Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2006, Page 4

Víkurfréttir - 29.06.2006, Page 4
Verslun og þjónusta: Festa, lífeyrissjóður: Með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ Astofnfundi sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyris- sjóðs Vesturlands, sem haldinn var 19. júní, var samþykkt að sjóðurinn hlyti nafnið Festa líf- þegarþér hentar 10-11 er framsækíð fyrirtækl ( örum vexti. 10-11 erfremstaþægindaverslun landsins með 21 verslun. Velgengni sína þakkar fyrirtaekið fyrst og fremst starfsfólki sínu. Því er ætíð lögð áhersla á að gott fólk veljist til starfa. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við Hafnargötu í Keflavík. 10-11 óskar eftir að ráða fólk til starfa í verslunum okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við Hafnargötu í Keflavík. Um erað ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Leitað er eftir áreiðanlegum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Æskilegur aldur umsækjenda er 20 ára og eldri. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu 10-11, Lyngási 17, 210Garðabæ eða á www.10-1 l.is. eyrissjóður. Sjóðurinn verður meðal tíu stærstu sjóða lands- ins. Ársfundir beggja sjóða höfðu áður samþykkt samning um samruna þeirra. Samrunasamningur sjóðanna kveður á um að eignir og skuld- bindingar þeirra renni saraan frá og með 1. janúar 2006. Við sameininguna munu réttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestur- lands verða aukin um 4,4% til að jafna stöðu sjóðanna. Heild- areignir sameinaðs sjóðs eru áætlaðar um 43 milljarðar og eru greiðandi sjóðafélagar tæp- lega níu þúsund. Aðalskrifstofa sjóðsins verður í Reykjanesbæ, en starfstöðvar á Akranesi og Selfossi munu starfa áfram að þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur. I stjórn Festu lífeyrissjóðs voru kosnir: Kristján Gunnarsson, for- maður, Bergþór Guðmundsson, varaformaður, Ragna Larsen, Bergþór Baldvinsson, Þórarinn Helgason og Sigrún Helga Ein- arsdóttir. Gylfi Jónasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs Vesturlands og síðar Líf- eyrissjóðs Suðurlands, verður framkvæmdastjóri Festu lífeyr- issjóðs. AAeistaraflokkur Grindavíkur safnar fyrir dreng með hvítblæði Leikmenn og aðstandendur meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu karla stóðu fyrir söfnun í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, til styrktar hinum unga félaga sínum Frank Brynjarssyni, sem á næstunni fer til Svíþjóðar í aðgerð eftir að hafa greinst með hvítblæði. Söfnunin skilaði tæplega hundrað þúsund krónum, sem vonandi eiga eftir að nýtast Frank og fjölskyldu hans vel á næstunni. Leikmenn og aðstandendur Grindavíkurliðsins senda Frank og fjölskyldu alla sína hlýjustu strauma og vona innilega að ferðin til Svíþjóðar gangi sem best, segir í tilkynningu frá meistaraflokki. Atvinna í boði Vogar • Póstberar óskast til framtíðarstarfa. Um er að ræða 70% stöðu, föst mánaðarlaun. • Starfsmaður óskast til almennra afgreiðslustarfa Vaktavinna frá kl. 17:00 - 22:00. • Starfsmenn óskast til afgreiðslustarfa og á grill. Vaktavinna, vinnutími samkomulag. Upplýsingar gefur Kristín í síma 892 7755. Bláa lónið opnar nýja verslun Ný Blue Lagoon verslun opnaði Iaugardaginn 17. júní að Laugavegi 15. Bláa Lónið leggur mikla áherslu á hönnun umhverfis og mannvirkja og var hönnun verslunarinnar í höndurn ítalska hönnunarfyrirtækis- ins Design Group Italia www. designgroupitaIia.com. Sigurður Þorsteinsson, iðnhönn- uður og einn eigenda Design Group, hafði yfirumsjón með hönnun verslunarinnar og var áhersla lögð á að skapa tengingu við einstakt umhverfi og mann- virki Bláa Lónsins. „Bláa Lónið er dæmi um ein- stakt samspil orku, náttúru og vísinda. I versluninni upp- lifa gestir þessa sömu þætti en hraun, stál og gler er áberandi í versluninni,“ segir Sigurður. Bláa Lónið leggur mikinn metnað í hönnnun og eru versl- anirnar engin undantekning.“ Blue Lagoon húðvörurnar eru fáanlegar í hinni nýju verslun. Hátt í 30 vörur sem allar inni- halda virk efni Bláa lónsins: steinefni, kísil og þörunga eru fáanlegar. Vörunum er skipt í þrjá meginflokka þ.e. vörur sem hreinsa, veita orku og næra húð- ina. VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRCANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.