Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 2
Veður Búast má við ágætis veðri á landinu í dag, bjart fyrir norðan, en sums staðar skúrir sunnanlands. sjá síðu 18 BRIDS SKÓLINN Námskeið hefjast í næstu viku ... Byrjendur (stig 1) 2. október: 8 mánudagar frá 20-23 Kerfið (stig 2) 4. október: 8 miðvikudagar frá 20-23 Stig 1 Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. Stig 2 Hvað meinar makker? Góð spurning. Farið er vel yfir framhald sagna í Standard og ýmsar stöður í sagnbaráttu. Mikið spilað og hægt að koma stakur/stök. Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 á netinu bridge.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Reyndu fyrir sér í amerískum fótbolta Það voru áhugasamir unglingar sem mættu í Kórinn í Kópavogi í gær og reyndu fyrir sér í amerískum fótbolta. Þar stóðu Einherjar, eina íslenska liðið sem leikur íþróttina reglulega, fyrir æfingu fyrir byrjendur á aldrinum þrettán til sautján ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Menning Stjórnendur þungarokks­ hátíðarinnar Eistnaflugs reyna nú að forða henni frá gjaldþroti. Miða­ sala á hátíðina í sumar var undir væntingum og hefur Fréttablaðið eftir heimildum að starfsfólk hafi ekki fengið greidd öll sín laun. „Ég held ég geti nánast lofað því að við náum að klára þetta. Staðan í sumar var þannig að Íslendingarnir mættu en við fengum varla útlend­ inga á svæðið en þeir hafa verið um 30 prósent af gestum hátíðar­ innar í gegnum tíðina,“ segir Stefán Magnússon, stofnandi og stjórnar­ formaður Eistnaflugs. Tónlistarhátíðin hefur verið hald­ in árlega, aðra helgina í júlí, í Nes­ kaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Miða­ sala á Eistnaflug 2018 er hafin og bjóðast miðar nú á forsöluverði eða 15 þúsund krónur. „Við höfðum áður fengið allt að 700­800 erlenda gesti en ég ætla ekki einu sinni að giska á hvort þeir náðu 50 í sumar,“ segir Stefán. „Það er verið að vinna úr þessu og það tekur tíma að klára þetta. Það eru allir af vilja gerðir og þess vegna er ég bjartsýnn á að við náum því,“ segir Stefán. – hg Reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá Eistnaflugi Stefán Magnús- son, stofnandi og stjórnarformaður Eistnaflugs Menning Óvissa um túlkun íslensku fánalaganna hægði á útgáfu nýjustu skáldsögu Vals Gunnarssonar. Bókin er nú á leið í prentun eftir álit lögfræðings útgefandans, Máls og menningar, þess efnis að bóka­ kápan stæðist lög. Bókin ber heitið Örninn og Fálk­ inn og er skáldsaga um hvað hefði getað orðið ef þýskir nasistar hefðu gengið hér á land árið 1940 en ekki breskir hermenn. Sögumaður er starfsmaður Landsímans, Sigurður Jónasson, sem fylgist grannt með því hvernig Ísland aðlagast nasism­ anum. „Ég var viðstaddur opnun Bók­ menntahátíðar þegar ég hitti útgef­ andann og spurði hvort bókin væri ekki farin í prentsmiðjuna. Þá fékk ég það svar að það biði niðurstöðu lögfræðings,“ segir Valur. Ástæða óvissunnar um lög­ mæti kápunnar er að á framhlið bókarinnar má finna óvenjulega útfærslu á skjaldarmerki Íslands. Griðungurinn, gammurinn, drekinn og bergrisinn eru á sínum stöðum en þó dekkri yfirlitum en vant er. Í stað þess að þeir raði sér í kringum íslenska fánann er milli þeirra rauður fáni nasista prýddur haka­ krossinum. „Við könnumst flest við fánalögin, um hvað má gera og hvað ekki með íslenska fánann. Það er bannað að breyta honum með einhverjum hætti, nota sem föt og það sama virðist vera með skjaldarmerkið. Það varð hins vegar niðurstaðan að lögin, þó þau séu til á