Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 29. september 2017 Hjarðir á þingi Það hlýtur að vera á ábyrgð stjórn- málamanna að breyta hlutum til betri vegar. „Ég hef stundum talað um það í gríni að það ætti að setja viðurlög við kosningasvikum, allt að sex ára fangelsi. Það er lítið sem ger­ ist í íslenskum stjórnmálum. Á Al­ þingi er meirihluti og minnihluti sem eru hjarðir sem fylgja fyrir­ fram ákveðinni línu. Mér finnst Alþingi vera óvirkur vinnustað­ ur. Þar festist allt og læsist inni í nefndum og þingmenn eru of fastir í einhverjum liðum. Góð mál eru oft þynnt út vegna þess að ekki er hægt að komast að samkomu­ lagi, iðulega vegna þess að hags­ munaaðilar hafa allt of mikil ítök í íslenskum stjórnmálum. Við erum að fara í kosningar og það er útlit fyrir að það komi ekkert úr út þeim. Það munu ekki verða raun­ verulegar kerfisbreytingar.“ Eigum við kannski ekki nægi- lega öfluga stjórnmálamenn? „Ég þekki mjög hæfa og öfluga einstaklinga sem eiga virkilegt er­ indi á Alþingi. Þeir hafa einfald­ lega ekki áhuga á að vinna á þeim vinnustað. Með fullri virðingu fyrir þeim sem þar vinna.“ Kaupmáttarreiknivél VR Nú verða kjarasamningar lausir á næstu misserum. Sérðu stefna í harðar kjaradeilur? „Það gæti allt farið á hliðina í kjarasamningum. Þarna hefur ákvörðun kjararáðs um allt að 45 prósenta hækkun handa embættis mannaelítunni mjög mikið að segja. Á sama tíma er al­ mennu launafólki sagt að sýna hófsemd og tilkynnt að svigrúm til launahækkana sé einungis um þrjú prósent. Þetta var eitt af því sem felldi forvera minn í starfi, hann hækkaði laun sín um 45 prósent en var síðan að krefja fé­ lagsmenn VR um hófsemi. Það er ekki nóg að tala fjálglega um stöð­ ugleika, ef þeir sem þannig tala eru ekki tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að viðhalda honum. Það getur ekki gengið að þeir sem hafa minnst til skiptanna þurfi að taka á sig mestu byrðarnar. Það verður ekki lengur sátt um það. Reikningsheilar stjórnmál­ anna og hagsmunaaðila kerfisins geta reiknað sig niður á hvaða vit­ leysu sem er. Alveg eins er með kaupmáttinn sem á að vera for­ dæmalaus. En við vitum að það eru ekki allir sem eru að fá auk­ inn kaupmátt í þessu landi. Fólk á leigumarkaði er í mínus og við í VR getum sýnt fram á það. Við höfum lagt gríðarlega vinnu í að búa til kaupmáttarreiknivél sem verður tilbúin eftir mánuð. Þar getur fólk sett inn launin sín, leig­ una og fleira og reiknað útkom­ una. Við vitum að dæmið er von­ laust hjá stórum hópi fólks. Ég hef lagt til að persónu­ afsláttur yrði hækkaður þannig að lægstu laun séu skattfrjáls. Það eru bestu kjarabæturnar fyr­ ir þá verst settu og sömuleiðis barnafjölskyldur. Sá sem er með tvær milljónir í laun hefur hins vegar ekkert með persónuafslátt að gera. Eins og staðan er í dag er útilokað að sá sem er á lægstu laununum nái endum saman. Um það má ekki tala. Það er tabú innan verkalýðshreyfingarinnar að tala um framfærslu viðmið. Þetta eru tillögur okkar sem erum í forystu í VR. Við erum að kanna undirtektir hjá þeim félög­ um sem eru með lausa samninga og hvort hægt sé að ná víðtækri sátt innan hreyfingarinnar um þetta. Þetta mun ýta undir stöðug­ leika og stórauka ráðstöfunartekj­ ur barnafjölskyldna og þeirra sem eru í lægri launastiganum. Þetta mun koma sér gríðarlega vel fyrir opinbera starfsmenn og draga úr spennu vegna launahækkana. Við vitum að ef við hækkum laun um 45 prósent mun það koma í bak­ ið á okkur að einhverju leyti, fer út í vöruverð og skilar sér í hærri sköttum. Þetta er okkar útspil í að halda víðtækri sátt og koma með hugmyndir, ekki bara gagnrýna.“ Heldurðu í alvöru að þær breytingar sem þú vilt sjá og hef- ur talað um í þessu viðtali muni verða að veruleika? „Það hafa orðið breytingar. Hér áður fyrr var tabú að ræða um líf­ eyrissjóðina, nema það væri verið að mæra þá. Það voru möntrur eins og: „Besta lífeyrissjóðskerfi í heimi“ og „Löndin í kringum okk­ ur eru græn af öfund yfir þessu kerfi okkar.“ Fáir trúa þessu lengur. Ef ekkert mun breytast í sam­ félagi okkar til hins betra þá get ég allavega sagt að ég hafi reynt. Það að reyna kemur mér fram úr á morgnana og heldur mér rétt­ um megin við andlega strikið. En ég geri þetta ekki einn. Formaður VR gengur ekki inn og breytir lífeyris sjóðakerfinu en hann get­ ur haft áhrif. Það að vera kominn í þessa stöðu hækkar röddina í mér um nokkur desíbel.“ Veit að það verður farið gegn mér Þú ert alls ekki óumdeildur. Finnur þú fyrir andstöðu innan einhverra hópa innan VR? „Ég er búinn að segja frá því í viðtalinu hvernig farið var kerfis­ bundið á móti Kristni Erni og síðan, einnig kerfisbundið, á móti Stefáni Einari. Ég væri kjáni ef ég héldi að það sama ætti ekki við um mig. Ég veit að það verð­ ur farið gegn mér, en mér er alveg sama. Ég er með tveggja ára ráðn­ ingarsamning við félagsmenn mína. Það er draumastarf að fá að vinna við hugsjónir sínar. Ég lifi fyrir þetta. Ef það er eftirspurn eftir mér í þessari stöðu mun ég örugglega halda áfram ef ekki mun ég kveðja sáttur. Sama hvaða formaður er við völd í VR þá geta félagsmenn andað rólega því starfsmenn fé­ lagsins halda daglegum rekstri áfram hvað sem á dynur í verka­ lýðspólitíkinni og það er mikill sómi að þeim mannauð. Það er fólksins að ákveða hvaða áherslur það vill. Ef fólk er sátt við kerfið eins og það er og ánægt með verkalýðshreyf­ inguna og aðgerðaleysi hennar og þá pólitík sem hún stundar þá er það bara þannig. Ég mun taka því eins og maður. Ég hef mínar skoðanir og mun reyna að hafa áhrif á pólitíkina með skrifum og hugmyndum. Á einhverjum tímapunkti mun eitthvað breytast. Ef ég hefði ekki trú á því þá gæti ég ekki stað­ ið í þessu. Það sem skiptir mig mestu máli er að geta sagt við börnin mín: Ég gerði mitt allra besta.“ n „Það er ekki nóg að tala fjálglega um stöðugleika, ef þeir sem þannig tala eru ekki tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að viðhalda honum. Baráttumaður „Ég hef mínar skoð- anir og mun reyna að hafa áhrif á póli- tíkina með skrifum og hugmyndum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.