Fréttablaðið - 25.09.2017, Page 12

Fréttablaðið - 25.09.2017, Page 12
Nýjast Pepsi-deild karla Stjarnan - Valur 1-2 0-1 Bjarni Ólafur Eiríksson (20.), 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (40.), 1-2 Hilmar Árni Halldórsson, víti (90+2.). Fjölnir - KR 2-2 0-1 Tobias Thomsen (47.), 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson (61.), 1-2 Ástbjörn Þórðar- son (68.), 2-2 Birnir Snær Ingason (73.). Breiðablik - ÍBV 3-2 0-1 Shahab Zahedi Tabar (31.), 1-1 Gísli Eyj- ólfsson (38.), 1-2 Gunnar Heiðar Þorvalds- son, víti (53.), 2-2 Hrvoje Tokic, víti (59.), 3-2 Sveinn Aron Guðjohnsen (90+3.). KA - Grindavík 2-1 1-0 Emil Lyng (38.), 2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (42.), 2-1 Simon Smidt (51.). Víkingur R. - ÍA 0-0 Víkingur Ó. - FH 1-1 1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (24.), 1-1 Steven Lennon, víti (68.). Pepsi-deild kvenna Grindavík - Þór/KA 3-2 1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir (4.), 1-1 Sandra María Jessen (5.), 2-1 Carolina Mendes (47.), 2-2 Sandra Mayor Gutierrez (64.), 3-2 María Sól Jakobsdóttir (81.). Stjarnan - Breiðablik 0-2 0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (30.), 0-2 Berglind Björg (77.). KR - Haukar 0-3 0-1 Marjani Hing-Glover (16.), 0-2 Alexandra Jóhannesdóttir (18.), 0-3 Hanna María Jóhannsdóttir (49.). FH - Valur 2-0 1-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (30.), 2-0 Alda Ólafsdóttir (62.). Staðan FÉLAG L U J T MÖRK S Þór/KA 17 13 2 2 42  -  15 41 Breiðablik 17 13 0 4 43  -  10 39 Valur 17 11 1 5 45  -  18 34 ÍBV 17 9 5 3 31  -  19 32 Stjarnan 17 9 3 5 35  -  19 30 FH 17 7 2 8 17  -  22 23 Grindavík 17 5 3 9 16  -  40 18 KR 17 5 0 12 15  -  38 15 Fylkir 17 2 3 12 13  -  35 9 Haukar 17 1 1 15 13  -  54 4 Staðan FÉLAG L U J T MÖRK S Valur 21 14 5 2 39  -  17 47 Stjarnan 21 9 8 4 45  -  25 35 FH 21 9 8 4 33  -  24 35 KR 21 8 7 6 31  -  28 31 KA 21 7 8 6 37  -  28 29 Grindavík 21 8 4 9 29  -  38 28 Breiðablik 21 8 3 10 33  -  35 27 Víkingur R. 21 7 6 8 29  -  32 27 Fjölnir 21 6 7 8 31  -  38 25 ÍBV 21 6 4 11 29  -  38 22 Víkingur Ó. 21 6 3 12 24  -  44 21 ÍA 21 3 7 11 28  -  41 16 Í dag 18.50 Arsenal - West Brom Sport 2 19.50 Haukar - FH Sport 21.00 Pepsimörk kvenna Sport 2 21.30 Seinni bylgjan Sport Olís-deild karla: 18.00 Grótta - ÍBV 19.30 Fram - Selfoss 20.00 Haukar - FH Slógu fagnaðarlátum meistaraefnanna á frest Gular og glaðar Grindavík kom í veg fyrir að Þór/KA næði að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í leik liðanna á laugardaginn. Á sama tíma vann Breiðablik Stjörnuna. Það er því mikil spenna fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna. Þór/KA fær FH í heimsókn og verður að vinna til að verða Íslandsmeistari. Breiðablik mætir hins vegar Grindavík heima og verður meistari með sigri ef Þór/KA misstígur sig. FRÉTTABLAðið/HAnnA Fótbolti Það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leik- tíma í leik Breiðabliks og ÍBV þegar Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið sem tryggði að Kópavogs- liðið spilar í Pepsi-deildinni að ári. Sveinn Aron kom þá boltanum í netið eftir aukaspyrnu Kristins Jóns- sonar og skoraði sitt þriðja mark í sumar. Lokatölur 3-2, Breiðabliki í vil. „Frammistaða hans í sumar er eitthvað sem þarf að meta eftir mót. Hann er gríðarlega efnilegur strákur sem þarf að æfa stíft til að verða alvöru framherji og hann hefur alla burði til þess, hvort það gerist hjá honum, þarf hann bara að sýna,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Kópavog- inum. Blikar gátu leyft sér að brosa í gær en brúnin var öllu þyngri á Eyja- mönnum enda eru þeir enn í mik- illi fallhættu. Bikarmeistararnir eru með 22 stig í 10. sæti Pepsi-deildar- innar, einu stigi á undan