pappír, séu eiginlega dauður lagabókstafur. Þeim er í það minnsta ekki fylgt mikið,“ segir Valur. „Þá segir í 12 grein a. [fánalaga] að skjaldarmerki Íslands sé auðkenni stjórnvalda ríkisins og notkun ríkis­ skjaldarmerkisins sé þeim einum heimil. En við teljum að þetta sé sjálfstætt höfundaverk þess aðila er teiknar og því langsótt að kápan falli undir fánalögin,“ segir í lögfræðiáliti vegna kápunnar. Kápan fékk því grænt ljós og kemur bókin út að um mánuði liðnum. Bókin er þriðja verk höf­ undarins en áður hafði hann gefið út bækurnar Konungur norðursins og Síðasti elskhuginn. „Mig hefur lengi langað til að lesa sögu um það ef nasistar hefðu klófest Ísland. Þannig að það eina í stöðunni var í raun að skrifa bók um það,“ segir Valur. johannoli@frettabladid.is Óttuðust að nasistafáni á bók bryti gegn lögum Óvíst var hvort breyta þyrfti kápu þriðju bókar Vals Gunnarssonar. Hana prýðir flennistórt skjaldarmerki með fána nasista í stað hins íslenska. Fánalögin metin dauður lagabókstafur í raun en Mál og menning fékk lögfræðing í málið. V A L U R G U N N A R S S O N V A L U R G U N N A R S S O N Hvað ef Þjóðverjar hefðu orðið fyrri til að hernema Ísland vorið 1940? ISBN 978-9979-3-3878-9 9 789979 338789 ISB 978-9979-3-3878-9 „… stórskemmtileg bók, þrælfyndinn og áhugaverður norðri.” Börkur Gunnarsson / Viðskiptablaðið (um Konung norðursins) „… skemmtileg … Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar.“ Símon Birgisson / Fréttablaðið (um Síðasta elskhugann) Örninn og Fálkinn er æsispennandi skáldverk um veruleika sem hefði getað orðið ef herlið Hitlers hefði orðið á undan til Íslands. Valur Gunnarsson (f. 1976) er sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður. Eftir hann eru skáldsögurnar Konungur norðursins (2007) og Síðasti elskhuginn (2013) sem báðar fengu góða dóma. Hann hefur haft áhuga á síðari heimsstyrjöldinni frá því hann man eftir sér. ÖRNINN OG FÁLKINN ÖRNINN OG FÁLKINN Stríðið í Evrópu ratar til Íslands þegar nasistar ganga á land í Reykjavík vorið 1940. Sigurður Jónasson, ungur starfsmaður hjá Landsímanum, fylgist með hvernig fólk aðlagast hinu nýja Hitlers-Íslandi, margir græða og þjóðernissinnar sækja í sig veðrið. En þegar slettist upp á vinskap Hitlers og Stalíns í austri fer vísir að íslenskri andspyrnuhreyfingu að verða til. Hvað er það sem nasistar eru í raun að vilja á Íslandi? Og hvað eru þeirra helstu vísindamenn að gera á hálendinu? Sigurður og félagar hans halda í hættuför þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir það sem virðist vera óhjákvæmilegur sigur Þjóðverja í stríðinu. Örninn og Fálkinn er þriðja skáldsaga Vals Gunnarssonar. Skáldsagan með nasistafánanum í skjaldarmerkinu er nú á leið í prentun. LögregLuMáL Erlendur karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel á fimmtudagskvöld, verður að öllum líkindum yfirheyrður í dag eða á morgun. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Grímur vill ekki svara hvort játning liggi fyrir. Maðurinn var úrskurðaður í viku­ langt gæsluvarðhald á föstudag. „Þetta hefur verið þannig um helgina að það er ekki frá neinu nýju að segja,“ sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. – hg Yfirheyrsla gæti farið fram í dag Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. 2 5 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 M á n u D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 3 -4 D C 0 1 D D 3 -4 C 8 4 1 D D 3 -4 B 4 8 1 D D 3 -4 A 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.