Fréttablaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 13
Kynningarblað Heimili M Á n U D a g U r 2 5. s ep te m be r 20 17 Fallegt einbýli með sundlaug. Draumaeignin á Spáni Fasteignaþjónustan spánarheimili aðstoðar Íslendinga við fasteignakaup á spáni og tenerife. bjarni sigurðsson segir fasteignaverð ytra afar hagstætt. ➛2 Marga dreymir um sumar-hús í sólinni, sérstaklega í ljósi þess að flugsam- göngur eru orðnar mjög góðar. Til Alicanteborgar er flogið allt að níu sinnum í viku og allt að fjórum sinnum í viku til Tenerife. Flugið er einnig að verða ódýrara og fólk sem á eignir á Spáni skellir sér jafnvel yfir langa helgi,“ segir Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri fast- eignaþjónustunnar Spánarheimila. Spánarheimili aðstoða Íslend- inga sem hafa hug á að kaupa fasteign á Spáni, á Tenerife og á Costa Blanca-svæðinu. Bjarni segir fasteignaverð ytra afar hagstætt. „Fasteignaverð lækkaði um 50 til 60 prósent í hruninu á Spáni og hefur ekki hækkað aftur nema um fimm til sjö prósent á síðustu tveimur árum. Fjögurra herbergja íbúð í nýju raðhúsi getur kostað á bilinu 18 til 22 milljónir. Það er mun lægra verð en borga þarf fyrir kjallaraíbúð í Reykjavík til dæmis,“ segir Bjarni. „Byggingarstíllinn í hverfunum hefur einnig breyst síðustu ár og nú er verið að byggja í norðurevr- ópskum eða skandinavískum stíl, hvítar stílhreinar byggingar sem falla vel í kramið hjá Íslendingum, með einangrun í veggjum, hita í gólfi og tvöföldu gleri í gluggum. Hjá okkur starfar hópur Íslend- inga í samvinnu við spænskan lög- fræðing og við rekum skrifstofur bæði á Íslandi og á Spáni. Kaup- ferlið getur verið Íslendingum framandi en við leiðum fólk í gegnum ferlið frá A til Ö.“ Ævintýrið hefst með ókeypis skoðunarferð „Við bjóðum upp á sérsniðnar og persónulegar 4-6 daga skoð- unarferðir fyrir áhugasama viðskiptavini og erum því ekki að hópa saman fólki sem er með ólíkar óskir. Skoðunarferðin kostar 59.900 á mann miðað við flug og gistingu og er að fullu endurgreidd fyrir allt að tvo ef af kaupum verður. Starfsmaður okkar tekur á móti fólki á flugvellinum og næstu fjóra til sex daga er farið í skoð- unarferðir. Við sýnum allt svæðið frá A til Ö, allt nærumhverfi, golfsvæðin, strandsvæðin allt eftir því hverju fólk er að leita eftir. Þá eru skoðaðar eignir sem falla að óskum og þörfum hvers og eins. Fólk fær beint í æð hvað er í boði og ef draumaeignin finnst er næsta skref að festa sér hana. Við fylgjum fólki í viðtal í banka til að skoða mögulega fjármögnun, hjálpum FYRIR OKKUR Sérvalið fyrir íslenskar aðstæður. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 3 -6 6 7 0 1 D D 3 -6 5 3 4 1 D D 3 -6 3 F 8 1 D D 3 -6 2 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.