Fréttablaðið - 25.09.2017, Page 4
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
Akureyri Eigandi Sjanghæ á Akur-
eyri hefur ákveðið að stefna Ríkis-
útvarpinu vegna fréttar um meint
mansal á veitingastaðnum. Að mati
eigandans, Rositu YuFan Zhang,
hefur fréttaflutningurinn haft alvar-
legar afleiðingar, bæði fyrir rekstur
staðarins og andlega líðan hennar
og fjölskyldu hennar.
Þetta staðfestir lögmaður fyrir-
tækisins, Jóhannes Már Sigurðar-
son. Fyrsta frétt um málið birtist á
vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst
síðastliðinn þar sem greint var frá
því að grunur léki á að mansal væri
stundað á staðnum. Voru þær fréttir
byggðar á heimildum frá stéttarfélag-
inu Einingu Iðju. Samkvæmt heim-
ildunum voru starfsmenn hlunn-
farnir um laun og fengu greiddar um
30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru
síðar kom fréttatilkynning frá stétt-
arfélaginu að við rannsókn málsins
hafi ekkert komið í ljós sem sannaði
mansal á umræddum veitingastað.
„Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og
fréttafólki að fylgja siðareglum. Sér-
staklega þegar kemur að ásökunum
um refsiverða háttsemi. Hafa ber í
huga að mansal varðar allt að tólf
ára fangelsi. Að mati umbjóðanda
míns var ekki gætt að þessu við
fréttaflutning RÚV og því hefur hún
tekið ákvörðun um að leita réttar
síns. Þannig er mér falið að undir-
búa stefnu á hendur RÚV og þeim
aðilum sem kunna að bera ábyrgð í
málinu,“ segir Jóhannes Már.
Eigandi veitingastaðarins tók þá
ákvörðun að loka staðnum í kjölfar
umfjöllunar um hann. Að hennar
sögn komu afar fáir viðskiptavinir
á staðinn eftir að fréttin fór í loftið.
Staðurinn hefur ekki verið opn-
aður aftur. Vonir standa þó til að
hann verði opnaður bráðlega aftur.
– sa
Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ
Jóhannes Már
Sigurðarson, lög-
maður Sjanghæ
ÞÝSkALAND Útgönguspár þýsku
þingkosninganna, sem fram fóru í
gær, benda til þess að fátt komi í veg
fyrir að Angela Merkel verði kansl-
ari landsins áfram. Þetta verður
fjórða kjörtímabil hennar í því emb-
ætti. Þjóðernisflokkurinn Annar
kostur fyrir Þýskaland (AFD) nær í
fyrsta sinn mönnum inn á þing.
Kosningarnar eru merkilegar fyrir
þær sakir að hinir hefðbundnu risar
tapa miklu fylgi. Kristilegir demó-
kratar (CDU), flokkur Merkel, tapar
tæpum níu prósentustigum en
er þó með um þriðjung atkvæða.
Jafnaðarmenn (SPD) tapa um fimm
prósentustigum en einn af hverjum
fimm greiddi þeim atkvæði sitt.
AFD græðir á móti það fylgi sem
CDU tapaði og Frjálslyndir demó-
kratar það sem SPD tapaði. Fyrr-
nefndi flokkurinn hlaut um 13
prósent en sá síðarnefndi um tíu
prósent.
Græningjar og Vinstri flokkurinn
bættu litlu við sig og eru um níu
prósent hvor flokkur.
„Við höfðum vonast eftir betri
niðurstöðu. En það má ekki gleym-
ast að við höfum nýlokið erfiðu
löggjafarþingi svo ég er sátt með að
hafa náð helstu markmiðum kosn-
ingabaráttunnar,“ sagði Merkel eftir
að fyrstu tölur lágu fyrir.
„Það er leitt að sjá að innflytj-
endamálum og AFD hefur tekist
að sundra þjóðinni,“ sagði Martin
Schulz, leiðtogi SPD. Hann sagði
einnig að flokkurinn myndi taka
að sér að leiða stjórnarandstöðu og
neitaði stjórnarsamstarfi með CDU.
Afstaða Schulz þýðir að tveggja
flokka stjórn er ómöguleg. Fram-
undan eru líklega langdregnar
stjórnarmyndunarviðræður. Talið
er að Merkel muni leita til Frjáls-
lyndra demókrata og Græningja.
– jóe
Kanslarinn Merkel vann varnarsigur
Merkel ávarpar stuðningsmenn eftir
að niðurstöður lágu fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
StjórNmáL „Til hvers að berjast fyrir
því að þú getir starfað áfram með
fólki sem lítur á það sem meginmark-
mið að drepa þig?“ spyr Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for-
maður Framsóknarflokksins og for-
sætisráðherra, sem hefur sagt skilið
við flokkinn og ætlar sér á þing með
nýjum stjórnmálaflokki sem er í
undirbúningi. Hið nýja afl mun bjóða
fram í öllum kjördæmum.
Sigmundur Davíð er að vísa til þess
að ákveðinn hópur innan Framsókn-
ar hafi að hans mati reynt ítrekað að
koma honum út úr flokknum á síð-
ustu árum án árangurs, þar til í gær.
