Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Qupperneq 27
JÓhanna Svala „Borðið er úr IKEA en stólarnir koma frá Epal. Vasinn á skenknum er erfðagripur úr innbúi ömmu, hannaður
af Lydíu Pálsdóttur, eiginkonu Guðmundar frá Miðdal.“
Eldgamlir iKEa-StÓlar „Þessir stólar eru eldgamlir og eru úr IKEA. Vinkona mín átti svona stóla, ég elskaði þá og lagði
mikið á mig til að finna eins stóla, en það var eiginlga ekki hægt, alveg sama hvað ég leitaði á netinu og annars staðar. Svo
fundust þessir allt í einu niðri í kjallara á vinnustað eiginmannsins. Þar lágu þeir og voru á leið á haugana þegar hann fékk að
hirða þá. Við löppuðum upp á þá og höfum notið þeirra síðan enda passa þeir svo vel við húsið í þessum sixtís fíling. Ísbjörninn
Glói kemur frá ömmu og er eflaust úr postulínsbúðinni hans langafa og tekkborðið er líka frá ömmu.“
innlit
Stærð: Íbúðin á efri hæð er 210 fm en
allt húsið er 320 fm
Íbúar: Jóhanna Svala Rafnsdóttir, 39 ára, Ísak Winther, 49
ára, Rabbi 15 ára, Róbert 12 ára, Sónata 9 ára. Hundur-
inn Diddi, kötturinn Blossi og páfagaukurinn Dísa.
Á jarðhæð: Amma Dísa og Afi Ragnar
Áhugamál: Hönnun, myndlist, jóga og ferðalög.
Stofan: Var áður samkomusalur
Fyrri eigendur: Kaþólska kirkjan og
Jón Steinar Gunnlaugsson
amma og
Pavarotti
„Amma mín,
Svala Nielsen,
var óperusöng-
kona og þetta
plakat gerði ég
henni til heiðurs.
Á ofninum eru
svo eyrnalokk-
arnir sem hún er
með á myndinni
í sérstöku skríni.
Mér líka finnst
skemmtilegt að
hafa Pavarotti
þarna við hlið
ömmu því hann
var uppáhalds-
söngvarinn
okkar beggja.“
Safnar noStalgíuStElli „Þetta stell
var alltaf á heimili mínu
þegar ég var að alast upp og því er þetta
gríðarleg nostalgía fyrir
mig að eiga þetta. Það heitir Acapulco, ke
mur frá Villeroy og Boch
og innblásturinn er sóttur til Mexíkó. Ef einh
ver sem les þetta þarf að
losna við gripi úr þessu stelli þá vil ég endi
lega kaupa.“
diddi og BloSSi Þessir tveir búa í sátt og samlyndi á heimilnu sem áður hýsti
kaþólskar nunnur, hæstaréttardómara og fjölskyldu hans.