Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 29
Rétt lýsing á heimili eða vinnustað getur gerbreytt andrúmslofti og upplifun með tiltölulega litlum kostnaði en undanfarin ár hafa miklar tækni- framfarir orðið í þessum geira. Lýsing & Hönnun er fjölskyldu- fyrirtæki sem leggur áherslu á persónulega þjónustu varðandi allt sem viðkemur lýsingu, í stórum sem smáum verkefnum. Eigendur þess eru hjónin Erla Heimisdóttir viðskiptafræðingur og Heimir Jónasson rafmagnsiðnfræðingur, en þau stofnuðu fyrirtækið árið 2007. Líkt og nafnið gefur til kynna er starfsemi Lýsingar & Hönnunar tvíþætt. Annars vegar bjóða þau verkfræðiþjónustu í raflagnateikn- ingum og lýsingarhönnun og hins vegar er Lýsing & Hönnun vönduð verslun þar sem aðaláhersla er lögð á að bjóða gott úrval ljósa fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Lýsingarhönnun fylgir með að kostnaðarlausu „Við vitum að það er í mörg horn að líta þegar verið er að byggja eða breyta og þá hjálpar að geta fengið allt sem snýr að rafmagnshlutanum á einum stað,“ segir Erla og bætir því við að hjá fyrirtækinu starfi einvala lið sérfræðinga á sviði lýsingarhönnunar. „Til dæmis hefur Heimir, mað- urinn minn, mjög mikla reynslu í raflagna- og lýsingarhönnun. Heið- dís er með menntun í „Retail and Space Design“ og Róbert Hjaltason, rafvirki og rafmagnsiðnfræðingur, hefur góða reynslu í raflagna- hönnun. Okkur finnst mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum upp á alhliða ráðgjöf á þessu sviði, allt frá hugmynd til lokaútkomu. Við veitum til dæmis sérfræðiráðgjöf í lýsingarhönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá mæta sérfræðingar okkar á staðinn, taka út húsnæðið og ráðleggja svo varðandi raf- lagnir og uppsetningu á lýsingu. Lýsingarhönnunin fylgir með að kostnaðarlausu ef ljósin eru keypt hjá okkur,“ segir Erla. „Það er alltaf betra að fá aðstoð- ina heim svo að fagmennirnir fái til- finningu fyrir rýminu. Ef það er ekki valkostur þá reynum við að mæta þörfum viðskiptavina, til dæmis með því að meta aðstæðurnar út frá ljósmyndum og teikningum.“ Ljós eru ekki bara ljós og LED er ekki bara LED „Lýsingin skiptir miklu máli og getur gert ótrúlega mikið fyrir stemninguna í hverju rými. Ljós eru ekki bara ljós, þetta er líka oft spurning um ljósaperuna. Það hefur orðið mikil bylting í möguleikum með LED-lýsingu og LED ekki bara LED. Úrvalið er orðið mikið, og ótrúlegt hvað eitt ljós getur breytt miklu fyrir rými ef rétta ljósið er valið. Við aðstoðum viðskiptavini við val og útfærslu,“ segir Erla og nefnir í því samhengi HDL ljósa- og hitastýrikerfin sem hafa slegið í gegn hjá viðskiptavin- um fyrirtækisins. „Með HDL kerfinu er meðal annars hægt að stjórna ljósum og hita með spjaldtölvum en þannig má breyta stemningu á afar ein- faldan og þægilegan hátt. Einnig er hægt að stýra hita og ljósum með einum rofa sem myndar heildstætt kerfi,“ segir hún að lokum. Greinin er unnin í samstarfi við LýsinGu & hönnun Rétt lýsing getur gerbreytt rýminu Lýsing & Hönnun er í Skipholti 35 Opnunartími: Mán–Fös 10.00–17.00 Miðvikudaga 10.00–18.00 „við veitum til dæmis sérfræðiráðgjöf í lýsingarhönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá mæta sérfræðingar okkar á staðinn, taka út húsnæðið og ráðleggja svo varðandi raflagnir og uppsetningu á lýsingu. Erla Heimisdóttir rekur verslunina Lýsingu & Hönnun Ljósin skipta máLi Erla Heimisdóttir við- skiptafræðingur í verslun sinni í Skipholti 35. Mynd Heida dis Bjarnadottir Öðruvísi stEmning í ELdHúsinu Stundum getur verið sniðugt að nota stór ljós í litlu rými eins og sjá má á þessari mynd. Brauð í faLLEgri Birtu Rétt lýsing skiptir miklu máli í verslunum og á veitingastöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.