„Andrúmsloftið í Framsóknar-
flokknum hefur auðvitað verið mjög
erfitt síðastliðið ár. Það var hins vegar
ekkert sérstakt undanfarna daga eða
vikur kannski sem gaf til kynna að
menn myndu grípa til þeirra ráða
sem gripið var til þegar boðað var
til kosninga,“ segir Sigmundur. „Þar
vísa ég til þess að líta á þetta sem
tækifæri til að ljúka ætlunarverkinu
um að losna við mig og Gunnar Braga
og kannski fleiri. Þetta er svo gjör-
samlega galið út frá hagsmunum
flokksins.“
Sigmundur tilkynnti þetta á vef
sínum níutíu mínútum áður en kjör-
dæmisþing Framsóknarflokksins í
NA-kjördæmi átti að hefjast. Þá hafði
Þórunn Egilsdóttir, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, gefið
það út að hún hygðist bjóða sig fram
sem oddviti flokksins.
Sigmundur segir nú tekist á innan
Framsóknarflokksins og flokkseig-
endafélagið hafi unnið að því að bola
honum, Gunnari Braga Sveinssyni og
fleiri einstaklingum úr þingsætum.
„Ég efast um að það hjálpi málinu
að telja upp einhverja forsprakka
þessa hóps en til að einfalda málið þá
hef ég sagt að þetta sé sá hópur sem
var ráðandi í flokknum fyrir áratug
síðan. Þessi hópur sætti sig illa við
stöðuna en hefur haft sig að mestu
hægan,“ segir Sigmundur.
Flokkseigendur boluðu Sigmundi út
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir hóp innan Framsóknar hafa litið á það sem meginmarkmið að drepa hann. Vatn á myllu fram-
boðsins ef þeim hópi tekst að bola Gunnari Braga Sveinssyni úr oddvitasætinu í NV-kjördæmi. Hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum.
Ekki er loku fyrir það skotið að þingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson gerist
liðsmaður Sigmundar í hinu nýja stjórnmálaafli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Auðvitað er það bagalegt þegar
fyrrverandi formenn ganga úr
flokknum. Þetta kom mér hins
vegar lítið á óvart. Framsóknar-
flokkurinn mun hins vegar standa
þétt saman og hefur gert síðasta
árið. Allir þeir þingmenn sem til-
búnir hafa verið til að vinna saman
hafa gert það mjög vel upp á síð-
kastið. Staða Framsóknarflokksins
nú er mjög sterk
og við göngum
sameinuð til
kosninga.“
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
formaður
Framsóknar.
„Ég harma brotthvarf
Sigmundar Davíðs úr Framsóknar-
flokknum. Ég studdi hann til for-
mennsku árið 2009 og hafa leiðir
okkar legið saman í efnahags-
málunum. Við höfum unnið að
úrlausn stórra efnahagsmála eins
og almennu skuldaleiðréttingunni
og losun fjármagnshafta. Báðar
þessar efnahagsaðgerðir voru far-
sælar og rufu ákveðna kyrrstöðu.
Alltaf þegar stjórnmálaflokkur
missir öflugt fólk, þá er eftirsjá að
því. Brýnt er að Framsóknarmenn
snúi bökum saman og hefji kosn-
ingabaráttuna til
að ná árangri.“
Lilja Al-
freðsdóttir,
þingmaður
Framsóknar.
Þórunn Egils-
dóttir segir fram-
boð sitt til oddvita ekki hafa verið
sett til höfuðs Sigmundi. „Nei, í
rauninni er þetta rökrétt framhald
af störfum mínum fyrir flokkinn,
bæði sem þingflokksformaður og
nefndarmaður í forsætisnefnd.
Eftir kjördæmisþingið er Fram-
sóknarflokkurinn sameinaður og
öflugur og tilbúinn í
kosningar.“
Þórunn
Egilsdóttir,
þingflokks-
formaður
Framsóknar.
Þar vísa ég til þess
að líta á þetta sem
tækifæri til að ljúka ætlunar-
verkinu um að losna við mig
og Gunnar Braga og kannski
fleiri.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
fyrrverandi forsætisráðherra
Staða flokksins enn sterk
„Ég vonast til þess að það takist að
setja saman framboð í öllum kjör-
dæmum.“
Staða Gunnars Braga Sveinssonar
er einnig veik innan flokksins í kjör-
dæmi hans eða Norðvesturkjör-
dæmi. Sigmundur hvetur Gunnar
Braga til dáða en játar því að ef hann
verður felldur verði það vatn á myllu
síns framboðs. „Jú, það má kannski
segja það. Hins vegar þætti mér það
engu að síður mjög rangt og ósann-
gjarnt ef þeim tekst það ætlunarverk
með Gunnar Braga ef hann hefur
áhuga á að halda áfram í flokknum,“
segir forsætisráðherrann fyrrverandi.
Sigmundur segir ekki útilokað að
vinna með framboði Björns Inga
Hrafnssonar í komandi kosningum.
Hann sé tilbúinn til þess að starfa
með öllum þeim sem hafi sömu sýn
á stjórnmálin og hann. Sigmundur sé
í meginatriðum sammála Birni Inga
og röksemdum hans fyrir stofnun nýs
framboðs. sveinn@frettabladid.is
2 5 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 m á N u D A G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
2
5
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
D
3
-6
1
8
0
1
D
D
3
-6
0
4
4
1
D
D
3
-5
F
0
8
1
D
D
3
-5
D
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K