Fréttablaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Herbergi Nóels, eldri sonar hjónanna. Fallegt IKEA-rúmið
fann Elín á bland.is.
Svefnherbergi hjónanna er mjög einfalt og án alls óþarfa.
Fallega brjóstaplöntupottinn selur húna á www.lauuf.
Á skenknum í forstofunni er samansafn hluta sem hjónin
halda upp á.
Föndur- og teikniaðstaða bræðranna er í stofuhorninu. Verkið á veggnum er eftir Þránd Þórarinsson.
Gluggarnir á Kvisthaganum eru fallegir og hleypa mikilli birtu inn. Rifblöðkuna keypti Elín stuttu áður en þau fluttu inn.
„Til að skapa fallegt og hlýlegt
heimili þarf að muna að halda í per-
sónulega stílinn og hafa þá hluti uppi
við sem manni þykir vænt um og
veita manni ánægju,“ segir Elín Bríta
Sigvaldadóttir vöruhönnuður.
MYNDIR/EYÞÓR
Vöruhönnuðurinn Elín Bríta Sigvaldadóttir heldur mikið upp á tekk húsgögn og
ber heimili þeirra hjóna, sem er í
vesturbæ Reykjavíkur, skýr merki
þess. „Mér finnst gaman að blanda
saman eldri húsgögnum við klass-
íska hönnunarvöru og auðvitað
dass af IKEA. Stíll heimilisins er
frekar afslappaður og hlýlegur. Ég
vil hafa frekar bjart í kringum mig
og þykir óþægilegt þegar það er
of mikið dót út um allt, allir hlutir
eiga að eiga sinn stað á heimilinu
að mínu mati.“
Persónulegur stíll skiptir miklu
máli þegar hönnun heimilisins er
höfð í huga. „Til að skapa fallegt
og hlýlegt heimili þarf að muna að
halda í persónulega stílinn og hafa
þá hluti uppi við sem manni þykir
vænt um og veita manni ánægju,
sama hvernig þeir líta út.“
Sjálf heldur hún mest upp á
flest verkin sem eru á veggjum
heimilisins. „Við reynum að kaupa
mikið af vinum og kunningjum
sem eru myndlistarmenn. Einnig
er ég mjög hrifin af stofuborðinu
okkar sem ég keypti á flóamarkaði
í Brooklyn og við fluttum með
okkur heim. Nýverið keyptum við
okkur líka nýtt sjónvarp, Samsung
Serif, sem ég elska og er klárlega
fallegasta sjónvarp sem ég hef
séð!“
Frekari breytingar
Hjónin eiga tvo drengi, þriggja ára
og eins mánaðar, en einungis tvö
svefnherbergi eru í íbúðinni. „Á
næstu 2-3 árum er því planið að
breyta annaðhvort núverandi eld-
húsi í annað svefnherbergi og færa
þá eldhúsið í sjónvarpsstofuna
eða þá að flytja, þ.e. ef við finnum
réttu eignina. Einnig ætlum við að
breyta svefnherberginu okkar á
næstu vikum, klára að mála, setja
upp hillur og snaga og fá okkur
stærra rúm.“
Elín Bríta útskrifaðist með
BA-gráðu í vöruhönnun frá Lista-
háskóla Íslands árið 2013. Eftir
námið hefur hún að mestu starfað
sjálfstætt og m.a. unnið verkefni
með Studiobility og verkefni tengd
innanhússhönnun. „Síðastliðið ár
höfum við fjölskyldan verið búsett
í New York þar sem ég starfaði
sem nemi hjá skartgripamerkinu
Metalepsis Projects. Við fluttum
svo aftur heim til Íslands í mars og
í kjölfarið opnaði ég vefverslunina
LAUUF (www.lauuf.com) sem
selur valdar hönnunarvörur frá
Bandaríkjunum.“.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
com.
Elín Bríta útskrif-
aðist með BA-
gráðu í vöruhönnun frá
Listaháskóla Íslands
árið 2013. Eftir námið
hefur hún að mestu
starfað sjálfstætt og m.a.
unnið verkefni með
Studiobility og verkefni
tengd innanhússhönn-
un.
NÝ SENDING AF
BUXUM
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . ág ú S t 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
0
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
0
-2
6
1
0
1
D
7
0
-2
4
D
4
1
D
7
0
-2
3
9
8
1
D
7
0
-2
2
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K