármálastjórnun
er mikilvægt að unnið sé út
frá faglegri stefnumótun. Með
þekkingu, vilja og metnaði bæj-
aryfirvalda mun Garðurinn geta
státað sig af enn betri skólum og
að nemendur búi við allra bestu
aðstæður til náms. Til að svo
megi verða þarf N-listinn að fá
nauðsynlegan stuðning í sveitar-
stjórnarkosningum 27. maí
Oddný Harðardóttir
Hvað sem öðru líður er ljóst að
aðgerðir þessar eru gríðarlega
vandmeðfarnar þar sem að baki
misyndismönnum standa sak-
lausir einstaklingar, bæði vinir
og fjölskylda, sem ekki undir
neinum kringumstæðum má
blanda inn í þessa umræðu, þó
þau snúi ekki baki við ástvini
sínum og haldi í vonina um að
hann bæti sitt ráð. Ef aðstand-
endum er blandað inn í orð-
ræðu þar sem sögur eru krydd-
aðar með lygum og ýkjum þá
eru þeir beittir grófu ofbeldi
þar sem atlaga er gerð að æru
þeirra. Mannorð manna er svo
dýrmætt að eitt slíkt tilvik fyrir-
gerir með öllu rétti þessara að-
gerða og er þá betur heima setið
en af stað farið.
Um leið og ég lýk þessum pistli
mínum vil ég undirstrika vonir
mínar um að aðgerðir gegn
óæskilegum samfélagsmeinum
séu framkvæmdar af sanngirni
og með það eitt að markmiði
að bæta samfélag okkar en ekki
auka á glundroðann eða upp-
hefja sjálfan sig á kostnað ann-
arra.
Heiðar Lár Halldórsson
Rekstrarfrœðingnr og
tietni í viðskiptafrœði
Eitt af meginverkefnum
þeirra sem stjórna bæj-
arfélögum á hverjum
t í m a e r u
menntamálin.
Stutt er síðan
umsjón þess
mála flokks
var færð frá
rikinu yfir
á sveitarfé-
lögin og hefur
styrkur hverrar bæjarstjórnar
komið fram i hve vel þessi yf-
irtaka hefur gengið á hverjum
stað.
í Vogum hefur mikið verið lagt
í uppbyggingu í skólum bæjar-
ins og er því ljóst að meirihluti
H-listans í Vogum hefur svo
sannanlega staðið sig sem skyldi
í þessum málaflokki. Eftir að
nýr leikskóli var opnaður hefur
verið unnið frábært starf í að
auka gæði kennslunar í skól-
anum og mikil vinna verið lögð í
að gera alla þjónustu við börnin
sem besta. Á síðustu árum
hefur verið unnið að því að fá
viðurkenningu á leikskólanum
sem heilsuleikskóla og náði leik-
skólinn því markmiði árið 2005.
Markmið heilsustefnunnar er
að venja börn strax í barnæsku
við heilbrigða lífshætti með
það í huga að þeir verði hluti
af lífsstíl þeirra til framtíðar.
Áhersluþættirnir geta verið mis-
munandi eftir leikskólum, en
góð næring, mikil hreyfing og
listsköpun er aðalsmerki þeirra.
Á síðasta kjörtímabili var tekið
upp samstarf milli skóiastiganna
og með aukinni áherslu á sam-
vinnu skólanna verður unnið
að því á næsta kjötímabili að
hafa hluta síðasta árgangsins á
leikskólanum gjaldfrjálsan. í
Stóru-Vogaskóla hefur H-listinn
einnig stutt öflugt uppbyggingar-
starf sem stuðlar að því að koma
grunnskólanum í fremstu röð
grunnskóla í landinu. I grunn-
skólanum hefur verið gerð 7
ára áætlun sem miðar að því
að auka árangur og skilvirkni
nemenda í námi sínu auk þess
sem unnið er að því að virkja
áhugasvið nemenda og auka
Qölbreytni í vinnubrögðum. Á
síðustu árum hefur áherslan á
list- og verkgreinar aukist auk
þess sem skólinn hefur hafist
handa við að skapa sérstöðu
sína með aukinni áherslu á að
fræða nemendur sína um menn-
ingu, náttúru og sögu Voganna.
Áhersla H-listans á fjölskyldu-
vænt og uppbyggilegt umhverfi
hefur einnig skilað sér í innra
starfi Stóru-Vogaskóla. Unnið
hefur verið að því að bjóða
upp á ferskan og hollan mat í
grunnskólanum auk þess sem
nemendur hafa verið hvattir til
hreyfingar með uppbyggingu á
glæsilegum sparkvelli við skól-
ann auk þess sem bæjarfélagið
hefur nýlega fest kaup á þrauta-
braut sem þessa dagana er verið
að setja upp á skólalóðinni! Eftir
þessar breytingar er ljóst að að-
staða til hreyfinga og útiveru á
skólalóð Stóru-Vogaskóla er eins
og best gerist í grunnskólum
landsins. Samhliða bættu hús-
næði höfum við einnig beitt
okkur fyrir auknu samstarfi við
foreldra og á hverju ári hefur
verið gerð könnun á afstöðu for-
eldra barna í skólanum, hefur
könnunin sýnt að allt að 95%
foreldra eru ánægð með þá
þjónustu sem börn þeirra fá í
skólanum og teljum við það af-
bragðs árangur. Það skiptir máli
fyrir börn að starfið í skólunum
sé gott og vandað sé til verka
í kennslunni. Með því að velja
H-listann til forystu í Vogum
tryggir þú áframhaldandi
gróskumikið uppbyggingarstarf
í menntamálum í sveitarfélag-
inu. Hver er þín afstaða?
Inga Sigrún Atladóttir
1. sœti á áfratnboðs-
lista H-listans
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR ÐAGLEGA!
26 IVÍKURFRÉTTIR i 19.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR