Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Page 34

Víkurfréttir - 11.05.2006, Page 34
ÍÞRÓTTIR í BOÐI LANDSBANKANS Sumarstörf Landsbankinn - Leifsstöð Óskum eftir að ráða starfsfólk til sumarafleysinga hjá Landsbankanum í Leifsstöð við gjaldeyrisafgreiðslu. Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu. Leitað ereftirfólki sem hefurgóða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund. Góð ensku- og tölvukunnátta er nauðsynleg. Umsóknirskai senda í gegnum vef Landsbankans: www.landsbanki.is Allar nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður Landsbankans í Leifsstöð í síma 410 4144. Landsbankinn fslandsmót í pílu í Reykjanesbæ Um helgina fer íslandsmótið í pílukasti fram í að- stöðu Pílufélags Reykj anes- bæjar að Hrannargötu 6. Spilaður verður einmenn- ingur á laugardag og tví- menningur á sunnudag. Þar munu bestu kastarar landsins bæði í karla og kvennaflokki.Ef einhverjir hafa áhuga að spreyta sig þá er hægt að skrá sig í sima 660-8172. Píluíþróttin hefur verið í sókn undanfarin ár og eru margir sterkir pílukastarar á Suðurnesjum. Pílufélag Reykjanesbæjar verður með kynningu á pílukasti í Reykjaneshöll á laugardeg- inum þar sem öllum er vel- komið að fræðast meira um þessa skemmtilegu íþrótt. Astkæru Keflvíkingar og aðrir áhugamenn um góða knattspyrnu. Nú fer að fara í hönd uppáhald tími margra. Tíminn þegar sólin fer hátt á loft og hitastigið hækkar um allnokkrar gráður. Lyktin af nýslegnu grasi fer að gera vart við sig og það sem kannski helst heillar, að blessuð knattspyrnan fer á fullt og maður skellir sér í sólskinsskapi á völlinn og fylgist með strák- unum sínum í Keflavík leika listir sínar og hefur oftar en ekki ansi gaman af. f fyrra var umgjörðin tekin í gegn og nýjir klúbbar og ráð stofnuð í kringum félagið. Hlaut Keflavík sem heild verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina í umferðum 6-12, og er í því innifalið umgjörðin og allt það flotta sem félagið var að gera í fyrrasumar. Var það mikill heiður bæði fyrir okkur stuðn- ingsmennina og félagið í heild sinni. Umgjörðin í ár er enn glæsi- legri en í fyrra, en eins og menn hafa eflaust tekið eftir er búið að koma fyrir 1100 fagurbláum sætum í stúkuna og núna erum við sko að tala um alvöru pakka! Þannig er ekkert hægt að kvarta undan umgjörðinni, hún er með þeim glæsilegri hér á landi, það held ég að sé algjörlega óhætt að fullyrða. f fyrrasumar skapaðist oft og tíðum mikil og hressandi stemmning hjá stuðnings- mönnum Keflavíkur og til dæmis fengum við í Pumasveit- inni töluverða athygli fyrir skemmtilega stemmningu á en ætlunin er ekki að við séum eitthvað þarna til að skemmta öðrum eða þannig, heldur erum við þeir sem taka af skarið og svo fylgir fjöldinn með og tekur undir og lætur vel í sér heyra. Það er svo skrýtið með suma, well ansi marga reyndar, að það er eins og menn skammist sín eitthvað fyrir að hefja upp raust sína og kalla Keflavík, eða hvað annað. Ég spyr bara: Hvað er að því? Nákvæmlega ekkert! Tökum bara sem dæmi bikarúr- við munum grilla og fá einn kaldan fyrir leiki. Við stefnum líka á að bjóða and- stæðingunum að kíkja á Yello til að ræða málin, en það að kynnaststuðningsmönnum ann- arra liða gefur fótboltanum enn meira gildi. Fyrsti heimaleikurinn okkar er 19.maí gegn Víkingum og mun sá leikur bera yfirskrift- ina Yello-leikurinn, en eins og í fyrra verða allir heimaleikirnir styrktir af einhverju góðu fyr- irtæki. leikjum og var það virkilega gaman. Okkar hlutverk í sveit- inni er að koma fólkinu á vell- inum, ykkur Keflvíkingum, í gang í því að styðja liðið okkar. Við þurfum að standa þétt við bakið á strákunum og sýna þeim öflugan stuðning í verki, því það vita allir hversu miklu máli góður stuðningur skiptir. Það munar bara öllu! Það vildi samt brenna dálítið oft við í fyrra að þetta voru ein- göngu við sem sáum um þetta, slitin gegn KA 2004. Ekkert eðli- lega gaman á þeim leik enda gjörsamfega allir í stúkunni sem tóku þátt í gleðinni og þá var sko ekki að spyrja að leikslokum, bikar í hús þar. I sumar verða stuðningsmenn Keflavíkur í samstarfi við Yello þar sem við ætlum að hittast fyrir alla heimaleiki, peppa hóp- inn saman og koma okkur í gír- inn eins og gengur og gerist í Englandi til dærnis. Svo verður set gerfigras á svalirnar þar sem Fyrsti deildarleikurinn hjá okkur í sumar er gegn ÍBV í Eyjum sunnudaginn 14. maí og ætlar Keflavík að fljúga þangað með 50 manna Fokker vél, og eru örfá sæti laus ef þá einhver þegar þetta verður birt. Allar upplýsingar er hægt að nálgast á keflavik.is og í síma 421-5188 eða 894-3900. Pumasveitin fer að sjálfsögðu til Eyja, en við fórum einnig í fyrra og það var gjörsamlega frábær ferð! En ég vill svona í lokin óska okkur Keflvíkingum góðs gengis í sumar og munum við vonandi eiga gott ef ekki frábært fótbolta- sumar. Ég ber miklar vonir til liðsins og ég veit að þeir ætla sér að gera allt til að standa undir þeim. Mætum vel og snemma á leiki í sumar, myndum gífurlega góða stemmningu í stúkunni, allir að láta vel í sér heyra á leikjum og taka hressilega undir með Pumasveitinni. Mætum á völl- inn til að skemmta og okkur og hvetja strákana til dáða, með þetta tvennt saman getur ekkert klikkað. Gerum nú þennan heimavöll okkar að alvöru gryfju, völl sem lið óttast að koma á og gerum það ógerlegt að fara í burtu með einhver stig af viti! Til að fylgjast betur með gangi rnála hjá stuðningmönnum Keflavíkur er hægt að benda ykkur á síðurnar www.blog. central.is/kef-fc og www.blog. central.is/trommusveitin. Svo gerum við okkur vonir um að koma stórri og öflugri síðu í loftið í sumar sem verður þá vel auglýst þegar að því kemur. Tökum svo vel á því í sumar og eins og lagið góða segir: Við ætlum á toppinn... ÁFRAM KEFLAVÍK! Fyrir hönd stuðningsmanna Keflavíkur og Pumasveitar- innar, Jóhann D. Albertsson B4 VÍKIJRFRÉTTIR I (ÞRÓTTASiÐUR VfKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.