Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 30
HRÚTUR 21. mars–19. apríl Mikill fjölbreytileiki leikur um hrútinn og jafnframt einhver dulúð. Kærleikurinn er í fyrirrúmi og mikil frjósemi. Ný tækifæri eru á leiðinni, ekki efast í eina mínútu. Að hika er það sama og að tapa. NAUT 20. apríl–20. maí Jafnvægi er lykilatriði fyrir nautið. Eitt tímabil er nú að enda og nýtt upphaf tekur við. Mikill undirbún- ingur hefur átt sér stað en forsjónin sér um sína. Erfitt getur reynst með athafnasemina ef hnökrar eru hjá stjórnsýslu eða stofnunum. Treysta og trúa á sín markmið. Þolinmæði er heilun. TVÍBURAR 21. maí–20. júní Góðar fréttir berast af erfiðri stöðu fjármála. Fortíðin kvödd og nýir tímar taka við. Töfrar í lofti, árangur í starfi og tvíburar tilbúnir að taka við. Nýta vel hæfileika sína. Tortryggni á að leysa með hæfni, eins og þegar hnútur er leystur. Treysta innsæi sínu og markmið- um. Næmni og kærleikur er heilun. KRABBI 21. júní–22. júlí Tilfinninganæmni krabba er í há- vegum. Hvíld er góð. Fréttir berast sem hafa áhrif. Miklar breytingar framundan. Hagstæð tækifæri. Góðar fréttir eftir mikið erfiði. Lagt er upp í ný ævintýri. Passa vel upp á sitt. Fjölskylda, vinir eru heilun. LJÓN 23. júlí–22. ágúst Forsjónin er hliðholl ljóni. Hvatn- ing frá vinum og lausnir finnast á langvarandi vandamálum. Ólga rík- ir. Nærð settum markmiðum. Fjár- hagslegt tilfinningalegt öryggi ríkir. Stjórnkænska. Gæfa að gleðjast í vinnu sinni. Samvinna, samræmi, samþjöppun og þjónustulund er lykill. Ástríki, mannkærleikur er heilun. MEYJA 23. ágúst–22. sept. Meyjunni berast góðar fréttir og hún mun finna lausn á erfiðu verkefni. Andrúmsloftið er hlaðið töfrum og réttlætið nær fram að ganga. Einhver ólga er ríkjandi en þolinmæðin þrautir vinnur allar. Umönnun og kærleikur er heilun. VOG 23. sept.–22. okt. Samvinna, samþjöppun og sam- ræmi er lykill. Fortíðin skýtur upp kollinum og hefur jákvæð áhrif á framtíðina. Heilsan er dýrmætust allra eigna. Breytingar gætu orðið á húsnæðismálum en bjartir tímar eru framundan hjá fjölskyldunni. Góðar fréttir berast frá útlöndum. Varkárni og gætni er heilun. SPORÐDREKI 23. okt.–21. nóv. Tímamót eru hjá dreka, endurnýjun og endurreisn. Nú er gott að nýta vel sína hæfileika. Sporðdrekinn er tilbúinn til að takast á við erfið verkefni í vikunni. Lífið verður fjörugt og líflegt. Eldmóður, seigla og þolinmæði eru lykilatriði. Töfrar ríkja. Samvinna og samræming er heilun. BOGMAÐUR 22. nóv.–21. des. Allt snýst um fjármál og afkomu hjá bogmanninum. Ný verkefni og fjár- hagslegt öryggi framundan. Góðar fréttir berast og miklar breytingar eru í vændum. Spenna. Uppskera. Vandamál leysast. Passa vel upp á sig og sína. Birta, öryggi er heilun. STEINGEIT 22. des.–19. jan. Fréttir hafa mikla þýðingu þessa dagana fyrir steingeitina. Gott að hafa góða ráðgjafa og passa vel upp á alla pappíra. Góðar fréttir berast eftir mikið erfiði. Stinga togstreitu í geymslu eða leysa strax eins og erfiðan hnút. Góðar fréttir berast af fjármálum eftir erfiðleika. Fjár- hagslegt og tilfinningalegt öryggi er framundan. Hamingja er heilun. VATNSBERI 20. jan.–18. feb. Vatnsberi á von á góðum tíðindum. Hann býr svo vel að vera vinmarg- ur og þaðan munu berast góð og dýrmæt ráð. Eftir þónokkuð strit mun vatnsberinn uppskera ríku- lega. Fjármál munu taka jákvæðum breytingum. Vinátta er heilun. FISKAR 19. feb.–20. mars Jafnvægi er lykill. Fullkomleiki og mannkærleikur er allt um kring. Fiskurinn þarf að treysta innsæi sínu því fjárhaglegt og tilfinninga- legt öryggi er framundan. Hamingj- an er rétt handan við hornið. Að elska er heilun. STJÖRNUSPÁ 29.–6. októberSpá fyrir ÍslandFjölbreytileiki, mikil tign er yfir landinu þessa dagana. Sköpun, orka, vald, frumleiki og eldmóður. Góðar fréttir berast af efnislegum gæðum og eignum. Ísland er á réttri leið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.