Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Blaðsíða 64
40 menning Helgarblað 29. september 2017 É g var alveg óviðbúin. Vissi ekki á hverju ég átti von þetta kvöld. Kartöfluæturnar – nafnið eitt segir manni ekk­ ert, þó svo að van Gogh hafi á sín­ um tíma málað fjölskylduportrett, þar sem kartöflumamman – ófull­ nægður masókisti – situr í fyrir­ rúmi. „So what?“ Smám saman rann upp fyrir mér, að ég var lent í kolklikkuðum félagsskap. Eða þannig. Glæpur og refsing Einstæð móðir (Sigrún Edda Björnsdóttir), sem hafði „i den“ glapist af manni, eins og gengur, en sá reyndist vera ræfill og róni, og kemur lítið sem ekkert við sögu, og fyrrverandi stjúpsonur henn­ ar (Atli Rafn Sigurðsson), sem henti pabba út úr eigin fermingar­ veislu og gerði upp við hann löngu seinna, að vísu þrjátíu árum of seint, en bar girndarhug til stjúp­ móður sinnar. Henni fannst hann að vísu heldur smár, en fallegur eins og allt annað á honum. Hverj­ um er um að kenna? Glæpur og refsing. Hún var tuttugu og sex og hann var fimmtán – undir lögaldri. Hegningarlög – tukthúsvist (kannski uppreist æru seinna?). Fyrirsögnin í DV hefði hljóð­ að svo: „Fálkaorðuhafi riðlast á dreng“. Langt viðtal við fórn­ arlambið. Hinar áleitnu spurn­ ingar, samkvæmt sálfræðingnum í leikskránni (Gyða Eyjólfsdóttir), snúast um, hvort þau hafi verið búin að taka út sína refsingu. Ást í meinum hét þetta í skáldsögun­ um í gamla daga. Ég býð ekki í það, hvað femínistavaktin segir um þetta? Og svo er það hún Brúna (Edda Björg Eyjólfsdóttir), barnið sem skilið var eftir, þegar mamma flúði til Kósóvó til að hlú að stríðshrjáð­ um börnum – annarra manna börnum. Annar glæpur – eða hvað? Og hann Hössi (Gunnar Hrafn Kristjánsson), sem enginn veit hvernig varð til. Mamma – hún Brúna – segir hann vera með „svona kynáttunarvanda“. Aumingja drengurinn. Og þetta gerist allt í Kópavoginum. Bak við negldar gifsplötur Eins og við er að búast, er allt á rúi og stúi á þessu heimili. Óregla. Kaos. Meira en það. Sárar minn­ ingar hjúkkunnar góðu – sem flúði sín eigin börn til að hlú að stríðs­ hrjáðum annarra manna börnum langt í burtu – eru læstar inni, bak við negldar gifsplötur, sem loka af gömlu barnaherbergin. Þetta er sviðsmyndin. Svona er heimilið, þar sem þau koma saman þenn­ an dag. Svo slæst hún Kristín (Vala Kristín Eiríksdóttir) í hópinn. Hún hefur verið í slagtogi við hann Mikka – þennan blíðlynda og ást­ leitna dreng, eins og stjúpmamma lýsir honum. En Kristínu er um og ó. Hún er að hugsa um að kæra hann fyrir nauðgun. Pabbi henn­ ar er lögfræðingur með sambönd. Tukthúsvistin blasir við. Hvur er svo þessi Mikki? „Hann vildi aldrei fá 10 á prófi, hann vildi fá 10 á prófi án þess að læra. Hann vildi ekki læra á hljóðfæri, hann vildi kunna á hljóðfæri“. Sjálfur taldi Mikki sig vera sérfræðing í að fullnægja ófullnægðum konum. Hann skilgreindi ástina svona: „Ást er að ríða einhverjum, án þess að þurfa að hugsa um klám á með­ an“. Sekt eða sakleysi? Glæpur og refsing. Svona gengur þetta fyrir sig í Kópavoginum. Hvernig haldið þið, að það sé þá í Garðabænum? Hvað eigum við femínistar að segja um þetta háttalag? Snillingur orðsins Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur þessarar miklu óreiðu og úrræða­ leysis, er greinilega snillingur orðsins. Texti hans er svo skáld­ legur og svo hnyttinn, að maður tímir ekki missa af einu orði, sem ég gerði því miður of oft, þar sem ég fékk bara sæti á svölunum. – En ég las handritið um nóttina. Sann­ leikurinn er einfaldlega sá, að þessi sýning er óborganlegt leik­ hús – einhvern veginn svo ekta, fallegt og ljótt, allt í senn. Og hverjum er það að þakka? Þó að textinn sé skýr og skil­ merkilegur frá höfundar hendi, þá er það að lokum verk leikstjórans að blása lífi í þennan texta, gefa honum lit og bragð, hold og blóð. Og Ólafur Egilsson