Fréttablaðið - 25.09.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 25.09.2017, Síða 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tjakkar á Múrbúðarverði EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 37.890 með PU hjólum kr 38.890 Rafmagnstjakkur 1,5 tonn verð frá 178.900 m.vsk EP Galvaniseraður tjakkur 2 tonna lyftigeta 77.990 Dagskrá: 9:00 Setning Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ 9:10 Aukin samfélagsleg vitund á vinnuvernd sem mannréttindum er nauðsyn Kristinn Tómasson 9:50 Work environment, safety and Health in Norway – Drivers of change in a shifting work life Pål Molander, forstjóri norsku vinnu- umhverfisstofnuninni 10:30 Kaffihlé 10:45 Health and safety in Sweden – experiences and main challanges Barbro Köhler Krantz, sérfræðingur hjá sænska vinnueftirlitinu 11:25 Vinnuvernd – Áhugi eða áhugaleysi Björn Ágúst Sigurjónsson 11:45 Umræður og dagskrárlok Fundarstjóri: Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, 2. varaforseti ASÍ. Fyrirspurnir á eftir hverju innleggi. Barbo og Pål flytja sín erindi á ensku. Komum heil heim úr vinnu! Hvenær: 29. september kl. 9:00-12:00 Hvar: Icelandair hótel Natura Fyrir hverja: Forystufólk í verkalýðshreyfingunni og allt áhugafólki um vinnuvernd. Málþingið er öllum opið. Málþing ASÍ um vinnuvernd Viðskipti Starfslok Páls Erland, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kost- uðu fyrirtækið 20,7 milljónir króna en hann lét af störfum í september í fyrra. Samkvæmt ráðningarsamn- ingi var Páll með níu mánaða upp- sagnarfrest. Kostnaður OR vegna starfsloka Páls birtist í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Þar er að finna lið undir sundurliðun á starfskjörum æðstu stjórnenda OR og dóttur- félaga, sem ber heitið „starfsloka- greiðslur“.  Neðanmálsútskýring með þessum lið er að greiðslan tengist starfslokum Páls. Eiríkur  Hjálmarsson,  upplýs- ingafulltrúi OR,  segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir orðalagið „starfslokagreiðsla“ hafi þarna ekki verið um að ræða sérstaka greiðslu umfram ákvæði ráðningarsamnings. „Það sem þarna er um að ræða eru laun, launatengd gjöld, mótfram- lag í lífeyrissjóð og orlofsuppgjör samkvæmt ákvæðum í ráðningar- samningi starfsmannsins. Ráðn- ingarsamningurinn kvað á um níu mánaða uppsagnarfrest. Það var samkomulag um starfslok.“ Þann 22. september 2016 var tilkynnt  að Páll, sem verið hafði framkvæmdastjóri ON frá ársbyrjun 2014,  hefði sagt upp störfum hjá ON. Fréttablaðið greindi skömmu síðar frá því að það hefði verið vegna ágreinings Páls við stjórn ON. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi ágreiningur hafi þó fyrst og fremst verið við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON, sem hafi ákveðið að láta Pál fara og lendingin hafi verið sam- komulag um starfslok. Opinber- lega kom þó alltaf fram að Páll hefði ákveðið að hætta en yrði fyrirtæk- inu innan handar næstu mánuði þar á eftir. Ekki þykir sjálfsagt að starfs- menn fái greiddan uppsagnarfrest ráðningarsamningsins þegar þeir láta sjálfviljugir af störfum og alla- jafnan á það aðeins við þegar þeir eru reknir. Eðli starfslokanna gerði það þó að verkum að ON neyddist til að gera upp samninginn sem kostaði OR, sem fyrr segir, 20,7 milljónir króna.  „Mér finnst þetta mikill kostnað- ur og sýnir kannski fram á mikilvægi þess almennt að menn í yfirmanna- stöðum séu með sambærilegan upp- sagnarfrest og aðrir starfsmenn,“ segir Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, furðar sig jafnframt á þessum tölum. „Mér finnst þetta algjörlega út úr kortinu.“ Svo fór að 2. desember 2016, r ú m u m t ve i m u r m á n u ð u m eftir tilkynningu um starfslok Páls,  var  greint frá því í fréttatil- kynningu að hann hefði verið ráð- inn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélagið Orka náttúrunnar, eru meðal helstu aðildarfélaga Sam- orku. Fréttablaðið óskaði eftir við- tali við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, vegna málsins en fékk þau svör að þótt sjálfsagt væri að skýra kostn- aðinn í ársreikningnum vildi fyrir- tækið ekki ræða málefni einstakra starfsmanna. mikael@frettabladid.is Starfslokin kostuðu ON 21 milljón króna Fyrrverandi framkvæmdastjóri dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var með níu mánaða uppsagnarfrest. Ráðinn framkvæmdastjóri Samorku tveimur mánuðum síðar. „Mér finnst þetta mikill kostnaður,“ segir stjórnarmaður í OR. Páll Erland var ráðinn framkvæmdastjóri ON, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í byrjun árs 2014. FRéttablaðið/GVa bjarni bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur. Save the Children á Íslandi atVinnumál Áætlað er að um 400 bein og afleidd störf muni skapast á Vestfjörðum verði af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða. Meðal annarra niðurstaðna má nefna að líklega muni íbúum við Djúp fjölga um 900 samhliða fjölgun starfa. Umfang fiskeldis og óbeinna áhrifa er áætlað um 23 milljarðar á ári sé miðað við 25 þúsund tonna ársframleiðslu. Áhrifin á stangveiði í laxveiðiám í kring eru metin öllu minni eða um 220 milljónir króna ári. Þá er áætlað að um 670 árlegar milljónir renni í ríkiskassann verði af eldinu og 590 milljónir til viðbótar til sveitarfélaga á svæðinu. Skýrslan var kynnt á borgarafundi í Ísafirði í gær en auk fiskeldismála voru virkjana- og vegamál í fjórð- ungnum á dagskránni. Í lok fundar var samþykkt samhljóða ályktun þess efnis að strax verði hafist handa við að leggja veg í Gufudalssveit um Teigsskóg og að raforkumál verði færð í nútímabúning með hringteng- ingu Vestfjarða. Þá hvatti fundurinn til þess að laxeldi verði heimilað í Ísafjarðardjúpi en að gripið verði til mótvægisaðgerða til að verja lax- veiðiár í Djúpinu gegn hættu á erfða- blöndun. Um sjö hundruð gestir voru á fundinum og þar á meðal Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. – jóe 400 ný störf og fjölgun íbúa fylgi fiskeldi Frá fiskeldi í Vesturbyggð. FRéttablaðið/PJEtUR 2 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m á n u D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 3 -7 5 4 0 1 D D 3 -7 4 0 4 1 D D 3 -7 2 C 8 1 D D 3 -7 1 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.