Víkingi Ó., en með mun betri markatölu. Eyjamenn eru því enn með örlögin í sínum höndum og halda sér uppi með sigri á KA í lokaumferðinni, sama hvernig fer hjá Ólsurum og Skagamönnum. Víkingur Ó. var lengi vel með for- ystuna gegn FH en varð á endanum að sætta sig við jafntefli, 1-1. Þetta var síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Ólafsvíkurvelli en gervigras verður nú lagt á hann. „Við eigum hörkuleik gegn Skag- anum um næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Það er erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Vík- ings, eftir leikinn. Steven Lennon skoraði jöfnunar- mark FH úr vítaspyrnu en þetta var hans fimmtánda mark í sumar. Stigið þýðir að FH-ingar eru öruggir með Evrópusæti. Þeir hafa verið samfellt með í Evrópukeppni síðan 2004. Það voru ekki neinir timburmenn í Íslandsmeisturum Vals sem gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu 1-2 sigur. Bjarni Ólafur Eiríksson og Guðjón Pétur Lýðsson voru á skotskónum annan leikinn í röð. Mark Stjörnunnar skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Hann varð þar með þriðji Stjörnumaðurinn til að skora 10 mörk í sumar. Guðjón Baldvinsson (12) og Hólmbert Aron Friðjónsson (11) höfðu áður komist í tveggja stafa tölu í markaskorun. KR var boðið upp í dans um Evr- ópusætið en þáði það ekki. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölnismenn í Grafarvoginum og eiga því ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Með sigri í gær hefði KR sett upp hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti í lokaumferðinni. „Ákafinn og hugarfarið er til stað- ar og við spiluðum vel í dag gegn Fjölnisliði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeim tókst það en um leið fjaraði okkur draumur út. Við vorum fullvissir um það að við myndum ná að vinna okkur inn flottan úrslitaleik í síðustu umferð- inni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Fjölnismenn voru öllu kátari enda eru þeir öruggir með sæti í Pepsi-deildinni að ári. Fjölnir verð- ur því með lið í efstu deild fimmta árið í röð. Markametið í efstu deild stendur enn því Andri Rúnar Bjarnason skaut púðurskotum í 2-1 tapi Grindavíkur fyrir KA í nýliðaslag fyrir norðan. Hann er því enn með 18 mörk en fær tækifæri til að jafna eða slá markametið gegn Fjölni í lokaumferðinni. „Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei, ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar eftir leik. Með sigrinum hafði KA sæta- skipti við Grindavík. KA-menn geta náð 4. sætinu af KR-ingum í loka- umferðinni. Þá gerðu Víkingur R. og ÍA marka- laust jafntefli í Víkinni. Heima- völlurinn reyndist Víkingum ekki gjöfull en þeir unnu aðeins tvo leiki í Traðarlandinu í sumar. Fallnir Skagamenn spiluðu upp á stoltið og forðuðust tap í fjórða leiknum í röð. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 30. sept- ember. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00. ingvithor@365.is Kvað falldrauginn í kútinn Tuttugasta og fyrsta og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær. Breiðablik og Fjölnir eru örugg með sæti í deildinni að ári, Stjarnan og FH kræktu í tvö síðustu Evrópusætin og markametið stendur enn. Blikar fagna Sveini Aroni Guðjohnsen, hetjunni gegn ÍBV. FRÉTTABLAðið/EyÞÓR BERGLind LÁnuð TiL VERonA Breiðablik hefur lánað lands- liðsframherjann Berglind Björgu Þorvaldsdóttur til Verona á Ítalíu. Berglind verður ekki með Breiða- bliki gegn Grindavík í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Berglind leikur með Verona í vetur og snýr svo aftur til Breiðabliks næsta vor. 2 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 3 -5 7 A 0 1 D D 3 -5 6 6 4 1 D D 3 -5 5 2 8 1 D D 3 -5 3 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.