Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Qupperneq 10
10 Helgarblað 29. september 2017fréttir
andi bílaumboði. Benda má á
að hægt er að fá aðgang að þjón-
ustusögu viðkomandi bíla hjá
umboðinu, þar sem upplýsingar
um mælaskiptin koma fram,“
segir Hjálmar enn fremur.
KK9 ehf. vissi um
raunverulega aksturstölu
Hann segir að þegar bílar séu
seldir frá ALP sé það gert á tvo
máta. „Við seljum annaðhvort
beint til einkaaðila eða endur-
söluaðila. Í öllum tilvikum er
þess gætt af hálfu AVIS að upp-
lýsingar um mælaskipti séu skráð
í akstursögu viðkomandi bíla og
skráðar á afsal ásamt upplýsing-
um um heildaraksturtölu,“ seg-
ir Hjálmar og staðfestir að þetta
verklag hafi átt við um þessa bíla
sem hér um ræðir. Kaupandi hafi
verið upplýstur um sögu bílsins
og söluverðið hafi eðlilega mið-
ast við heildaraksturtöluna.
Varðandi bifreiðina sem
Guðmundur keypti þá upplýs-
ir Hjálmar að í afsali til Stóru
bílasölunnar hafi heildar-
aksturstalan verið 124.000 kíló-
metrar. Þá hafi fyrir tækið verið
í samskiptum við fyrirtækið og
fengið staðfest að þessi heildar-
aksturstala hafi einnig kom-
ið fram í afsali þegar bíllinn var
seldur frá Stóru bílasölunni
til KK9 ehf. Að endingu seg-
ir Hjálmar: „ALP höndlar með
mikinn fjölda bíla ár hvert og
tekur ábyrgð sína alvarlega við
endursölu bílaleigubíla. Því
leggjum við mikla áherslu á að
upplýsingar varðandi ástand bíla
sem seldir eru frá fyrir tækinu séu
ætíð réttar og kynntar kaupanda.
Sú regla var í hávegum höfð við
sölu þessara bíla frá ALP rétt eins
og við sölu allra annarra bíla frá
fyrirtækinu.“
Ætlar að endurgreiða bílana
„Það er ekki ætlunin að hafa neitt
af neinum. Það stendur ekki á
mér að taka við bílunum aftur og
endurgreiða þá,“ segir Þórodd-
ur Stefánsson, eigandi KK9 ehf., í
samtali við DV. Hann tekur fram
að hann sé vissulega eigandi
fyrir tækisins en að þar til nýlega
hafi annar aðili séð um rekstur
fyrirtækisins. Hann kannaðist
við mál Guðmundar en kom af
fjöllum hvað varðar hin málin.
Þóroddur segir að fyrirtæki sitt
sýsli með gríðarlega marga bíla á
hverju ári og erfitt sé að vita sögu
allra bílanna.
„Ég frétti af þessu máli og
bauð viðkomandi að skila bíln-
um og fá hann endurgreiddan.
Það var margítrekað að óvissa
ríkti um raunverulegan akstur
bílsins,“ segir Þóroddur og full-
yrðir að viðkomandi bílasali hafi
vitað af málinu.
Hann staðfestir að
Guðmundur hafi óskað eftir því
að fjárfesting hans í bílnum verði
endurgreidd en telur kröfuna
ósanngjarna. „Þetta eru aðallega
felgur og dekk sem ég á nóg af.
Hann sagðist þá ætla með þetta
í blöðin og ég sagði að þá myndi
ég bara ræða við blaðamenn,“
segir Þóroddur.
Bílasalarnir höfðu ekki
hugmynd
Bílarnir þrír sem KK9 ehf. seldi
voru seldir á tveimur bílasölum.
Í samtali við DV fullyrða báðir
bílasalarnir að þeir hafi ekki haft
hugmynd um að bílarnir hafi
verið meira keyrðir en mælarn-
ir gáfu til kynna. „Ég mun kalla
Þórodd á minn fund ásamt lög-
fræðingi í fyrramálið og fá það
uppáskrifað,“ segir annar þeirra.
Þriðji bíllinn var seldur beint
til einstaklings af KK9. „Ég hitti
ekki einu sinni eiganda bílsins.
Kunningi minn benti mér á að
þessir bílar væru til sölu. Ég fór
og fékk að prófa hann og síð-
an voru pappírarnir sendir til
mín,“ segir núverandi eigandi
bílsins. Hann hyggst setja bílinn
í ástandsskoðun og síðan taka
ákvörðun um hvort að hann óski
eftir endurgreiðslu að hluta eða
að fullu. n
„Það er ekki ætl-
unin að hafa neitt
af neinum. Það stendur
ekki á mér að taka við
bílunum aftur og endur-
greiða þá.
Nissan Patrol GR Skipt var um mælaborð í tuttugu og þremur slíkum bifreiðum í eigu
AVIS-bílaleigunnar. Þar með þurrkaðist akstur þeirra út og þegar bílarnir fóru í endursölu sátu
einstaklingar uppi með köttinn í sekknum.