Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2006, Side 2

Víkurfréttir - 29.06.2006, Side 2
Smábátahöfnin í Gróf: Sægreifinn sökk Mönnum tókst að koma Sægreifanum, litlum plastbát, á land í Grófinni eftir að hann sökk í höfnina um síðustu helgi. Sægreifinn var sjósettur þann 15. júní og sökk um helg- ina af ókunnuin ástæðum. Kafari vann við að lyfta bátnum upp af hafnarbotninum og til starfans notaðist hann við belgi sem hann dældi lofti í og upp mjakaðist báturinn hægt og ró- lega. Frá bryggjunni var bátur- inn svo dreginn að dráttarbraut- inni. Erfiðlega gekk að koma bátnum, sem var fullur af sjó, í kerruna en hópur vegfarenda kom eig- andanum, Kristjáni Júlíussyni, og kafaranum til aðstoðar. Að lokum tókst að koma Sægreif- anum á land en talið er að sjór hafi komist inn um loku í bát- unum við utanborðsmótorinn í skuti bátsins. Ekki er vitað hvernig sjórinn komst í bátinn en líklegt þykir að einhverjir hafi farið urn helg- ina í leyfisleysi um borð í bátinn og verið helst til of margir svo báturinn fór að taka inn á sig sjó. Eigandinn Kristján Júlíusson hafði nýverið keypt bátinn og hugðist selja hann strax aftur en Kristján hafði m.a. keypt nýjan utanborðsmótor í bátinn sem nú er ónýtur. — — — — — — — i Bláa Línan fer vel af stað Reykjanesbær og Aðal- bílar hafa hafið form- lega samvinnu um rekstur áætunarferða á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Bláa Lónsins, en 3ja mán- aða reynslusamningur þar að lútandi var undirritaður í vik- unni. Bílarnir koma einnig við innan Reykjanesbæjar og fara til Grindavíkur, en ferðin kostar 500 kr. Samningurinn, sem er hægt að framlengja í 3 mánuði í viðbót, er til reynslu og er tilgangur- inn að meta þörfina á slíkum ferðum og rekstrargrundvöll fyrir þeim. Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Víkurfréttir að áhugi á ferðunum hafi verið með ólíkindum og jafnvel hafi þurft að bæta við bílum til að anna eftirspurn. „Það er aug- ljóst að það hefur verið vöntun á þessari þjónustu. Þessi hug- mynd hefur verið lengi að gerjast hjá sveitarfélögum og ferðaþjónustuaðilum á svæð- inu en nú er hún loks komin í framkvæmd og við getum þá séð fyrir alvöru livaða tækifæri leynast í þessu fyrirkomulagi.” Steinþór leitaði fyrir hönd Reykjanesbæjar til aðila hér á svæðinu og buðu Aðalbílar hagstæðasta tilboðið. Með þessu er verið að stórbæta sam- göngunet milli ferðaþjónustu- staða á Reykjanesi sem hefur ekki verið nægilega yfirgrips- mikið. „Það hefur lengi verið vandamál að komast á milli staða, til dæmis úr Bláa Lón- inu og í hvalaskoðun. Þetta gæti verið upphafið á mikilli bragarbót í þessum efnum og þéttingu samgöngunetsins sem mun ekki síður koma sér vel fyrir íbúa Suðurnesja. Þeim stendur auðvitað líka til boða að nota þjónustuna, til dæmis til að komast í Bláa Lónið. Þá er jafnvel möguleiki á því að bæjarbúar geti hringt í upplýs- ingasíma Aðalbíla, 421 1515, og fengið bíl til að sækja sig heirn að dyrum. Þetta er ann- ars aukin þjónusta fyrir alla og það verður spennandi að sjá hvernig Bláa Línan gengur og hvort þetta sé það sem koma skal,” sagði Steinþór að lokum. MUNDI Gott á meðan þetta var ekki þjóðarskútan sem sökkl Starfsmennirnir sem lögðu niður vinnu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um síðustu helgi fá um 22 þúsund króna hækkun samkvæmt samkomulagi SA og ASÍ. Starfsmenn IGS telja launahækkunina ekki nægjan- lega og búist er við öðru setuverkfalli um næstu helgi verði ekki komin lausn á málinu fyrir þann tíma. Sagnir hafa verið um að erlendum starfsmönnum hafi verið hótað tækju þeir þátt í verkfallinu en þaö hefur ekki verið staðfest. Opna glæsilega billjardstofu í Reykjanesbæ Nýjung er að bætast í flóru afþreyingar í Reykjanesbæ þegar ný billjardstofa, Pool@Bar, opnar við Framnesveg á morgun, föstudag. Eigendur staðarins, Jens Bein- ing Jia og Arnar Steinn Svein- björnsson, hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði að því að standsetja þennan glæsi- lega stað og hefur í engu verið til sparað. „Við vorum ákveðnir í því að hafa staðinn eins flottan og við gátum. Við erum með sex keppnisborð sem við keyptum frá Þýskalandi, flatskjái þar sem má fylgjast með fótboltanum, þægilega sófa og margt fleira,” sagði Jens í samtali við Víkur- fréttir. Á staðnum er einnig hægt að spila skák og pílu, en þeir félagar leggja áherslu á létt og þægilegt andrúmsloft, laust við sígarett- ureyk, þar sem fólk getur komið saman og á góða stund. „Svo verðum við með „Hot Wings” og samlokur og þess háttar á barnum þannig að við verðum með allt til alls.” Þeir félagar eru með ýmsar upp- ákornur á döfinni en í haust verður hrundið af stað fyrir- tækjakeppni í pool svo eitthvað sé nefnt. Staðsetningin er ansi sérstök, en Pool@Bar er í portinu fyrir aftan Hótel Keflavík. Þar er búið að koma upp sólpalli, en gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu sem áður hýsti bíla- verkstæði og fiskvinnslu. Þeir Jens og Arnar eru þess þó full- vissir að staðurinn muni vekja lukku. „Þetta verður afþreying- arstaður, en ekki skemmtistaður þar sem fólk getur komið saman alla daga vikunnar og tekið í leik, fengið sér einn kaldan og spjallað saman. Svo verðum við líka með þjónustu fyrir fyrir- tæki og hópa sem geta fengið salinn leigðan fyrir fundi eða samkomur.” Formleg opnun verður, eins og fyrr segir, á morgun, en eftir kl. 22 verður Pool@Bar opnaður fyrir almenna gesti og verður ýmislegt í boði, t.d. tilboð á barnum. Aldurstakmark eftir kl. 20 að kvöldi verður 20 ár og eru allir velkomnir á þennan nýjasta samkomustað í Reykjanesbæ. Jens og Arnar með kjuða í hönd. 2 IVÍKURFRÉTTIR i 26. TÖIUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.