Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Page 52
28 sakamál Helgarblað 29. september 2017 A ð kvöldi 13. apríl, 1989, tók Ramon nokkur Salcido, frá Sonoma-sýslu í Kali- forníu, vel á því í drykkju og kókaínneyslu, enda verulega niðurdreginn vegna yfirvofandi atvinnumissis og skilnaðar. Salcido fékk þá flugu í höf- uðið að hann hefði staðið í upp- eldi þriggja stúlkna sem hann átti ekkert í og varð sannfærður um að eiginkona hans hefði verið honum ótrú með yfirmanni hans, Tracy Toovey, vínkaupmanni í Sonoma. Að morgni næsta dags hafði Salcido ákveðið hvað gera skyldi, sá dagur varð verulega sorglegur. Fleygt á sorphauga Þennan morgun setti Salcido dætur sínar þrjár; Sophiu, fjögurra ára, Carminu, þriggja ára, og Teresu, eins árs, í fjölskyldubílinn og voru þær aðeins íklæddar nátt- fötunum. Síðan hóf hann leit að Angelu, eiginkonu sinni, en sú leit bar ekki árangur. Salcido ók sem leið lá að sorp- haugum skammt frá Petaluma- borg og skar þar dætur sínar á háls og henti þeim á haugana. Kominn á bragðið Salcido hugðist ekki láta þar við sitja og lagði sennilega höfuðið í bleyti. Niðurstaðan varð sú að kanna hvort Angela kynni að vera hjá móður sinni og þangað ók hann. En Angela var ekki hjá móður sinni, en Salcido lét engu að síður hendur standa fram úr ermum. Hann byrjaði á að berja tengdamóður sína, Marion Richards, til bana en síðan færðist ofbeldið upp á nýtt og óhugnanlegra stig. Allir skulu deyja Síðar kom í ljós að Salcido hugðist fyrirkoma öllum ætt- ingjum eiginkonu sinnar. Því fór það svo að þegar hann var búinn að berja tengdamóður sína til ólífis sneri hann sér að tveimur yngstu dætrum hennar, fleiri voru ekki heima. Ruth, tólf ára, og Marie, átta ára, áttu ekki möguleika gegn sturluðum manninum. Hann skar þær báðar á háls og misþyrmdi þeim kynferðislega. Leitaði langt yfir skammt En Angela var enn ófundin og Salcido ekki reiðubúinn til að láta staðar numið. Þegar upp var staðið kom í ljós að hann hafði leitað langt yfir skammt, því hann fann eigin- konu sína heima. Hún hafði ekki hugmynd um þær hörmungar sem átt höfðu sér stað og átti sér einskis ills von. Hvort Angela fékk nokkru sinni að vita um afdrif fjölskyldu sinnar skal ósagt látið, en Salcido skaut hana til bana á heimili þeirra. Ekki allt búið enn Salcido ku hafa teygað kampavín þegar hann ók frá heimili sínu, en síðar var ljóst að honum fannst enn vanta punktinn yfir i-ið. Áðurnefndur vínkaup- maður, Toovey, átti og rak Grand Cru-víngerðina í Sonoma. Salcido var þess fullviss að Toovey hefði gert sér dælt við Angelu, og gott betur. Án efa hefur honum því þótt viðeigandi að ljúka þess- um blóðuga degi á víngerðinni, sem hann og gerði og dagar hins meinta ástmanns voru taldir. Handtekinn í Mexíkó Að þessu öllu loknu ók Salcido til Los Mochis í Mexíkó, heim til mömmu sinnar. Þar var hann handtekinn og síðar framseldur til Kaliforníu til að svara til saka fyrir ódæði sín. Ramon Salcido var dæmdur til dauða 17. desember 1990, og bíður víst enn örlaga sinna. Að sögn hefur hann síðan snúið sér til kristinnar trúar og í yfirlýsingu sem hann skrifaði, Saga mín, segir hann: „Þetta var hræðilegur harmleikur […]. Það eina sem mig langaði var að deyja því ég hafði glatað öllum sem ég hafði nokkru sinni elskað. Þá skildi maður Biblíuna eftir í klefanum mínum […]. Ljósið í myrkrinu Um einum og hálfum sólarhring eftir að Salcido fleygði dætrum sínum á haugana við Petaluma fannst Carmina þar á lífi, liggj- andi við hlið látinna systra sinna. Carmen var síðar ættleidd af fjölskyldu í Missouri og árið 2009 skrifaði hún bók um reynslu sína; Not Lost Forever. n n Salcido grunaði eiginkonu sína um ótryggð n Allir ættingjar hennar skyldu deyja Ramon Salcido Lagði upp í blóðuga vegferð dag einn í apríl 1989. Við leiði systra sinna og móður Carmina skrifaði síðar bók um lífsreynslu sína. Sjö morð í So om

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.