Fréttablaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 5 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 5 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um leyndarmál Sjálfstæðisflokksins. 9 sport Nokkur lið kvöddu fall- drauginn í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar. 12 lÍFið Í bókinni Hreistur fjallar Bubbi Morthens um ver- búðalífið sem hann lýsir sem hráu og hörðu. 22 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stjórnMál Hanna Katrín Friðriks- son, þingflokksformaður Viðreisnar, telur að of mikill tími hafi farið í breytingar á lögum um uppreist æru á sama tíma og mál sem varða breytingar á útlendingalögum og notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk, hafi þurft að bíða. „Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða,“ segir Hanna Katrín. – hg / sjá síðu 8 Óttast að málin nái ekki í gegn Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar. Menning „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Stjórnendur hennar reyna nú að forða hátíðinni, sem hefur verið haldin í Neskaupstað, frá gjaldþroti. „Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlendinga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðarinnar í gegnum tíðina,“ segir Stefán. – hg / sjá síðu 2 Reyna að hindra þrot Eistnaflugs Þungarokkshátíðin Eistnaflug var fyrst haldin árið 2005 og í sumar stóð hún yfir í fjóra daga. stjórnMál Nýtt framboð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar- flokksins, mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Unnið er að því nú að fá einstaklinga til að leiða listana. „Ég vonast til þess að það takist að setja saman framboð í öllum kjördæmum,“ segir Sigmundur. „Ég lít ekki á þetta sem sérframboð heldur miklu frekar nýjan flokk, nýtt afl, sem byggist á því hvernig við nálguðumst hlutina í Framsóknar- flokknum milli áranna 2009 og 2017 og kannski fyrr í sögu flokksins.“ Sigmundur tilkynnti þetta á vef sínum níutíu mínútum áður en kjördæmisþing Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi hófst í Reykjadal í Þingeyjarsveit. And- rúmsloftið á kjördæmisþinginu var nokkuð þungt að sögn heimildar- manna Fréttablaðsins en fundinn sátu margir hörðustu stuðnings- menn Sigmundar Davíðs. Margir þeirra íhuga nú stöðu sína; hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokk- inn. Sigmundur segist hafa reynt að ná sáttum við flokkseigendafélagið í Framsókn og þau öfl sem vildu hann burt. „Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ spyr Sigmundur Davíð. Einnig er sótt að Gunnari Braga Sveinssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi. Líklegt þykir að hann fari fram undir merkjum hins nýja framboðs verði hann felld- ur á kjördæmaþingi þann 8. október. Sigmundur útilokar ekki að vinna að framboði til Alþingis með Birni Inga Hrafnssyni, fyrrverandi oddvita Framsóknar í Reykjavík. – sa / sjá síðu 4 Ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. Útilokar ekki samstarf við Björn Inga Hrafnsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for- maður Fram- sóknarflokksins Fyrstu haustlægðir ársins, sunnanlands hið minnsta, knúðu dyra um helgina. Þessir tveir létu það þó ekki aftra sér frá því að viðra hundinn við Reykjavíkurtjörn. Tómas Guðmundsson fylgist hugsi með og lætur veðrið ekki á sig fá frekar en fyrri daginn. Viðbúið er að fleiri hvassar og blautar lægðir bjóði sér í heimsókn næstu vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 3 -4 8 D 0 1 D D 3 -4 7 9 4 1 D D 3 -4 6 5 8 1 D D 3 -4 5 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.