klikkar ekki. Hann hefur þetta allt í hendi sér, veit hvað hann vill, gefur lausan tauminn, án þess að missa stjórn eitt augnablik. Og það koma fleiri við sögu. Leikmynd Brynju, lýsing Kjartans og tónlist Katrínu – lýsa okkur leið inn þennan heim meðvirkninnar. Við gleymum stað og stund, erum heltekin af samúð og andúð í senn. Stofan er bæði hlýleg og frá­ hrindandi, skipulögð óreiða. Svo er það hún Sigrún Edda. Oft hefur hún slegið í gegn um dagana – en aldrei sem nú. Leik­ ur hennar er svo kröftugur, að hún yfirtekur allt sviðið, án þess þó að skyggja á aðra. Hún nær því jafnvel að vera sexí í öllum þess­ um druslugangi og aumingja­ skap. Enda er hún enn skotin í Mikka þrátt fyrir allt og allt. Sena þeirra Atla Rafns í uppgjörinu er ógleymanleg, þrungin losta, jafn­ vel ást, sem bræðir hvert hjarta. Mér fannst líka mæðginin, sem Edda Björg og Gunnar Hrafn léku, alveg ótrúlega sæt. Edda Björg er fæddur gamanleikari, getur ekk­ ert að sér gert. Ég hef ekki nefnt Völu Kristínu, en það er af því, að mér fannst hún ekki alveg sætta sig við að leika þessa ístöðulitlu og áhrifagjörnu pabbastelpu. Ætli hún sé ekki sjálf of skapstór. Samkennd með breysku fólki Persónurnar eru sem sagt ljós­ lifandi og láta okkur með engu móti ósnortin. Svona er lífið. Þarna fáum við að líta í okkar eigin samtímaspegil. Þetta er svipmynd af samfélagi. Meistaralega gert. Samtölin renna fyrirhafnarlaust og náttúrlega. Fyndnin hittir í mark. Undir ruglingslegu yfirborðinu býr alvara lífsins. Ekta tilfinningar. Djúpur sársauki. Samkennd með breysku fólki. Í lokin kemur uppgjörið mikla. Það er óumflýjanlegt. Það er sárs­ aukafullt, en það er trúverðugt. Ég get með góðri samvisku hvatt alla, sem vilja leita að öðru og meiru í leikhúsinu en afþreyingu einni saman frá amstri lífsins til að verja einni kvöldstund í Borgarleikhús­ inu frammi fyrir þessum samtíma­ spegli. Ef þú þorir. Er einhver boðskapur? Ef hann er einhver, þá er hann þessi (eins og Lísa hefur eftir gömlu skúringa­ konunum í hjúkrunarskólanum): „Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni“. P.s. Gleymdi að taka fram, að leikskráin er frábær og ljósmynd­ irnar listaverk. n Bryndís Schram ritstjorn@dv.is Leikhús Kartöfluæturnar Höfundur: Tyrfing Tyrfingsson Leikstjóri: Ólafur Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Katrína Mogensen Hljóð: Baldvin Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir Sýnt í Borgarleikhúsinu Þorirðu að líta í spegil? Kolklikkaður félagsskapur Hjúkrunarkonan Lísa þarf að takast á við rústir eigin fjöl- skyldulífs þegar hún kemur heim eftir áralanga dvöl á stríðshrjáðum svæðum Austur Evrópu, fyrrum stjúpsonurinn er enn ástfanginn af henni og dóttirin er sár að hafa verið skilin eftir. Vinsælast á Spotify Mest spilun 27. september Metsölulisti Eymundsson Vikuna 20.–26. september 1 Með lífið að veði - Yeonmi Park 2 Gagn og gaman - Helgi Elíasson/Ísak Jónsson 3 Stúlkan sem gat ekki fyrir- gefið - David Lagercrantz 4 Kanínufangarinn - Lars Kepler 5 Verstu börn í heimi - David Walliams 6 Independent People - Halldór Laxness 7 Kalak - Kim Leine 8 Umsátur - Róbert Marvin 9 Hringiðan Frode Granhus 10 Iceland In a Bag - Ýmsir höfundar Vinsælast í bíó Helgina 22.–24. september 1 Kingsman: The Golden Circle 2 Undir trénu 3 The Lego Ninjago Movie 4 It 5 Emojimyndin 6 The Son of Bigfoot 7 Happy Family 8 American Made 9 American Assassin 10 Mother! 1 B.O.B.A - JóiPé og Króli 2 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 3 Oh Shit - JóiPé og Króli 4 Sagan af okkur - JóiPé, Króli, Helgi A og Helgi B 5 Ég vil það - Chase og JóiPé 6 Labba inn - JóiPé, Króli og S.dóri 7 Taktlaus - JóiPé og Króli 8 Too good at goodbyes - Sam Smith 9 GerviGlingur - JóiPé og Króli 10 Geri ekki neitt - Aron Can og Unnsteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.